Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 90 svör fundust

category-iconVísindavefurinn

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í ágúst 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör ágústmánaðar á Vísindavefnum árið 2012 þessi hér: Er hægt að deyja úr leiðindum, til dæmis í dönskutíma? Gáta: Hvernig komst traktorinn á eyjuna? Hefur það einhvern tíma komið fyrir að maður hafi dáið ráðalaus? Hvernig var Curiosity lent á Mars? Hver er ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Eru ljóskur heimskar?

Fólk með ljóst hár er ekkert heimskara en fólk með dökkt eða rautt hár enda eru engin tengsl milli háralitar og greindarfars. Bæði er vísað til útlits og ákveðinna einkenna í fari fólks þegar sagt er að einhver sé ljóska. Ljóskur eru oftar en ekki sætar og kynþokkafullar, einfaldar, barnalegar og ósjálfstæðar. Enn...

category-iconFöstudagssvar

Ef svartur köttur gengur fram hjá manni, þá boðar það ógæfu. Ef hann gengur aftur til baka, hverfur þá ógæfan eða tvöfaldast hún?

Vísindavefurinn gekkst fyrir viðamikilli rannsókn á þessu efni í samvinnu við Kattavinafélagið. Viðföngum rannsóknarinnar var skipt í fjóra hópa og hver hópur var látinn gangast undir eina af eftirfarandi tilraunum: Svartur köttur látinn ganga í veg fyrir viðfang. Svartur köttur látinn ganga í veg fyrir viðf...

category-iconFöstudagssvar

Er hægt að troða sér um tær?

Já, það er hægt, en til þess þarf bæði þjálfun og viljastyrk, fimi og útsjónarsemi. Augljóst er hvað það merkir að troða öðrum um tær. Best er þá að fórnarlambið teygi fótinn dálítið fram en láti hann þó liggja flatan á gólfi eða öðru undirlagi. Sömuleiðis er gott að lambið sé berfætt til þess að árangur verði ...

category-iconFöstudagssvar

Þarf maður að eiga foreldra?

Þetta er föstudagssvar, sem þýðir að ekki ber að taka hvert orð bókstaflega, en vonandi getur það samt vakið til umhugsunar. Við höldum að í framtíðinni verði ekki tæknilega nauðsynlegt að eiga foreldra. Sá sem vill komast hjá því fer í einhvers konar erfðabanka þar sem varðveittur er fjöldi eggja úr ýmsum konu...

category-iconHeimspeki

Af hverju er vatn blautt?

Þetta er eðlileg spurning frá 9 ára spyrjanda sem er trúlega að velta ýmsum hlutum fyrir sér. Svarið er að þetta felst í merkingu orðanna sem menn hafa valið að hafa um þessa hluti. Fljótandi vatn er blautt af sömu ástæðu og sykurinn er sætur, saltið er salt á bragðið og piparsveinar eru ógiftir. Þetta sést kan...

category-iconVísindavefur

Ef ég diffra vin minn og tegra hann svo, verður hann þá með fasta C eftir tegrunina?

Sumarstarfsmaður Vísindavefsins var mjög áfjáður í að komast til botns í þessu máli, svo áfjáður, að hann svaf lítið nóttina eftir að umhugsunin hófst. Fyrsta vandamálið var vissulega að velja vin við hæfi, ekki voru allir tilbúnir að vera diffraðir. Sem betur fer fyrir vísindaheiminn þekkjast einstaklingar sem ha...

category-iconFöstudagssvar

Hvort er betra að hafa einn glugga opinn í bíl eða fleiri, þegar reyklaus maður vill forðast lykt eða angan af fötum sínum?

Þetta er náttúrlega grafalvarlegt mál. Bagalegt er þó að ekki kemur skýrt fram í spurningunni í hvaða hættu reyklausi maðurinn er, til dæmis hvort verið er að reykja í bílnum hjá honum eða hvort einungis hefur einhvern tímann verið reykt í bílnum og lyktin sitji eftir. Svo vantar líka upplýsingar um stefnu og ferð...

category-iconVísindavefur

Af hverju þarf maður að læra að lesa ef maður kann að lesa?

Palli sem var einn í heiminum hefði ekki þurft að spyrja svona; hann gat bara lært að lesa þegar honum sýndist. Hins vegar er því ekki svarað í sögunni af honum, hvernig bækurnar urðu til!? En þetta sem spurt er um er sennilega af því að maður er ekki orðinn nógu gamall til þess að maður eigi að vera búinn að l...

category-iconFöstudagssvar

Er til visku- eða þekkingarbrunnur?

Vissulega er til viskubrunnur, jafnvel margir. Eins og alþjóð veit er sá þekktasti kenndur við Mími nokkurn sem mun vera gæslumaður hans. Þessi brunnur er uppspretta fróðleiks og visku og er þetta staðfest í Gylfaginningu:þar er Mímisbrunnur, er spekt og manvit er í fólgið, og heitir sá Mímir er á brunninn. Ha...

category-iconFöstudagssvar

Hvernig er hægt að veiða eitthvað með þráðlausu neti?

Þrátt fyrir rækilega leit og víðfeðmar fyrirspurnir tókst okkur því miður ekki að finna opinberar upplýsingar um veiðar með þráðlausu neti. Við gerum þó ráð fyrir að kvótakerfi gildi um slíkar veiðar eins og allar alvöru veiðar nú á dögum. Einnig höldum við að möskvastærð í þráðlausu neti sé í grófari kantinu...

category-iconFöstudagssvar

Til hvers eru undirskálar?

Upphaflega var spurt á þessa leið: Til hvers eru undirskálar? Ef maður hugsar um það er enginn tilgangur með þeim. Eða hvað? Undirskálar eru mikið þarfaþing. Án undirskála hefði H.C. Andersen til dæmis lent í vandræðum þegar hann skrifaði söguna Eldfærin:Í fyrsta herberginu muntu sjá stóra kistu. Á henni situr hu...

category-iconFöstudagssvar

Er það rétt sem heyrst hefur, að hröðun letidýra sé minni en annarra dýra þegar þau detta niður úr trjám?

Letidýr lifa í Suður-Ameríku og þeir sem nenna geta lesið um um þau í svörum við eftirfarandi spurningum: Hvar finnast letidýr?Hvaða spendýr fer hægast í heiminum? Sígild eðlisfræði segir okkur að þyngdarhröðun allra hluta sé sú sama á tilteknum stað, um það bil 9,8 m/s2 við yfirborð jarðar. Þetta þýðir að fallh...

category-iconFöstudagssvar

Éta ísbirnir mörgæsir?

Stutta svarið er nei; villtir ísbirnir éta ekki mörgæsir úti í náttúrunni. Mörgæsum datt nefnilega það snjallræði í hug að koma sér fyrir á suðurhveli, einkum allra syðst, en ísbirnir eru hins vegar fastir á norðurheimskautssvæðinu og ná ekki einu sinni til Íslands með fasta búsetu þó að þeir slæðist hingað einsta...

category-iconVísindavefur

Hver stal kökunni úr krúsinni í gær?

Kökurannsóknardeild Vísindavefsins fékk nafnlausa ábendingu um að köku hefði verið stolið úr krús í gær! Málið er grafalvarlegt og okkar fyrstu viðbrögð eru þau að setja á laggirnar rannsóknarnefnd. Nefndin er skipuð til þriggja ára og í henni sitja valinkunnir bakarameistararar. Forseti nefndarinnar er Hérastubbu...

Fleiri niðurstöður