Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:13 • Sest 13:33 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:31 • Síðdegis: 23:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:12 • Síðdegis: 16:52 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:13 • Sest 13:33 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:31 • Síðdegis: 23:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:12 • Síðdegis: 16:52 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er pilsfaldakapítalismi?

Guðrún Kvaran

Öll spurningin hljóðaði svona:

Ég datt um orðið pilsfaldakapítalismi um daginn og velti því fyrir mér hver er uppruni þess?

Með pilsfaldi er átt við neðri jaðar á pilsi. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi frá síðari hluta 19. aldar um að leita skjóls undir pilsfaldi en þá gengu konur í síðum pilsum daglega:

Þar til hann flúði til mömmu sinnar og smaug upp undir pilsfaldinn hennar. Það var meiri háttar kona.

Orðið pilsfaldakapítalismi er fremur nýtt í málinu. Elsta dæmi á timarit.is er úr Dagblaðinu 22. apríl 1977:

Þetta fyrirkomulag hefur ágætlega verið kallað pilsfaldakapítalismi; það er svo sem tímanna tákn.

Orðið er þá þegar greinilega í umferð en er væntanlega ekki miklu eldra. Á Wikipediu er greinargóð skýring:

Pilsfaldakapítalismi er sá kapítalismi nefndur í hálfkæringi sem starfar alfarið undir merkjum markaðarins þegar vel árar, og er að mestu á móti öllum ríkisútgjöldum, en vill svo skyndilega að ríkið komi hlaupandi og hjálpi þegar illa árar. Slíkur kapítalismi er ekki samkvæmur sjálfum sér, samkvæmt þeim sem taka sér hugtakið í munn. Pilsfaldakapítalisminn er kenndur við pilsfaldinn vegna þess að börn leita oft í skjól móður sinnar þegar eitthvað kemur upp á, og þannig er eins og þeir kapítalistar sæki í skjól ríkisins þegar það hentar þeim.

Orðið virðist nú talsvert notað miðað við færslur á Tímarit.is.

Heimild:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

2.12.2024

Spyrjandi

Ásta Lára Magnúsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er pilsfaldakapítalismi?“ Vísindavefurinn, 2. desember 2024, sótt 21. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=87060.

Guðrún Kvaran. (2024, 2. desember). Hvað er pilsfaldakapítalismi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87060

Guðrún Kvaran. „Hvað er pilsfaldakapítalismi?“ Vísindavefurinn. 2. des. 2024. Vefsíða. 21. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87060>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er pilsfaldakapítalismi?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Ég datt um orðið pilsfaldakapítalismi um daginn og velti því fyrir mér hver er uppruni þess?

Með pilsfaldi er átt við neðri jaðar á pilsi. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi frá síðari hluta 19. aldar um að leita skjóls undir pilsfaldi en þá gengu konur í síðum pilsum daglega:

Þar til hann flúði til mömmu sinnar og smaug upp undir pilsfaldinn hennar. Það var meiri háttar kona.

Orðið pilsfaldakapítalismi er fremur nýtt í málinu. Elsta dæmi á timarit.is er úr Dagblaðinu 22. apríl 1977:

Þetta fyrirkomulag hefur ágætlega verið kallað pilsfaldakapítalismi; það er svo sem tímanna tákn.

Orðið er þá þegar greinilega í umferð en er væntanlega ekki miklu eldra. Á Wikipediu er greinargóð skýring:

Pilsfaldakapítalismi er sá kapítalismi nefndur í hálfkæringi sem starfar alfarið undir merkjum markaðarins þegar vel árar, og er að mestu á móti öllum ríkisútgjöldum, en vill svo skyndilega að ríkið komi hlaupandi og hjálpi þegar illa árar. Slíkur kapítalismi er ekki samkvæmur sjálfum sér, samkvæmt þeim sem taka sér hugtakið í munn. Pilsfaldakapítalisminn er kenndur við pilsfaldinn vegna þess að börn leita oft í skjól móður sinnar þegar eitthvað kemur upp á, og þannig er eins og þeir kapítalistar sæki í skjól ríkisins þegar það hentar þeim.

Orðið virðist nú talsvert notað miðað við færslur á Tímarit.is.

Heimild:

Mynd:

...