Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er bannað að rassskella börn á Íslandi?

Árni Helgason

Lengst af tóku lög ekki sérstaklega á hinni fornu uppeldisaðferð að aga börn með flengingum. Nýlega varð hins vegar breyting þar á og þann 16. apríl 2009 voru samþykkt á Alþingi breytingar á barnaverndarlögum sem banna þetta athæfi.

Kveikjan að þeirri lagabreytingu var meðal annars dómur sem gekk í Hæstarétti 22. janúar 2009. Í dóminum var til umfjöllunar mál manns sem var sakaður um brot á hegningarlögum og barnaverndarlögum fyrir að flengja tvo drengi en maðurinn hafði verið í sambandi við móður drengina. Maðurinn var sýknaður af þessu ákæruatriði og í niðurstöðu Hæstaréttar kom fram í ákvæðum barnaverndarlaga væri ekki lagt „fortakslaust bann við því að foreldri eða annar maður með samþykki þess beiti barn líkamlegum aðgerðum til að bregðast við óþægð, heldur er refsinæmi slíkrar háttsemi háð því að gerðir hans séu til þess fallnar að skaða barnið andlega eða líkamlega“.


Flengingar á börnum eru bannaðar samkvæmt lögum á Íslandi.

Með frumvarpi á Alþingi var brugðist við þessum dómi með því að gera breytingar á 1. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002. Greinin er nú svohljóðandi:
Allir sem hafa uppeldi og umönnun barna með höndum skulu sýna þeim virðingu og umhyggju og óheimilt er með öllu að beita börn ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Foreldrum ber að sýna börnum sínum umhyggju og nærfærni og gegna forsjár- og uppeldisskyldum við börn sín svo sem best hentar hag og þörfum þeirra. Þeim ber að búa börnum sínum viðunandi uppeldisaðstæður og gæta velfarnaðar þeirra í hvívetna.

Breytingin var flutt af félags- og tryggingarmálanefnd Alþingis og í nefndaráliti sínu lagði nefndin áherslu á að
með ofbeldi sé einnig átt við andlegar og líkamlegar refsingar og minnir á að barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur skilgreint líkamlegar refsingar sem allar þær refsingar þar sem beitt er líkamlegu valdi með það að markmiði að valda einhverjum sársauka eða óþægindum, sama hversu smávægilegum. Undir það falli meðal annars að slá barn, þ.m.t. löðrunga, lemja og rassskella, ýmist með hendi eða öðru. Gengið er út frá því að öll háttsemi af þessu tagi sé skaðleg fyrir börn.

Með þessari lagabreytingu má því ganga út frá því sem vísu að flengingar á börnum séu bannaðar samkvæmt lögum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Árni Helgason

lögfræðingur og fyrrverandi laganemi við HÍ

Útgáfudagur

14.5.2009

Spyrjandi

Kristján Óskarsson

Tilvísun

Árni Helgason. „Er bannað að rassskella börn á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 14. maí 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52292.

Árni Helgason. (2009, 14. maí). Er bannað að rassskella börn á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52292

Árni Helgason. „Er bannað að rassskella börn á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 14. maí. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52292>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er bannað að rassskella börn á Íslandi?
Lengst af tóku lög ekki sérstaklega á hinni fornu uppeldisaðferð að aga börn með flengingum. Nýlega varð hins vegar breyting þar á og þann 16. apríl 2009 voru samþykkt á Alþingi breytingar á barnaverndarlögum sem banna þetta athæfi.

Kveikjan að þeirri lagabreytingu var meðal annars dómur sem gekk í Hæstarétti 22. janúar 2009. Í dóminum var til umfjöllunar mál manns sem var sakaður um brot á hegningarlögum og barnaverndarlögum fyrir að flengja tvo drengi en maðurinn hafði verið í sambandi við móður drengina. Maðurinn var sýknaður af þessu ákæruatriði og í niðurstöðu Hæstaréttar kom fram í ákvæðum barnaverndarlaga væri ekki lagt „fortakslaust bann við því að foreldri eða annar maður með samþykki þess beiti barn líkamlegum aðgerðum til að bregðast við óþægð, heldur er refsinæmi slíkrar háttsemi háð því að gerðir hans séu til þess fallnar að skaða barnið andlega eða líkamlega“.


Flengingar á börnum eru bannaðar samkvæmt lögum á Íslandi.

Með frumvarpi á Alþingi var brugðist við þessum dómi með því að gera breytingar á 1. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002. Greinin er nú svohljóðandi:
Allir sem hafa uppeldi og umönnun barna með höndum skulu sýna þeim virðingu og umhyggju og óheimilt er með öllu að beita börn ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Foreldrum ber að sýna börnum sínum umhyggju og nærfærni og gegna forsjár- og uppeldisskyldum við börn sín svo sem best hentar hag og þörfum þeirra. Þeim ber að búa börnum sínum viðunandi uppeldisaðstæður og gæta velfarnaðar þeirra í hvívetna.

Breytingin var flutt af félags- og tryggingarmálanefnd Alþingis og í nefndaráliti sínu lagði nefndin áherslu á að
með ofbeldi sé einnig átt við andlegar og líkamlegar refsingar og minnir á að barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur skilgreint líkamlegar refsingar sem allar þær refsingar þar sem beitt er líkamlegu valdi með það að markmiði að valda einhverjum sársauka eða óþægindum, sama hversu smávægilegum. Undir það falli meðal annars að slá barn, þ.m.t. löðrunga, lemja og rassskella, ýmist með hendi eða öðru. Gengið er út frá því að öll háttsemi af þessu tagi sé skaðleg fyrir börn.

Með þessari lagabreytingu má því ganga út frá því sem vísu að flengingar á börnum séu bannaðar samkvæmt lögum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...