Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Éta ísbirnir mörgæsir?

Ritstjórn Vísindavefsins

Stutta svarið er nei; villtir ísbirnir éta ekki mörgæsir úti í náttúrunni. Mörgæsum datt nefnilega það snjallræði í hug að koma sér fyrir á suðurhveli, einkum allra syðst, en ísbirnir eru hins vegar fastir á norðurheimskautssvæðinu og ná ekki einu sinni til Íslands með fasta búsetu þó að þeir slæðist hingað einstaka sinnum eins og lesa má um í svari okkar við spurningunni Gæti ísbjörn synt frá Grænlandi til Íslands?. Ísbjörn þyrfti að ferðast 5000-15.000 kílómetra til að ná sér í mörgæs í matinn; eins þyrfti mörgæs að villast jafnlangt frá sínum heimkynnum til að verða svo óheppin að lenda í kjaftinum á ísbirni.

Ísbirnir og mörgæsir hittast því aldrei við náttúrulegar aðstæður og éta þess vegna ekki hvort annað. Þeir sem trúa þessu ekki geta skoðað útbreiðslukortið sem við fundum á nýsjálensku vefsetri þar sem þessari skemmtilegu spurningu er svarað, en Nýja-Sjáland er einmitt á búsetusvæði mörgæsa.


Útbreiðsla ísbjarna og mörgæsa.

Í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Er það satt að ísbirnir éti stundum dýr sem eru þrisvar sinnum stærri en þeir sjálfir? kemur fram að ísbirnir eru matvandir og vilja helst ekki neitt annað en seli. Eins og gefur að skilja getur þetta verið vandamál í matarboðum. Ísbirnir veiða seli með því að rota þá í einu höggi þegar þeir koma upp til að anda í vökum á lagnaðarís eða við ísbrún. Ísbirnir eru einnig mjög sóðalegir við matarborðið og það fer venjulega ekki á milli mála hvar þeir hafa verið að éta því að hræin eru yfirleitt illa út leikin eftir þá.

Þegar hungrið sverfur að fjölga ísbirnir þó tegundum á matseðlinum og éta með bestu lyst bæði rostunga, smáhvali og menn sem verða á vegi þeirra. Ef lesandi þessa pistils skyldi einhvern tíma ætla í skemmtigöngu á Svalbarða ráðleggjum við honum eindregið að hafa með sér viðeigandi vopn til að nota ef svangur bangsi skyldi nálgast. Það þýðir víst ekkert að reyna að hlaupa frá honum því að hann er miklu fljótari í förum en hann lítur út fyrir að vera. Má geta þess að ísbjörninn er ilfeti eins og við og kann auðvitað miklu betur en maðurinn að hlaupa í heimskautasnjó. Ísbirnir eru þó ekki sérlega hrifnir af hávaða, sérstaklega ekki hátíðnihljóðum, og hafa bílflautur reynst vera árangursríkt tæki til að fæla þá í burtu.

Af þessu má sjá að vonlítið er að skera úr um hvort ísbirnir mundu éta mörgæsir ef bæði væru stödd í sínu náttúrulega umhverfi. Hitt vitum við ekki heldur hvort einhvern tímann hefur verið farið með mörgæsir til Grænlands og látið á það reyna hvort ísbjörninn mundi elta þær, ná þeim og éta. Svo mætti líka prófa að taka dauða mörgæs, setja í hana góða fyllingu og bera hana fyrir ísbjörn á diski með tómatsósu og frönskum. Ef lesandinn vill gera þessa tilraun minnum við hann á að taka svengd ísbjarnarins með í reikninginn sem óháða breytu.

Þetta er auðvitað föstudagssvar svo að ekki ber að taka hvert orð alvarlega. Ýmis alvarlegri svör um ísbirni og mörgæsir má hins vegar finna með því að nota leitarvélina hér til vinstri eða með því að smella á efnisorðin hér á eftir.

Mynd: Frequently asked questions. New Zealand penguins.

