Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju þarf maður að læra að lesa ef maður kann að lesa?

Ritstjórn Vísindavefsins

Palli sem var einn í heiminum hefði ekki þurft að spyrja svona; hann gat bara lært að lesa þegar honum sýndist. Hins vegar er því ekki svarað í sögunni af honum, hvernig bækurnar urðu til!?

En þetta sem spurt er um er sennilega af því að maður er ekki orðinn nógu gamall til þess að maður eigi að vera búinn að læra að lesa, samkvæmt grunnskólalögunum. Með því að það felst í spurningunni að spyrjandi kunni líklega að lesa, þá getur hann lesið þessi lög á vefsetri menntamálaráðuneytisins.

En ef hann væri ekki búinn að læra að lesa þá gæti hann ekki lesið um þetta, hvorki þar né annars staðar. Sá sem kann ekki að lesa getur ekki lesið sér til um það hvort eða hvenær hann á eða þarf að læra að lesa.

Til dæmis getur verið að spyrjandi eða sá sem hann ber fyrir brjósti búi við þær aðstæður að vera í bekk þar sem allir eiga eftir að læra að lesa nema hann. Þá reynir á hann að átta sig á því að hann er ekki einn í heiminum. Til dæmis gæti hann notað kunnáttu sína til að lesa söguna um Palla meðan hinir í bekknum eru að stauta sig fram úr fyrstu lestrarbókunum sem hétu einu sinni Gagn og gaman.

En þetta er ekki eina dæmið um það hvernig tilvera annars fólks flækir lífið fyrir okkur. Tökum til dæmis umferðarljósin; þau væru alveg óþörf ef við værum ein í heiminum eins og Palli. En mörg okkar vita hvað gerist þegar slokknar á þeim vegna rafmagnsbilunar: Þá myndast svokölluð umferðarsulta (e. traffic jam) sem er því miður nær óæt venjulegu fólki enda eru í henni efni sem valda miklum og neikvæðum geðbrigðum. Eitthvað svipað mundi líka gerast ef við færum að láta kylfu ráða kasti um það hvoru megin við ökum á götunni.

En nú vill heimspekingurinn í okkur komast í málið. Hann heldur því fram að það sé einfaldlega ekki hægt að læra að lesa ef maður kann það fyrir. Nema að maður hafi kannski gleymt því í millitíðinni? Ef maður hefur gert eitthvað í fyrsta sinn þá getur maður ekki gert það aftur í fyrsta sinn, eða hvað?

Ef spurningin er til komin af því að einhver hefur ætlað að kenna einhverjum eitthvað sem hann kunni nú þegar, ja, þá er svarið að það er náttúrlega ekki hægt. Það er ekki nóg með að maður þurfi ekki að læra eitthvað sem maður kann nú þegar; maður getur það einfaldlega ekki og það er ekki hægt að kenna manni það!

Um þörfina á lestrarkunnáttu má lesa í laggóðu svari HMH við spurningunni Af hverju þarf maður að læra að lesa?

Þetta er föstudagssvar og ber því ekki að taka það bókstaflega.


Mynd: Úr bókinni Palli var einn í heiminum eftir Jens Sigsgaard.

Útgáfudagur

9.2.2002

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Af hverju þarf maður að læra að lesa ef maður kann að lesa?“ Vísindavefurinn, 9. febrúar 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2106.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2002, 9. febrúar). Af hverju þarf maður að læra að lesa ef maður kann að lesa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2106

Ritstjórn Vísindavefsins. „Af hverju þarf maður að læra að lesa ef maður kann að lesa?“ Vísindavefurinn. 9. feb. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2106>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju þarf maður að læra að lesa ef maður kann að lesa?
Palli sem var einn í heiminum hefði ekki þurft að spyrja svona; hann gat bara lært að lesa þegar honum sýndist. Hins vegar er því ekki svarað í sögunni af honum, hvernig bækurnar urðu til!?

En þetta sem spurt er um er sennilega af því að maður er ekki orðinn nógu gamall til þess að maður eigi að vera búinn að læra að lesa, samkvæmt grunnskólalögunum. Með því að það felst í spurningunni að spyrjandi kunni líklega að lesa, þá getur hann lesið þessi lög á vefsetri menntamálaráðuneytisins.

En ef hann væri ekki búinn að læra að lesa þá gæti hann ekki lesið um þetta, hvorki þar né annars staðar. Sá sem kann ekki að lesa getur ekki lesið sér til um það hvort eða hvenær hann á eða þarf að læra að lesa.

Til dæmis getur verið að spyrjandi eða sá sem hann ber fyrir brjósti búi við þær aðstæður að vera í bekk þar sem allir eiga eftir að læra að lesa nema hann. Þá reynir á hann að átta sig á því að hann er ekki einn í heiminum. Til dæmis gæti hann notað kunnáttu sína til að lesa söguna um Palla meðan hinir í bekknum eru að stauta sig fram úr fyrstu lestrarbókunum sem hétu einu sinni Gagn og gaman.

En þetta er ekki eina dæmið um það hvernig tilvera annars fólks flækir lífið fyrir okkur. Tökum til dæmis umferðarljósin; þau væru alveg óþörf ef við værum ein í heiminum eins og Palli. En mörg okkar vita hvað gerist þegar slokknar á þeim vegna rafmagnsbilunar: Þá myndast svokölluð umferðarsulta (e. traffic jam) sem er því miður nær óæt venjulegu fólki enda eru í henni efni sem valda miklum og neikvæðum geðbrigðum. Eitthvað svipað mundi líka gerast ef við færum að láta kylfu ráða kasti um það hvoru megin við ökum á götunni.

En nú vill heimspekingurinn í okkur komast í málið. Hann heldur því fram að það sé einfaldlega ekki hægt að læra að lesa ef maður kann það fyrir. Nema að maður hafi kannski gleymt því í millitíðinni? Ef maður hefur gert eitthvað í fyrsta sinn þá getur maður ekki gert það aftur í fyrsta sinn, eða hvað?

Ef spurningin er til komin af því að einhver hefur ætlað að kenna einhverjum eitthvað sem hann kunni nú þegar, ja, þá er svarið að það er náttúrlega ekki hægt. Það er ekki nóg með að maður þurfi ekki að læra eitthvað sem maður kann nú þegar; maður getur það einfaldlega ekki og það er ekki hægt að kenna manni það!

Um þörfina á lestrarkunnáttu má lesa í laggóðu svari HMH við spurningunni Af hverju þarf maður að læra að lesa?

Þetta er föstudagssvar og ber því ekki að taka það bókstaflega.


Mynd: Úr bókinni Palli var einn í heiminum eftir Jens Sigsgaard....