Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig fjölga ísbirnir sér?

Jón Már Halldórsson

Hvítabirnir (Ursus maritimus) eru að mestu leyti einfarar. Þeir fara yfir stórt svæði til að afla sér fæðu og fylgja árstíðabundnum hreyfingum hafíssins. Þegar langt er liðið á veturinn eða snemma vors breytist dreifing þeirra á lagnaðarísnum nokkuð og þeir þétta sig meira saman samfara minnkandi ísþekju. Við þessar aðstæður aukast líkurnar á að kynin komist í návígi hvort við annað. Hormón eiga einnig þátt í að kynin hittist en þefskyn hvítabjarna er einstakt og leikur lykilhlutverk í að finna bæði maka og bráð. Rannsóknir hafa sýnt að karldýr hafa þefað upp slóð beiðandi kvendýra í allt að 100 km fjarlægð.

Hvítabirnir maka sig venjulega á tímabilinu frá mars til júní en aðallega þó í apríl og maí.

Birnurnar gjóta á þriggja ára fresti. Ef við gefum okkur að kynjahlutfall sé jafnt hjá húnum sem komast á legg og ná fullorðinsaldri þá eru að meðaltali þrír birnir fyrir hverja birnu á hverju æxlunartímabili. Samkeppni karldýra um kvendýrin er því mikil og töluverðar líkur á að það komi til átaka á milli bjarna um réttinn til að makast við birnu. Þessi slagsmál geta verið tilkomumikil sjón þegar 500 kg birnirnir takast á. Sjaldnast eru átökin banvæn en oftast hljótast af minniháttar meiðsl, svo sem skrámur og skurðir á haus og frambol og jafnvel brotnar vígtennur.

Eftir að átökum lýkur með því að veikara karldýrið flýr af hólmi geta dýrin makað sig. Parið heldur til saman á lagnaðarísnum í um viku og makast dýrin margsinnis á því tímabili. Svo kemur að því að bjössi hverfur á braut og finnur sér jafnvel aðra birnu til að makast við. Stórvaxnir og kröftugir birnir geta því frjóvgað nokkrar birnur á eina og sama æxlunartímabilinu.

Karldýrin berjast um mökunarrétt og þar eiga stærstu og sterkustu birnirnir mestu möguleikana.

Meðganga hjá hvítabjörnum er seinkuð, það er að segja fóstrið fer ekki að þroskast fyrr seint að hausti þótt æxlun eigi sér stað að vori. Birnan notar sumarið og haustið til þess að fita sig. Þannig hefur hún nægan forða til að lifað af þá mánuði sem hún liggur matarlaus í híði til að ljúka meðgöngunni og hafa húnana á spena fram til vors. Algengst er að húnarnir séu tveir, stundum einn en sjaldan þrír.

Birnurnar verða kynþroska við 4-5 ára aldur en birnirnir venjulega við 6 ára aldur. Þó geta þeir ekki vænst þess að „feðra“ húna fyrr en þeir hafa styrkst nokkuð og þroskast þannig að þeir geti haft betur í átökum um mökunarréttinn en rannsóknir hafa sýnt að meðalaldur bjarna er í kringum 10 ár þegar þeim tekst að komast í náin kynni við birnu.

Lang algengast er að hvítabirnir eignist tvo húna í einu.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

26.2.2019

Síðast uppfært

27.4.2021

Spyrjandi

Sara Lind Pálmadóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig fjölga ísbirnir sér?“ Vísindavefurinn, 26. febrúar 2019, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77011.

Jón Már Halldórsson. (2019, 26. febrúar). Hvernig fjölga ísbirnir sér? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77011

Jón Már Halldórsson. „Hvernig fjölga ísbirnir sér?“ Vísindavefurinn. 26. feb. 2019. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77011>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig fjölga ísbirnir sér?
Hvítabirnir (Ursus maritimus) eru að mestu leyti einfarar. Þeir fara yfir stórt svæði til að afla sér fæðu og fylgja árstíðabundnum hreyfingum hafíssins. Þegar langt er liðið á veturinn eða snemma vors breytist dreifing þeirra á lagnaðarísnum nokkuð og þeir þétta sig meira saman samfara minnkandi ísþekju. Við þessar aðstæður aukast líkurnar á að kynin komist í návígi hvort við annað. Hormón eiga einnig þátt í að kynin hittist en þefskyn hvítabjarna er einstakt og leikur lykilhlutverk í að finna bæði maka og bráð. Rannsóknir hafa sýnt að karldýr hafa þefað upp slóð beiðandi kvendýra í allt að 100 km fjarlægð.

Hvítabirnir maka sig venjulega á tímabilinu frá mars til júní en aðallega þó í apríl og maí.

Birnurnar gjóta á þriggja ára fresti. Ef við gefum okkur að kynjahlutfall sé jafnt hjá húnum sem komast á legg og ná fullorðinsaldri þá eru að meðaltali þrír birnir fyrir hverja birnu á hverju æxlunartímabili. Samkeppni karldýra um kvendýrin er því mikil og töluverðar líkur á að það komi til átaka á milli bjarna um réttinn til að makast við birnu. Þessi slagsmál geta verið tilkomumikil sjón þegar 500 kg birnirnir takast á. Sjaldnast eru átökin banvæn en oftast hljótast af minniháttar meiðsl, svo sem skrámur og skurðir á haus og frambol og jafnvel brotnar vígtennur.

Eftir að átökum lýkur með því að veikara karldýrið flýr af hólmi geta dýrin makað sig. Parið heldur til saman á lagnaðarísnum í um viku og makast dýrin margsinnis á því tímabili. Svo kemur að því að bjössi hverfur á braut og finnur sér jafnvel aðra birnu til að makast við. Stórvaxnir og kröftugir birnir geta því frjóvgað nokkrar birnur á eina og sama æxlunartímabilinu.

Karldýrin berjast um mökunarrétt og þar eiga stærstu og sterkustu birnirnir mestu möguleikana.

Meðganga hjá hvítabjörnum er seinkuð, það er að segja fóstrið fer ekki að þroskast fyrr seint að hausti þótt æxlun eigi sér stað að vori. Birnan notar sumarið og haustið til þess að fita sig. Þannig hefur hún nægan forða til að lifað af þá mánuði sem hún liggur matarlaus í híði til að ljúka meðgöngunni og hafa húnana á spena fram til vors. Algengst er að húnarnir séu tveir, stundum einn en sjaldan þrír.

Birnurnar verða kynþroska við 4-5 ára aldur en birnirnir venjulega við 6 ára aldur. Þó geta þeir ekki vænst þess að „feðra“ húna fyrr en þeir hafa styrkst nokkuð og þroskast þannig að þeir geti haft betur í átökum um mökunarréttinn en rannsóknir hafa sýnt að meðalaldur bjarna er í kringum 10 ár þegar þeim tekst að komast í náin kynni við birnu.

Lang algengast er að hvítabirnir eignist tvo húna í einu.

Heimildir og myndir:

...