Nærtækasta skýringin á því er ef til vill tengsl ljóskunnar við hið barnslega. Á Íslandi og í öðrum vest-norrænum samfélögum þar sem hinn hvíti kynstofn er í meirihluta, er stór hluti allra barna ljóshærður en í flestum tilfellum dökknar hárið þegar við eldumst. Afskaplega fáir fullorðnir eru með náttúrulega ljóst hár. Meðvitað eða ómeðvitað eru því konur (og karlar) sem lita hár sitt ljóst að reyna á einhvern hátt að viðhalda æskuþokka og barnslegu útliti. Þar sem nútímasamfélag einkennist af gegndarlausri æskudýrkun, og konur gengisfalla stórlega bæði á atvinnu- og hjúskaparmarkaði þegar þær komast um eða yfir miðjan aldur, ætti ekki að koma á óvart að fjölmargar þeirra kjósi að lýsa á sér hárið, þótt oft fylgi ljóskustimpillinn þá í kaupbæti.Þannig að þrátt fyrir að ljóskur séu ekki heimskari en fólk með annan hárlit, þá virðist það samt sem áður geta haft áhrif á álit fólks. Flestir gera sér þó eflaust grein fyrir því að ljóskur séu alls ekkert óhæfara fólk en annað. Staðalímyndin lifir þó enn góðu lífi, þá sérstaklega í heimi kvikmynda og tónlistar. Frekara lesefni og heimild á Vísindavefnum:
- Af hverju eru ljóskur taldar heimskar? eftir Þorgerði Þorvaldsdóttur
- Er rauðhært fólk með gleraugu gáfaðra en annað fólk? [föstudagssvar] eftir ritstjórn
- Af hverju hefur fólk mismunandi háralit? eftir ÞV
- Hvaða munur er á ljósu og dökku hári? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Af hverju eru sumir heimskir en aðrir snjallir? eftir ÍDÞ
- Hvað er greind? eftir Sigurð J. Grétarsson
- Hvers vegna verður mannfólkið sífellt gáfaðra? eftir Heiðu Maríu Sigurðardóttur
- Wikipedia.com - úr myndinni The Prince and the Showgirl. Sótt 11.4.2011.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.