Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort telja vísindamenn að geislun frá þráðlausu neti sé hættuleg eða hættulaus?

Jónína Guðjónsdóttir

Vísindamenn hafa mikið rannsakað áhrif geislunar á útvarpsbylgjutíðni á heilsu fólks, en þar undir fellur geislun frá þráðlausu neti. Það er á fárra færi að kynna sér allar rannsóknir sem til eru á þessu sviði og þess vegna er skynsamlegt að skoða hvað alþjóðastofnanir eða hópar vísindamanna hafa um málið að segja.

Hjá Evrópusambandinu er til nefnd sem hefur það hlutverk að fjalla um nýgreinda og vaxandi heilbrigðisáhættu. Hún nefnist á ensku Scientific Committee on Emerging and Newly Identified Health Risks (SCENIHR). Nefndin birti nýtt álit á áhættu af völdum rafsegulsviða í janúar 2015.[1] Þar leggur nefndin mat á vísindaleg gögn sem birt hafa verið frá síðustu skýrslu nefndarinnar sem út kom 2009.

Niðurstöður fyrirliggjandi vísindarannsókna sýna að svo lengi sem geislun frá þráðlausu neti er innan viðmiðunarmarka sem mælt er með í löggjöf Evrópusambandsins hefur hún engin greinanleg skaðleg áhrif á heilsu.

Það er mat SCENIHR að niðurstöður fyrirliggjandi vísindarannsókna sýni að svo lengi sem geislun sé innan viðmiðunarmarka sem mælt er með í löggjöf Evrópusambandsins séu engin greinanleg skaðleg áhrif á heilsu. Nýlegar rannsóknir hafi ekki staðfest grun manna um aukna tíðni krabbameina eða aukna áhættu á Alzheimerssjúkdómi.[2]

Álitinu eru gerð ágæt skil í texta á vef Geislavarna ríkisins og samantekt á ensku má finna á vef Vísindanefnda Evrópuráðsins undir heitinu Does electromagnetic field exposure endanger health? Álitið í heild sinni má finna á vefsíðu SCENIHR.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) fjallar einnig um möguleg heilsufarsáhrif vegna notkunar útvarpsbylgna og þar er unnið að nýju áhættumati, en WHO telur fyrirliggjandi upplýsingar ekki benda til neinna skaðlegra áhrifa.[3]

Í sameiginlegri yfirlýsingu geislavarnastofnanna allra Norðurlandanna 2013 segir að samanteknar niðurstöður vísindarannsókna sýni ekki skaðleg heilsufarsáhrif rafsegulgeislunar við þráðlaus samskipti sem eru að styrk fyrir neðan þau viðmiðunarmörk sem tekin hafa verið upp á Norðurlöndum.[4] Í því samhengi er rétt að geta þess að styrkur geislunar frá þráðlausum netsendum er yfirleitt á bilinu 0,002% til 2% af hámarki samkvæmt alþjóðlegum viðmiðunarmörkum.[5]

Ekkert bendir til þess að geislun á útvarpsbylgjutíðni valdi sjúkdómum, hvorki krabbameini né öðrum.

Alþjóðakrabbameinsrannsóknastofnuninni (IARC) flokkar ýmislegt sem hugsanlegt er talið að geti valdið krabbameini hjá mönnum í fimm flokka:

1) Krabbameinsvaldar
2A) Líklegir krabbameinsvaldar
2B) Mögulegir krabbameinsvaldar
3) Ekki hægt að flokka
4) Líklega ekki krabbameinsvaldar

Flokkar 2B og 3 eru langstærstir og er rafsegulsvið á útvarpsbylgjutíðni í flokki 2B þegar þetta svar er skrifað. Þessi flokkun, sem og sá fjöldi rannsókna sem gerðar hafa verið á áhrifum geislunar frá farsímum og þráðlausum netum á heilsu fólks endurspeglar áhyggjur margra.

