Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 851 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig líður síberíutígrisdýrinu núna?

Síberíutígrisdýrið (Panthera tigris altaica), sem einnig gengur undir heitinu ussuritígrisdýr eða amurtígrisdýr, finnst aðallega í suðaustasta hluta Rússlands en teygir útbreiðslu sína inn í Mansjúríu í Kína og mögulega líka til Kóreu. Eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvenær er talið að síberíutígris...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju finnast ekki villtir hérar á Íslandi?

Upprunalega spurningin var: Finnast hérar á Íslandi, líkt og kanínur og ef ekki, er þá einhver sérstök ástæða fyrir því? Hérar finnast ekki á Íslandi vegna þess að hér hefur þeim ekki verið sleppt á sama hátt og kanínum. Hérar hafa verið fluttir nokkrum sinnum til landsins, meðal annars í þeim tilgangi að s...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir aðventa?

Aðventa er annað heiti á jólaföstu. Hún hefst fjórða sunnudag fyrir jóladag og stendur því í fjórar vikur. Orðið aðventa hefur verið notað í málinu að minnsta kosti frá því á 14. öld og er tökuorð úr latínu adventus í merkingunni 'tilkoma'. Að baki liggur latneska sögnin advenio 'ég kem til' sem leidd er af latnes...

category-iconSálfræði

Hvað er svefnsækni og hvernig er hún greind?

Svefnsækni (e. hypersomnia) er sjúkdómur sem einkennist af gífurlegri þreytu og miklum svefni. Þeir sem þjást af svefnsækni eru þreyttir svo til allan sólarhringinn, jafnvel þó þeir hafi náð fullkomnum nætursvefni eða leggi sig á daginn. Þessi mikla þreyta yfir daginn veldur vanlíðan þar sem vökutímar sjúklinga er...

category-iconOrkumál

Hvaða reglur gilda í ESB um helgunarsvæði raflína?

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarsviði orkumála hjá framkvæmdastjórninni eru engar reglur um nýtingu lands í Evrópurétti þar eð aðildarríkin fara ein með þá valdheimild. Allar reglur um nýtingu lands fyrir verkefni á sviði almennrar orkuvinnslu eða rafmagnsflutninga svo og réttindi landeigenda í þessu tilliti fall...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að rota jólin?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig er orðtakið „að rota jólin“ hugsað? Hvaðan er það komið? Hvernig rotar maður jólin? Er það gamall siður? Orðatiltækið að rota jólin er þekkt að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Það var haft um hvers kyns veislu- og hátíðahöld á þrettándanum, sem er ...

category-iconSálfræði

Er heili siðblindingja öðruvísi en í venjulegu fólki?

Spurning Eneku hljóðaði upphaflega svona:Er heilinn í siðblindingjum eitthvað öðruvísi en í venjulegum einstaklingi? Stutta svarið við þessari spurningu er að heili svonefndra siðblindingja er að ýmsu leyti öðru vísi en í þeim sem ekki teljast vera siðblindir. Þvert á það sem margir halda er siðblinda ekki p...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er veirum gefið nafn og hvernig flokka vísindamenn þær?

Upprunalega spurningin var: Er veirum gefið nafn eftir tvínafnakerfinu? Hvernig eru veirur flokkaðar í flokkunarkerfi Carls von Linné? Í stuttu máli má segja að veirum er ekki gefið nafn eftir tvínafnakerfinu, en hins vegar er flokkunarfræði veira byggð á því flokkunarkerfi sem notað er fyrir lífverur. Veir...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru triggerpunktar eða trigger points?

Því er ekki endilega auðsvarað hvað triggerpunktar (e. trigger points) eru en á íslensku hefur heitið gikkpunktar verið notað um fyrirbærið. Vandinn við að skilgreina gikkpunkta felst meðal annars í því að ýmsum mismunandi fyrirbærum hefur verið gefið þetta heiti og einnig hafa gikkpunktar fengið mismunandi nöfn á...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru skíðishvalir ófélagslyndir?

Skíðishvalir eru alls ekki ófélagslyndir, enda sést gjarnan til nokkurra dýra saman, oft tveggja til þriggja. Dýr eru talin sýna félagshegðun eða félagslyndi þegar einhvers konar samskipti eiga sér stað milli tveggja eða fleiri einstaklinga. Á fæðusvæðum getur sést til tugi einstaklinga sömu tegundar, svo sem hnúf...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um Pinta-skjaldbökuna?

Meðal kunnustu dýrategunda Galapagoseyja eru risaskjaldbökur af tegundinni Geochelone nigra (eða Geochelone elephantopus eins og tegundin er líka nefnd) sem finnast á nokkrum eyjanna. Þessar skjaldbökur greinast í tíu undirtegundir auk einhverra tegunda sem dáið hafa út, en heimildum ber ekki alveg saman um hvort ...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að beita sauðfé og hrossum á lúpínu?

Alaskalúpína framleiðir töluvert af eiturefnum, svonefnd beiskjuefni, sem gerir hana óhentuga til beitar. En þar sem að lúpínan er næringarrík, eins og aðrar plöntur af ertublómaætt, sækir sauðfé í að bíta hana. Lúpínan er oft þétt utan girðingar á meðan innan hennar, þar sem beit er, sjást engar plöntur. Ef...

category-iconLögfræði

Hvað var fólk lengi í útlegð á miðöldum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan dag, í LXXVIIunda kapítula Grettis sögu má lesa um útlegð á þjóðveldistímanum. En í hvaða lögum finnum við þessi 20 ár sem afmarka dauða og frelsi? Fjalla-Eyvindur dugir ekki til, en engin svör í Grágás heldur. Hvað var fólk lengi í útlegð á miðöldum? Bestu kveðjur ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er pilsfaldakapítalismi?

Öll spurningin hljóðaði svona: Ég datt um orðið pilsfaldakapítalismi um daginn og velti því fyrir mér hver er uppruni þess? Með pilsfaldi er átt við neðri jaðar á pilsi. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi frá síðari hluta 19. aldar um að leita skjóls undir pilsfaldi en þá gengu konur í síðum pi...

category-iconMálvísindi: almennt

Af hverju er þotuliðið kallað svo?

Orðið þotulið er þýðing á jet set úr ensku. Á 6. áratug 20. aldar fór fólk að nota orðasambandið jet set um hóp ríks fólks sem lifði hátt og flaug gjarnan með þotum milli dvalarstaða sinna hér og þar um heiminn. Á þessum tíma voru þotuferðir ekki eins tíðar og útbreiddar og nú og ákveðinn ljómi var yfir slí...

Fleiri niðurstöður