Með frumvarpi á Alþingi var brugðist við þessum dómi með því að gera breytingar á 1. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002. Greinin er nú svohljóðandi:
Allir sem hafa uppeldi og umönnun barna með höndum skulu sýna þeim virðingu og umhyggju og óheimilt er með öllu að beita börn ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Foreldrum ber að sýna börnum sínum umhyggju og nærfærni og gegna forsjár- og uppeldisskyldum við börn sín svo sem best hentar hag og þörfum þeirra. Þeim ber að búa börnum sínum viðunandi uppeldisaðstæður og gæta velfarnaðar þeirra í hvívetna.Breytingin var flutt af félags- og tryggingarmálanefnd Alþingis og í nefndaráliti sínu lagði nefndin áherslu á að
með ofbeldi sé einnig átt við andlegar og líkamlegar refsingar og minnir á að barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur skilgreint líkamlegar refsingar sem allar þær refsingar þar sem beitt er líkamlegu valdi með það að markmiði að valda einhverjum sársauka eða óþægindum, sama hversu smávægilegum. Undir það falli meðal annars að slá barn, þ.m.t. löðrunga, lemja og rassskella, ýmist með hendi eða öðru. Gengið er út frá því að öll háttsemi af þessu tagi sé skaðleg fyrir börn.Með þessari lagabreytingu má því ganga út frá því sem vísu að flengingar á börnum séu bannaðar samkvæmt lögum. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvaða aðferðir henta best til að ala upp börn? eftir Sigurð J. Grétarsson og Sigrúnu Aðalbjarnardóttur
- Eiga skólar að sjá um uppeldi? eftir Hildigunni Gunnarsdóttur
- Hefur slæmt uppeldi (foreldrar hóta þér sífellt einhverju illu) áhrif á framtíð þína? eftir Freydísi Jónu Freysteinsdóttur
- Strollerderby. Sótt 14.5.2009.