Niðurstaða SCENIHR 2015 er hins vegar að ekkert bendi í raun til að geislun á útvarpsbylgjutíðni valdi sjúkdómum, hvorki krabbameini né öðrum. Það er þó full ástæða til að fylgjast vel með nýjum rannsóknum á þessu sviði.

Myndir:

Tilvísanir:
  1. ^ SCENIHR (Scientific Committee on Emerging and Newly Identified Health Risks), Potential health effects of exposure to electromagnetic fields (EMF), 27 January 2015. http://ec.europa.eu/health/scientific_committees/emerging/opinions/index_en.htm. (Sótt 1. 12. 2015).
  2. ^ Sama heimild og í 1.
  3. ^ WHO. Electromagnetic fields and public health: mobile phones. Fact sheet N°193. 2014. http://www.who.int/mediacentre/factsheets/fs193/en/. (Sótt 2. 12. 2015).
  4. ^ Geislavarnir ríkisins, the Norwegian Radiation Protection Authority, Sundhedsstyrelsen, STUK, Strål säkerhets myndigheten. Exposure from mobile phones, base stations and wireless networks. 2013. A statement by the Nordic radiation safety authorities www.nrpa.no/dav/1ce2548717.pdf. (Sótt 1. 12. 2015).
  5. ^ WHO. Electromagnetic fields and public health. Base stations and wireless technologies. Backgrounder, May 2006 http://www.who.int/peh-emf/publications/facts/fs304/en. (Sótt 1. 12. 2015).


Upprunaleg spurning Sveins var í löngu máli en varðar í grunninn hvort vísindamenn telji þráðlaust net hættulegt eða hættulaust.

Höfundur

Jónína Guðjónsdóttir

lektor í geislafræði

Útgáfudagur

10.12.2015

Spyrjandi

Sveinn S. Kjartansson

Tilvísun

Jónína Guðjónsdóttir. „Hvort telja vísindamenn að geislun frá þráðlausu neti sé hættuleg eða hættulaus?“ Vísindavefurinn, 10. desember 2015, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71230.

Jónína Guðjónsdóttir. (2015, 10. desember). Hvort telja vísindamenn að geislun frá þráðlausu neti sé hættuleg eða hættulaus? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71230

Jónína Guðjónsdóttir. „Hvort telja vísindamenn að geislun frá þráðlausu neti sé hættuleg eða hættulaus?“ Vísindavefurinn. 10. des. 2015. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71230>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort telja vísindamenn að geislun frá þráðlausu neti sé hættuleg eða hættulaus?
Vísindamenn hafa mikið rannsakað áhrif geislunar á útvarpsbylgjutíðni á heilsu fólks, en þar undir fellur geislun frá þráðlausu neti. Það er á fárra færi að kynna sér allar rannsóknir sem til eru á þessu sviði og þess vegna er skynsamlegt að skoða hvað alþjóðastofnanir eða hópar vísindamanna hafa um málið að segja.

Hjá Evrópusambandinu er til nefnd sem hefur það hlutverk að fjalla um nýgreinda og vaxandi heilbrigðisáhættu. Hún nefnist á ensku Scientific Committee on Emerging and Newly Identified Health Risks (SCENIHR). Nefndin birti nýtt álit á áhættu af völdum rafsegulsviða í janúar 2015.[1] Þar leggur nefndin mat á vísindaleg gögn sem birt hafa verið frá síðustu skýrslu nefndarinnar sem út kom 2009.

Niðurstöður fyrirliggjandi vísindarannsókna sýna að svo lengi sem geislun frá þráðlausu neti er innan viðmiðunarmarka sem mælt er með í löggjöf Evrópusambandsins hefur hún engin greinanleg skaðleg áhrif á heilsu.

