Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 191 svör fundust

category-iconHagfræði

Hvernig er hægt að skilgreina hugtakið innflytjendur?

Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út ráðleggingar um hvernig beri að skilgreina hugtakið innflytjandi. Tilgangurinn er að samræma skilning þeirra sem setja fram tölur fyrir einstök lönd. Áhersla er á að skilgreina hugtakið „international migrant“ sem þýða má sem farandmaður eða innflytjandi. Orðið „farandmaður“ nær i...

category-iconLögfræði

Mega samkynhneigðir á Íslandi ekki ættleiða börn?

Samkynhneigðir á Íslandi hafa ekki heimild að lögum til svokallaðrar frumættleiðingar barna. Samkynhneigður aðili í staðfestri samvist má hins vegar ættleiða stjúpbarn sitt, það er barn sem maki hans á fyrir. Þetta kemur fram í 2. gr. laga 130/1999 um ættleiðingar og 1. mgr. 6. gr. laga 87/1996 um staðfesta samvis...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvort telja vísindamenn að geislun frá þráðlausu neti sé hættuleg eða hættulaus?

Vísindamenn hafa mikið rannsakað áhrif geislunar á útvarpsbylgjutíðni á heilsu fólks, en þar undir fellur geislun frá þráðlausu neti. Það er á fárra færi að kynna sér allar rannsóknir sem til eru á þessu sviði og þess vegna er skynsamlegt að skoða hvað alþjóðastofnanir eða hópar vísindamanna hafa um málið að segja...

category-iconFélagsvísindi

Er bannað að rassskella börn á Íslandi?

Lengst af tóku lög ekki sérstaklega á hinni fornu uppeldisaðferð að aga börn með flengingum. Nýlega varð hins vegar breyting þar á og þann 16. apríl 2009 voru samþykkt á Alþingi breytingar á barnaverndarlögum sem banna þetta athæfi. Kveikjan að þeirri lagabreytingu var meðal annars dómur sem gekk í Hæstarétti 2...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða merkingu hefur frasinn „að öðru jöfnu“ í samningum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Túlkun í orðasamhengi: "vilji leigutaki selja eignir sínar á lóðinni, á leigusali forkaupsrétt að öðru jöfnu" Spurningin er: hvað þýðir í þessu tilfelli og eflaust öðrum: "að öðru jöfnu"? Orðasambandið „að öðru jöfnu“ er þýðing á latnesku orðunum 'ceteris paribus'. Orð...

category-iconLögfræði

Þarf sambúðarfólk að gera sameiginlega skattaskýrslu þó að annar aðilinn sé skráður fyrir öllum eignum?

Öllum þeim sem búsettir eru hér á landi er skylt að skila inn skattframtali, samanber 1. tölulið 1. málsgrein 1. greinar laga númer 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt með síðari breytingum. Engu breytir hve miklar eignir menn eiga eða hvort þeir eiga eignir á annað borð. Sambúðarfólki er skylt að skila sameiginl...

category-iconHagfræði

Gilda sömu reglur um ársreikninga fyrirtækja í skattaskjólum og fyrirtækja á Íslandi?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Þegar íslensk fyrirtæki telja fram til skatts með ársreikning sem aðalgagn þá er hann einungis undirritaður af endurskoðanda eftir að viðkomandi endurskoðandi hefur fengið í hendur útskriftir af bankareikningum fyrirtækisins, fjárhagslegum samskiptum við skattyfirvöld,...

category-iconHugvísindi

Hvenær sagði Jón Sigurðson hin frægu orð „ég mótmæli þá í nafni konungs og þjóðarinnar því ranglæti sem haft væri í frammi“?

Þessi frægu orð voru sögð þann 9. ágúst 1851 þegar Trampe greifi, fulltrúi konungs á þjóðfundi sem haldinn var í Lærða skólanum í Reykjavík, sleit fundinum í óþökk flestra íslensku fulltrúanna sem sátu fundinn. Danska stjórnin hafði boðað til fundar sumarið 1851 þar sem ræða átti um tengsl Íslands og Danmerkur...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig getur lífsbarátta og náttúruval leitt til þess sem við köllum óeigingirni hjá einstökum lífverum?

Allar núlifandi lífverur eru komnar út af einstaklingum sem auðnaðist að koma erfðaeiginleikum sínum áfram til næstu kynslóðar. Sú keðja er óslitin frá upphafi lífs á jörðu. Þessir einstaklingar voru hæfir í merkingu Darwins. Meðal tvílitna lífvera eins og hryggdýra gildir sú regla að helmingur erfðaefnis kemu...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig er leitað að reikistjörnum utan sólkerfisins?

Hægt er að nota nokkrar aðferðir til að leita að reikistjörnum utan sólkerfis okkar. Slík leit er afar flókin vegna þess hve erfitt er að greina reikistjörnurnar úr mikilli fjarlægð. Ólíkt sólstjörnum, sem geisla frá sér orku sem losnar við kjarnasamruna, senda reikistjörnur ekki frá sér eigið ljós heldur endurva...

category-iconLögfræði

Hvernig verða lög til?

Þegar talað er um lög í daglegu tali er oftast nær átt við þau lög sem Alþingi hefur samþykkt og forseti Íslands staðfest. Hugtakið lög nær hins vegar yfir mun víðara svið en margir gera sér grein fyrir. Í lagalegum skilningi er talað um sett lög, bæði í þrengri og rýmri merkingu. Lög í þrengri merkingu má f...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaðan komu veirur og hvenær urðu þær til?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni veira og hver er saga þeirra? Hafa þær alltaf verið til? Allt líf á jörðinni er af einum meiði. Þetta staðfesta nokkrar staðreyndir, erfðaefnið (DNA) og táknmálið er það sama í öllum lífverum,[1] og örvhentar amínósýrur (e. left handed amino acids) eru ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Voru menn fyrst apar?

Nei, en apar og menn eiga sér sameiginlega forfeður. Þróunarkenning Darwins gerir nánari grein fyrir því. Maðurinn er ekki sérlega gömul tegund í lífríki jarðar. Hann kom til sögunnar fyrir milljón árum eða svo, en jörðin sjálf er 4-5 þúsund milljón ára. Allt líf á jörðinni er komið af einni rót. Það sést til ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju snýst jörðin í kringum sjálfa sig?

Sólkerfið okkar myndaðist fyrir um fimm milljónum ára þegar gríðarstórt gas- og rykský féll saman og myndaði sól og reikistjörnur. Áður en þetta gerðist var snúningur á skýinu og slíkur snúningur eða hverfiþungi, eins og hann er kallaður í eðlisfræði, varðveitist þegar skýið umbreytist. Þess vegna hefur sólin dálí...

category-iconLögfræði

Hvaða stéttir á Íslandi hafa ekki verkfallsrétt?

Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna nær heimild til verkfalls ekki til eftirtalinna starfsmanna:Þeirra embættismanna og annarra starfsmanna ríkisins sem heyra undir lög um Kjaradóm og Kjaranefnd. Starfsmanna Alþingis og stofnana þess, svo og starfsmanna á skrifstofu f...

Fleiri niðurstöður