Útgáfudagur

16.6.2006

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Éta ísbirnir mörgæsir?“ Vísindavefurinn, 16. júní 2006, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6019.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2006, 16. júní). Éta ísbirnir mörgæsir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6019

Ritstjórn Vísindavefsins. „Éta ísbirnir mörgæsir?“ Vísindavefurinn. 16. jún. 2006. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6019>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Éta ísbirnir mörgæsir?
Stutta svarið er nei; villtir ísbirnir éta ekki mörgæsir úti í náttúrunni. Mörgæsum datt nefnilega það snjallræði í hug að koma sér fyrir á suðurhveli, einkum allra syðst, en ísbirnir eru hins vegar fastir á norðurheimskautssvæðinu og ná ekki einu sinni til Íslands með fasta búsetu þó að þeir slæðist hingað einstaka sinnum eins og lesa má um í svari okkar við spurningunni Gæti ísbjörn synt frá Grænlandi til Íslands?. Ísbjörn þyrfti að ferðast 5000-15.000 kílómetra til að ná sér í mörgæs í matinn; eins þyrfti mörgæs að villast jafnlangt frá sínum heimkynnum til að verða svo óheppin að lenda í kjaftinum á ísbirni.

Ísbirnir og mörgæsir hittast því aldrei við náttúrulegar aðstæður og éta þess vegna ekki hvort annað. Þeir sem trúa þessu ekki geta skoðað útbreiðslukortið sem við fundum á nýsjálensku vefsetri þar sem þessari skemmtilegu spurningu er svarað, en Nýja-Sjáland er einmitt á búsetusvæði mörgæsa.


Útbreiðsla ísbjarna og mörgæsa.

Í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Er það satt að ísbirnir éti stundum dýr sem eru þrisvar sinnum stærri en þeir sjálfir? kemur fram að ísbirnir eru matvandir og vilja helst ekki neitt annað en seli. Eins og gefur að skilja getur þetta verið vandamál í matarboðum. Ísbirnir veiða seli með því að rota þá í einu höggi þegar þeir koma upp til að anda í vökum á lagnaðarís eða við ísbrún. Ísbirnir eru einnig mjög sóðalegir við matarborðið og það fer venjulega ekki á milli mála hvar þeir hafa verið að éta því að hræin eru yfirleitt illa út leikin eftir þá.

Þegar hungrið sverfur að fjölga ísbirnir þó tegundum á matseðlinum og éta með bestu lyst bæði rostunga, smáhvali og menn sem verða á vegi þeirra. Ef lesandi þessa pistils skyldi einhvern tíma ætla í skemmtigöngu á Svalbarða ráðleggjum við honum eindregið að hafa með sér viðeigandi vopn til að nota ef svangur bangsi skyldi nálgast. Það þýðir víst ekkert að reyna að hlaupa frá honum því að hann er miklu fljótari í förum en hann lítur út fyrir að vera. Má geta þess að ísbjörninn er ilfeti eins og við og kann auðvitað miklu betur en maðurinn að hlaupa í heimskautasnjó. Ísbirnir eru þó ekki sérlega hrifnir af hávaða, sérstaklega ekki hátíðnihljóðum, og hafa bílflautur reynst vera árangursríkt tæki til að fæla þá í burtu.

Af þessu má sjá að vonlítið er að skera úr um hvort ísbirnir mundu éta mörgæsir ef bæði væru stödd í sínu náttúrulega umhverfi. Hitt vitum við ekki heldur hvort einhvern tímann hefur verið farið með mörgæsir til Grænlands og látið á það reyna hvort ísbjörninn mundi elta þær, ná þeim og éta. Svo mætti líka prófa að taka dauða mörgæs, setja í hana góða fyllingu og bera hana fyrir ísbjörn á diski með tómatsósu og frönskum. Ef lesandinn vill gera þessa tilraun minnum við hann á að taka svengd ísbjarnarins með í reikninginn sem óháða breytu.

Þetta er auðvitað föstudagssvar svo að ekki ber að taka hvert orð alvarlega. Ýmis alvarlegri svör um ísbirni og mörgæsir má hins vegar finna með því að nota leitarvélina hér til vinstri eða með því að smella á efnisorðin hér á eftir.

Mynd: Frequently asked questions. New Zealand penguins....