Það er mat SCENIHR að niðurstöður fyrirliggjandi vísindarannsókna sýni að svo lengi sem geislun sé innan viðmiðunarmarka sem mælt er með í löggjöf Evrópusambandsins séu engin greinanleg skaðleg áhrif á heilsu. Nýlegar rannsóknir hafi ekki staðfest grun manna um aukna tíðni krabbameina eða aukna áhættu á Alzheimerssjúkdómi.[2]

Álitinu eru gerð ágæt skil í texta á vef Geislavarna ríkisins og samantekt á ensku má finna á vef Vísindanefnda Evrópuráðsins undir heitinu Does electromagnetic field exposure endanger health? Álitið í heild sinni má finna á vefsíðu SCENIHR.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) fjallar einnig um möguleg heilsufarsáhrif vegna notkunar útvarpsbylgna og þar er unnið að nýju áhættumati, en WHO telur fyrirliggjandi upplýsingar ekki benda til neinna skaðlegra áhrifa.[3]

Í sameiginlegri yfirlýsingu geislavarnastofnanna allra Norðurlandanna 2013 segir að samanteknar niðurstöður vísindarannsókna sýni ekki skaðleg heilsufarsáhrif rafsegulgeislunar við þráðlaus samskipti sem eru að styrk fyrir neðan þau viðmiðunarmörk sem tekin hafa verið upp á Norðurlöndum.[4] Í því samhengi er rétt að geta þess að styrkur geislunar frá þráðlausum netsendum er yfirleitt á bilinu 0,002% til 2% af hámarki samkvæmt alþjóðlegum viðmiðunarmörkum.[5]

Ekkert bendir til þess að geislun á útvarpsbylgjutíðni valdi sjúkdómum, hvorki krabbameini né öðrum.

Alþjóðakrabbameinsrannsóknastofnuninni (IARC) flokkar ýmislegt sem hugsanlegt er talið að geti valdið krabbameini hjá mönnum í fimm flokka:

1) Krabbameinsvaldar
2A) Líklegir krabbameinsvaldar
2B) Mögulegir krabbameinsvaldar
3) Ekki hægt að flokka
4) Líklega ekki krabbameinsvaldar

Flokkar 2B og 3 eru langstærstir og er rafsegulsvið á útvarpsbylgjutíðni í flokki 2B þegar þetta svar er skrifað. Þessi flokkun, sem og sá fjöldi rannsókna sem gerðar hafa verið á áhrifum geislunar frá farsímum og þráðlausum netum á heilsu fólks endurspeglar áhyggjur margra.

Niðurstaða SCENIHR 2015 er hins vegar að ekkert bendi í raun til að geislun á útvarpsbylgjutíðni valdi sjúkdómum, hvorki krabbameini né öðrum. Það er þó full ástæða til að fylgjast vel með nýjum rannsóknum á þessu sviði.

Myndir:

Tilvísanir:
  1. ^ SCENIHR (Scientific Committee on Emerging and Newly Identified Health Risks), Potential health effects of exposure to electromagnetic fields (EMF), 27 January 2015. http://ec.europa.eu/health/scientific_committees/emerging/opinions/index_en.htm. (Sótt 1. 12. 2015).
  2. ^ Sama heimild og í 1.
  3. ^ WHO. Electromagnetic fields and public health: mobile phones. Fact sheet N°193. 2014. http://www.who.int/mediacentre/factsheets/fs193/en/. (Sótt 2. 12. 2015).
  4. ^ Geislavarnir ríkisins, the Norwegian Radiation Protection Authority, Sundhedsstyrelsen, STUK, Strål säkerhets myndigheten. Exposure from mobile phones, base stations and wireless networks. 2013. A statement by the Nordic radiation safety authorities www.nrpa.no/dav/1ce2548717.pdf. (Sótt 1. 12. 2015).
  5. ^ WHO. Electromagnetic fields and public health. Base stations and wireless technologies. Backgrounder, May 2006 http://www.who.int/peh-emf/publications/facts/fs304/en. (Sótt 1. 12. 2015).


Upprunaleg spurning Sveins var í löngu máli en varðar í grunninn hvort vísindamenn telji þráðlaust net hættulegt eða hættulaust.

...