Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=
Nei, en apar og menn eiga sér sameiginlega forfeður. Þróunarkenning Darwins gerir nánari grein fyrir því. Maðurinn er ekki sérlega gömul tegund í lífríki jarðar. Hann kom til sögunnar fyrir milljón árum eða svo, en jörðin sjálf er 4-5 þúsund milljón ára.

Allt líf á jörðinni er komið af einni rót. Það sést til dæmis á erfðaefninu því að helstu einkenni þess eru sameiginleg öllum lífverum. Við vitum ekki í smáatriðum hvernig fyrsta lífið kviknaði en höfum samt ýmsar góðar hugmyndir um það.

Fyrir 70 milljón árum fór ósköp lítið fyrir spendýrunum á jörðinni, þau voru bæði fá og smá. Risaeðlurnar réðu þá ríkjum. Síðan urðu miklar náttúruhamfarir fyrir um það bil 65 milljón árum. Gríðarlegur loftsteinn féll á jörðina og þyrlaði upp miklu ryki þannig að himinninn myrkvaðist og veður snarkólnaði. Um svipað leyti urðu líka mjög mikil eldgos. Þessar hamfarir ollu því að risaeðlurnar dóu út og spendýrin fóru að eflast í staðinn.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

17.3.2004

Spyrjandi

Fríða Halldórsdóttir, f. 1994

Tilvísun

ÞV. „Voru menn fyrst apar?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2004, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4063.

ÞV. (2004, 17. mars). Voru menn fyrst apar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4063

ÞV. „Voru menn fyrst apar?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2004. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4063>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Voru menn fyrst apar?
Nei, en apar og menn eiga sér sameiginlega forfeður. Þróunarkenning Darwins gerir nánari grein fyrir því. Maðurinn er ekki sérlega gömul tegund í lífríki jarðar. Hann kom til sögunnar fyrir milljón árum eða svo, en jörðin sjálf er 4-5 þúsund milljón ára.

Allt líf á jörðinni er komið af einni rót. Það sést til dæmis á erfðaefninu því að helstu einkenni þess eru sameiginleg öllum lífverum. Við vitum ekki í smáatriðum hvernig fyrsta lífið kviknaði en höfum samt ýmsar góðar hugmyndir um það.

Fyrir 70 milljón árum fór ósköp lítið fyrir spendýrunum á jörðinni, þau voru bæði fá og smá. Risaeðlurnar réðu þá ríkjum. Síðan urðu miklar náttúruhamfarir fyrir um það bil 65 milljón árum. Gríðarlegur loftsteinn féll á jörðina og þyrlaði upp miklu ryki þannig að himinninn myrkvaðist og veður snarkólnaði. Um svipað leyti urðu líka mjög mikil eldgos. Þessar hamfarir ollu því að risaeðlurnar dóu út og spendýrin fóru að eflast í staðinn. ...