Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er ölstofum leyfilegt að selja fólki af götunni, bjór úr söluvögnum sem standa fyrir utan krárnar?

Magnús Viðar Skúlason

Á Íslandi eru í gildi nokkuð skýr og ströng lög um sölu, veitingu og meðferð áfengis hér á landi. Lög og reglur um veitingar á áfengi eiga sér uppruna í lögum nr. 75 frá árinu 1998 sem nefnast áfengislög.



Þjóðverjar drekka gjarnan öl utandyra og í tjöldum á svonefndum Októberhátíðum.

Til að öðlast leyfi til áfengisveitinga þarf að senda umsókn til viðkomandi sveitarfélags. Í umsókninni, til dæmis hjá Reykjavíkurborg, er ekki gert ráð fyrir því að menn selji áfengi utandyra hjá veitinga- eða ölstað. Öll áfengissala og veiting áfengis miðast við það að hún fari fram innandyra.

Auk þess er vert að taka fram að leyfisveitingin er háð því að bygginganefnd í því sveitarfélagi sem sótt er um leyfið geri úttekt á húsnæðinu þar sem áfengisveitingar munu fara fram.

Mynd: RealBeer.com.

Höfundur

laganemi við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

21.8.2003

Spyrjandi

Gunndór Sigurðsson

Tilvísun

Magnús Viðar Skúlason. „Er ölstofum leyfilegt að selja fólki af götunni, bjór úr söluvögnum sem standa fyrir utan krárnar?“ Vísindavefurinn, 21. ágúst 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3675.

Magnús Viðar Skúlason. (2003, 21. ágúst). Er ölstofum leyfilegt að selja fólki af götunni, bjór úr söluvögnum sem standa fyrir utan krárnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3675

Magnús Viðar Skúlason. „Er ölstofum leyfilegt að selja fólki af götunni, bjór úr söluvögnum sem standa fyrir utan krárnar?“ Vísindavefurinn. 21. ágú. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3675>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er ölstofum leyfilegt að selja fólki af götunni, bjór úr söluvögnum sem standa fyrir utan krárnar?
Á Íslandi eru í gildi nokkuð skýr og ströng lög um sölu, veitingu og meðferð áfengis hér á landi. Lög og reglur um veitingar á áfengi eiga sér uppruna í lögum nr. 75 frá árinu 1998 sem nefnast áfengislög.



Þjóðverjar drekka gjarnan öl utandyra og í tjöldum á svonefndum Októberhátíðum.

Til að öðlast leyfi til áfengisveitinga þarf að senda umsókn til viðkomandi sveitarfélags. Í umsókninni, til dæmis hjá Reykjavíkurborg, er ekki gert ráð fyrir því að menn selji áfengi utandyra hjá veitinga- eða ölstað. Öll áfengissala og veiting áfengis miðast við það að hún fari fram innandyra.

Auk þess er vert að taka fram að leyfisveitingin er háð því að bygginganefnd í því sveitarfélagi sem sótt er um leyfið geri úttekt á húsnæðinu þar sem áfengisveitingar munu fara fram.

Mynd: RealBeer.com....