Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 59 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um Brandenborgarkonserta Bachs?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Getið þið sagt mér frá Brandenborgarkonsertum Bachs; hvar þeir voru samdir, í hvernig stíl eru þeir samdir o.s.frv.? Á árunum 1717-1723 var Johann Sebastian Bach (1685–1750) í Köthen við hirð Leópolds prins af Anhalt-Köthen. Meðal helstu verka Bachs frá árunum í Köthen er safn ...
Hvenær komu rjúpur til Íslands og hvað getið þið sagt mér um rjúpuna?
Rjúpan (Lagopus muta) er tegund af ætt hænsnafugla (Galliformes) og undirætt orrafugla (Tetraoninae). Rjúpnastofninn hér á landi kom upprunalega frá Grænlandi við lok ísaldar fyrir um 10.000 árum. Tengslin við Grænland hafa ekki alveg slitnað því það kemur stöku sinnum fyrir að grænlenskar rjúpur finnist hér á lan...
Hvernig fjölga ísbirnir sér?
Hvítabirnir (Ursus maritimus) eru að mestu leyti einfarar. Þeir fara yfir stórt svæði til að afla sér fæðu og fylgja árstíðabundnum hreyfingum hafíssins. Þegar langt er liðið á veturinn eða snemma vors breytist dreifing þeirra á lagnaðarísnum nokkuð og þeir þétta sig meira saman samfara minnkandi ísþekju. Við þess...
Ef gæludýrahald er bannað í fjöleignarhúsi, eru þá stuttar heimsóknir dýra einnig bannaðar?
Hér á eftir verður fyrst og fremst fjallað um hunda og ketti enda fátítt að deilur spretti vegna annarra gæludýra. Í 13. tölulið A-liðar 41. gr. laga um fjöleignarhús nr. 26/1994 kvað áður á um að eigendur hússins ákvæðu sjálfir hvort halda mætti ketti eða hunda í húsinu, en til að heimilt væri að halda hunda o...
Tveir menn standa fyrir framan tvennar dyr. Annar mannanna lýgur alltaf en hinn segir alltaf satt. Aðrar dyrnar vísa þér á fjársjóð en hinar á hungrað ljón. Þú mátt spyrja einnar spurningar til að finna fjársjóðinn. Hver er spurningin?
Til eru fjölmörg afbrigði af þessari gátu. Mjög vinsælt er að leggja hana fyrir nema í rökfræði og heimspeki, eða bara gesti og gangandi, því svarið við henni er ekki augljóst og þarfnast nokkurrar útsjónarsemi. Þeir sem vilja reyna við gátuna ættu endilega að gera það, hinir sem vilja lesa áfram geta skrunað n...
Er virkilega hægt að poppa maísbaun með því að láta farsíma hringja umhverfis baunina, eins og sýnt er á myndböndum á Netinu?
Stutta svarið við spurningunni er nei. Myndböndin eru falsanir sem ýmist eru gerðar með klippingu og límingu eða að kröftugum örbylgjusendi er komið fyrir undir borðplötunni fyrir neðan baunina. Við vekjum athygli þeirra sem horfa á þessi myndbönd á gólfsíða borðdúknum sem einkennir flest þeirra. Í öllum þes...
Virka einhver hljóðfæri ekki í þyngdarleysi?
Hljóð þarf efni til að geta borist á milli staða, það berst ekki í tómarúmi. Vel heyrist í hljóðfærum sem leikið er á í geimstöðvum, en fyrir utan stöðvarnar heyrist ekkert, enda eru þar nánast engar agnir. Um borð í geimstöðvum ríkir örþyngd (e. microgravity) sem veldur nánast algjöru þyngdarleysi. Þar er engu...
Af hverju lifa íkornar ekki á Íslandi?
Í stuttu máli eru ástæður þess að íkornar lifa ekki hér á landi þær að þeir komast ekki til landsins af sjálfsdáðum, hafa ekki borist hingað óviljandi með fólki og ekki er leyfilegt að flytja þá inn. Landdýralíf á Íslandi er mjög fábrotið vegna einangrunar landsins. Aðeins sex tegundir teljast til villtrar spe...
Hvenær var byrjað að setja skóinn út í glugga og hvaðan kemur sá siður?
Sá siður að setja skóinn út í glugga er margra alda gamall og tengist sögunni um heilagan Nikulás. Á 3. og 4. öld eftir Krist var uppi maður að nafni Nikulás. Hann er talinn fæddur árið 280 í borginni Patara í Lýkíu, þar sem nú er Miðjarðarhafsströnd Tyrklands. Barn að aldri missti hann foreldra sína og ólst þv...
Er satt að það fylgi því hamingja að hengja skeifu fyrir ofan hurð? Getið þið útskýrt þessa goðsögn?
Elstu heimildir um að notaðar séu járnskeifur á hesta eru frá 5. öld. Á Norðurlöndum fóru menn þó ekki að járna hesta fyrr en snemma á 9. öld. Skeifur hafa lengi verið taldar lukkutákn og það þykir happafengur að finna skeifu á förnum vegi. Margir hafa fyrir sið að taka slíka skeifu með sér heim og hengja hana up...
Hvað er gegnumtrekkur?
Vindur er loft á hreyfingu. Misjafn loftþrýstingur er langalgengasta ástæða þess að vindur kviknar, þrýstingurinn er ekki sá sami á einum stað og öðrum. Ástæður þrýstimunarins geta verið býsna margslungnar, en vindurinn verður til þegar loft fer að streyma frá hærri þrýstingi í átt að þeim lægri. Það tekur tíma og...
Hvernig er stjórnarskránni breytt og er hægt að finna betri leið til þess?
Alþingi getur breytt stjórnarskrá Íslands, en það verður að gerast í tveimur lotum. Fyrst er frumvarp um stjórnarskrárbreytingu lagt fyrir Alþingi og fjallað um það á sama hátt og önnur lagafrumvörp. Breytingin tekur hins vegar ekki gildi þó að Alþingi samþykki það. Til þess að stjórnarskrárbreyting taki gildi þar...
Hvar var Jómsborg?
Í Jómsvíkinga sögu segir meðal annars frá Jómsvíkingum, alræmdu hernaðarbandalagi danskra víkinga sem hafa aðsetur í svo nefndri Jómsborg. Í sögunni segir að danskur höfðingi að nafni Pálna-Tóki hafi flúið undan Danakonungi og á náðir konungsins í Vindlandi sem gefur honum land í sínu ríki gegn því að hann verji V...
Hverjar eru tíu algengustu fuglategundirnar á Íslandi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað eru topp 10 algengustu fuglategundirnar á Íslandi? Samkvæmt upplýsingum um stærðir íslenskra fuglastofna sem finna má á vef Náttúrufræðistofnunar eru tíu algengustu fuglar landsins eftirfarandi: Tegund Fjöldi (pör)[1] ...
Hverjir voru helstu landnámsmenn Íslands og hvaðan komu þeir?
Fornleifar sýna að Ísland var fyrst byggt fólki á síðari hluta 9. aldar og á 10. öld. Víðs vegar um nánast alla þá hluta landsins sem töldust byggilegir á síðari öldum skildi fólk eftir sig byggingar og annað jarðrask á þessu tímabili. Nokkur ólík ráð eru til að tímasetja fornleifarnar, en nýtilegast til þess er s...