Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvaða lög gilda um lausagöngu og hirðingu búfjár?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvernig eru lögin um lausagöngu og hirðingu búfjár og hvenær tóku þau gildi? Og hver eru viðurlögin við brotum á þeim? Um það sem hér er spurt gilda lög um búfjárhald og lög um velferð dýra. Þessi lög tóku bæði gildi 1. janúar 2014 og komu í stað eldri laga um sama efni. ...
Er gott að trúa á Jesú?
Í þessu svari er gert ráð fyrir að átt sé við hvort trú á Jesú geri mann að betri eða hamingjusamari manneskju. Sumt fólk sækir styrk í trú sína og finnst trúin gera það að betri manneskjum. Því finnst trúin veita huggun í heimi sem oft getur virst harðneskjulegur og það lítur á trú á Jesú sem leiðarljós í lífi...
Hvernig er hægt að hafa í fullu tré við eitthvað eða einhvern?
Að hafa í fullu tré við einhvern merkir að 'standa einhverjum á sporði, vera jafnoki einhvers' og að hafa í fullu tré við eitthvað merkir að 'eiga fullt í fangi með eitthvað. Halldór Halldórsson fjallaði um sambandið að hafa í fullu tré við einhvern í doktorsritgerð sinni Íslensk orðtök (1954: 376). Hann nefni...
Hvað heita öll frumefnin?
Eins og fram kemur í svarinu Hversu mörg frumefni eru þekkt og hve mörg þeirra koma fyrir í náttúrunni? þá eru frumefnin (e. elements eða chemical elements) í dag 118 talsins þó enn eigi eftir að staðfesta tilvist frumefna númer 113, 115, 117 og 118 og gefa þeim viðurkennd nöfn samkvæmt Alþjóðasamtökum um hreina o...
Hvað er mannamál?
Það er snar þáttur í stefnu og verklagsreglum Vísindavefsins að "tala mannamál" eftir bestu getu. Ef það er ekki gert hættir fólk nefnilega að hlusta. Ýmsir spyrjendur nefna líka orðið mannamál í spurningum sínum. Þegar Björn Þorsteinsson heimspekingur var beðinn um að útskýra heimspeki Heideggers á mannamáli fann...
Er alltaf bein lína á milli tveggja punkta og geta beinar línur haft fleiri en einn skurðpunkt?
Spurningar um línur og punkta eru á verksviði rúmfræði, en það getur verið flókið að svara þeim. Þetta stafar af því að rúmfræði er meira en 5000 ára og það eru til margar undirgreinar í stærðfræði, eins og algebruleg rúmfræði, diffurrúmfræði og grannfræði, sem allar eru settar undir sama rúmfræðihattinn. Áherslur...
Er ölstofum leyfilegt að selja fólki af götunni, bjór úr söluvögnum sem standa fyrir utan krárnar?
Á Íslandi eru í gildi nokkuð skýr og ströng lög um sölu, veitingu og meðferð áfengis hér á landi. Lög og reglur um veitingar á áfengi eiga sér uppruna í lögum nr. 75 frá árinu 1998 sem nefnast áfengislög. Þjóðverjar drekka gjarnan öl utandyra og í tjöldum á svonefndum Októberhátíðum. Til að öðlast leyfi til á...
Er skynsamlegt fyrir börn að sniðganga kjöt og dýraafurðir?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hversu ungir mega krakkar vera til að gerast grænmetisætur eða anti-kjötætur? Það hljóta líka að vera einhver skynsemismörk á því að vera vegan eða í einhverjum af þessum flokkum meðan krakkar eru að taka út mestan vöxt og þroska. Eitt af því sem gerir manninn einstakan...
Hvað eru vörtur?
Vörtur eru aðallega þrenns konar. Í fyrsta lagi frauðvörtur sem eru algengastar meðal barna. Í öðru lagi vörtur á höndum og fótum, líka algengastar meðal barna og í þriðja lagi kynfæravörtur, sem eru að verða æ algengari sérstaklega í aldurshópnum 15-18 ára. Frauðvörtur Frauðvörtur orsakast af veiru (Mollus...
Er hægt að sitja einhvers staðar annars staðar en á rassinum?
Eftir nokkrar vettvangsrannsóknir, verklegar tilraunir og aðrar raunir hefur ritstjórn komist að þeirri niðurstöðu að það er vissulega hægt að sitja annars staðar en á rassinum. Í undirbúningi jólanna er stundum svo mikið kapp lagt á að gera "allt klárt" að sjálf börnin sitja á hakanum. Það er fremur ónotalegt ...
Hvað var spánska veikin?
Spánska veikin var afar skæður inflúensufaraldur sem gekk yfir heiminn árin 1918-19. Inflúensa orsakast af veirum sem smitast í gegnum öndunarfæri fólks. Þeir sem smitast mynda ónæmi en ef nýir stofnar myndast af veirum sem fólk hefur ekkert áunnið ónæmi við þá geta komið upp bráðsmitandi farsóttir eins og í tilfe...
Hefur einhver siglt inn í Bermúdaþríhyrninginn og komið þaðan heill á húfi aftur?
Hinn svokallaði Bermúdaþríhyrningur er svæði á Norður-Atlantshafi sem hægt er að afmarka með þríhyrningi sem dreginn er frá Miami í Flórída til Bermúda-eyja og þaðan til Púertó Ríkó. Reyndar eru heimildir ekki allar sammála um hvar mörk svæðisins liggja nákvæmlega, það er stundum talið vera stærra, en þetta er það...
Hvað felst í trúfrelsi? Er fullt trúfrelsi á Íslandi?
Þegar fjallað er um trúfrelsi sem mannréttindi (hliðstæð við fleiri frelsisréttindi til dæmis málfrelsi, atvinnufrelsi og ferðafrelsi) er að minnsta kosti átt við að mönnum sé heimilt að iðka og aðhyllast hvaða trú sem er, skipta um átrúnað eða hafna öllum trúarbrögðum. Frelsisréttindi takmarkast af réttind...
Hver var Claude Lévi-Strauss og hvaða áhrif hafði hann á mannfræðina?
Mannfræðingurinn Claude Lévi-Strauss (1908-2009) var einn af áhrifamestu kenningasmiðum síðustu aldar. Hann lagði í upphafi stund á lögfræði og heimspeki við Sorbonneháskóla, en í kjölfar vettvangsferðar á slóðir Brasilíuindjána hneigðist hugur hans æ meir að mannfræði. Skömmu eftir að hann sneri aftur til Frakkla...
Hvers vegna er fólk jarðað eða brennt?
Ekki er vitað hvernig frummenn fóru með lík framliðinna. Líklegt er, að þau hafi nánast verið skilin eftir þar sem einstaklingurinn dó eða borin burt frá híbýlum ef dauðann bar þar að höndum. Elstu merki, sem til þessa hafa fundist um að búið hafi verið um lík, eru frá því fyrir meira en hundrað þúsund árum. Líkam...