Hvað eru topp 10 algengustu fuglategundirnar á Íslandi?Samkvæmt upplýsingum um stærðir íslenskra fuglastofna sem finna má á vef Náttúrufræðistofnunar eru tíu algengustu fuglar landsins eftirfarandi:
Tegund | Fjöldi (pör)[1] |
---|---|
lundi (Fratercula arctica) | 2.000.000 |
þúfutittlingur (Anthus pratensis) | 1.500.000 |
fýll (Fulmarus glacialis) | 1.200.000 |
langvía (Uria aalge) | 690.000 |
rita (Rissa tridactyla) | 580.000 |
heiðlóa (Pluvialis apricaria) | 400.000 |
stuttnefja (Uria lomvi) | 326.800 |
álka (Alca torda) | 313.000 |
hrossagaukur (Gallinago gallinago) | 300.000 |
lóuþræll (Calidris alpina) | 275.000 |
- ^ Upplýsingar um stofnstærðir eru af síðu fyrir hverja tegund á vef Náttúrufræðistofnunar.
- Guðmundur A. Guðmundsson og Kristinn Haukur Skarphéðinsson. 2012. Vöktun íslenskra fuglastofna. Forgangsröðun tegunda og tillögur að vöktun. Náttúrufræðistofnun Íslands.
- Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Borgný Katrínardóttir, Guðmundur A. Guðmundsson og Svenja N.V. Auhage. 2016. Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 55. 295 s.
- Náttúrufræðistofnun. Fuglastofnar.
- Bjarnarey 2013 416. Flickr. Höfundur myndar Jósep Jósepsson. Birt undir leyfinu CC BY-NC 2.0. (Sótt 1.8.2024).
- Anthus pratensis, Cap Fréhel, France. Flickr. Höfundur myndar Donald Davesne. Birt undir leyfinu CC BY 2.0. (Sótt 1.8.2024).