Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru ljóskur heimskar?

ÍDÞ

Fólk með ljóst hár er ekkert heimskara en fólk með dökkt eða rautt hár enda eru engin tengsl milli háralitar og greindarfars. Bæði er vísað til útlits og ákveðinna einkenna í fari fólks þegar sagt er að einhver sé ljóska. Ljóskur eru oftar en ekki sætar og kynþokkafullar, einfaldar, barnalegar og ósjálfstæðar. Enn fremur eru margir kallaðir ljóskur geri þeir eitthvað sem þykir heimskulegt, hvort sem um karl eða konu er að ræða.

Marilyn Monroe er ein frægasta ljóska sögunnar.

Þorgerður Þorvaldsdóttur segir í svari sínu við spurningunni: Af hverju eru ljóskur taldar heimskar? eftirfarandi um hvaðan mýtan um heimsku ljóskuna gæti verið uppruninn:
Nærtækasta skýringin á því er ef til vill tengsl ljóskunnar við hið barnslega. Á Íslandi og í öðrum vest-norrænum samfélögum þar sem hinn hvíti kynstofn er í meirihluta, er stór hluti allra barna ljóshærður en í flestum tilfellum dökknar hárið þegar við eldumst. Afskaplega fáir fullorðnir eru með náttúrulega ljóst hár. Meðvitað eða ómeðvitað eru því konur (og karlar) sem lita hár sitt ljóst að reyna á einhvern hátt að viðhalda æskuþokka og barnslegu útliti. Þar sem nútímasamfélag einkennist af gegndarlausri æskudýrkun, og konur gengisfalla stórlega bæði á atvinnu- og hjúskaparmarkaði þegar þær komast um eða yfir miðjan aldur, ætti ekki að koma á óvart að fjölmargar þeirra kjósi að lýsa á sér hárið, þótt oft fylgi ljóskustimpillinn þá í kaupbæti.

Þannig að þrátt fyrir að ljóskur séu ekki heimskari en fólk með annan hárlit, þá virðist það samt sem áður geta haft áhrif á álit fólks. Flestir gera sér þó eflaust grein fyrir því að ljóskur séu alls ekkert óhæfara fólk en annað. Staðalímyndin lifir þó enn góðu lífi, þá sérstaklega í heimi kvikmynda og tónlistar.

Frekara lesefni og heimild á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

11.4.2011

Spyrjandi

Kristján Örn Róbertsson, f. 1997

Tilvísun

ÍDÞ. „Eru ljóskur heimskar?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59349.

ÍDÞ. (2011, 11. apríl). Eru ljóskur heimskar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59349

ÍDÞ. „Eru ljóskur heimskar?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59349>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru ljóskur heimskar?
Fólk með ljóst hár er ekkert heimskara en fólk með dökkt eða rautt hár enda eru engin tengsl milli háralitar og greindarfars. Bæði er vísað til útlits og ákveðinna einkenna í fari fólks þegar sagt er að einhver sé ljóska. Ljóskur eru oftar en ekki sætar og kynþokkafullar, einfaldar, barnalegar og ósjálfstæðar. Enn fremur eru margir kallaðir ljóskur geri þeir eitthvað sem þykir heimskulegt, hvort sem um karl eða konu er að ræða.

Marilyn Monroe er ein frægasta ljóska sögunnar.

Þorgerður Þorvaldsdóttur segir í svari sínu við spurningunni: Af hverju eru ljóskur taldar heimskar? eftirfarandi um hvaðan mýtan um heimsku ljóskuna gæti verið uppruninn:
Nærtækasta skýringin á því er ef til vill tengsl ljóskunnar við hið barnslega. Á Íslandi og í öðrum vest-norrænum samfélögum þar sem hinn hvíti kynstofn er í meirihluta, er stór hluti allra barna ljóshærður en í flestum tilfellum dökknar hárið þegar við eldumst. Afskaplega fáir fullorðnir eru með náttúrulega ljóst hár. Meðvitað eða ómeðvitað eru því konur (og karlar) sem lita hár sitt ljóst að reyna á einhvern hátt að viðhalda æskuþokka og barnslegu útliti. Þar sem nútímasamfélag einkennist af gegndarlausri æskudýrkun, og konur gengisfalla stórlega bæði á atvinnu- og hjúskaparmarkaði þegar þær komast um eða yfir miðjan aldur, ætti ekki að koma á óvart að fjölmargar þeirra kjósi að lýsa á sér hárið, þótt oft fylgi ljóskustimpillinn þá í kaupbæti.

Þannig að þrátt fyrir að ljóskur séu ekki heimskari en fólk með annan hárlit, þá virðist það samt sem áður geta haft áhrif á álit fólks. Flestir gera sér þó eflaust grein fyrir því að ljóskur séu alls ekkert óhæfara fólk en annað. Staðalímyndin lifir þó enn góðu lífi, þá sérstaklega í heimi kvikmynda og tónlistar.

Frekara lesefni og heimild á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur. ...