Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um lundann?

Jón Már Halldórsson

Segja má að lundinn (Fratercula arctica) sé einkennisfugl Vestmannaeyja. Hann er af svartfuglaætt (Alcidea) eins og svo margar aðrar bjargfuglategundir við Ísland og stofnstærð hans er mikil. Lundinn er ekki sérlega stór, um 30 cm á lengd, með vænghaf upp á 47-63 cm og vegur 300-450 g. Margt er sérstakt við líffræði lundans. Það sem menn reka gjarnan fyrst augun í er ákaflega skrautlegur goggur, rauðröndóttur með bláum lit innst. Svo skrautlegur er goggurinn aðeins frá hreiðurtíma fram á haust en þá falla hyrnisplöturnar af sem mynda rákirnar, bláar, gular og rauðar. Enginn útlitsmunur er á kynjunum.

Flestir þekkja lunda í útliti en hann er svartur á kolli, hálsi og baki, hvítur að neðan og grár í vöngum. Til eru litaafbrigði sem kennd eru við kóngafólk. Alhvítur lundi (albínói) er kallaður kóngur, lundi með brúnan lit í stað þess svarta kallast drottning, og flekkóttur eða hvítdröfnóttur lundi kallast prins. Lundinn hefur kraftalega, gulrauða fætur, með sundfit og sterkum klóm.

Lundi (Fratercula arctica) er af svartfuglaætt.

Á hreiðurtíma myndast húðfellingar við munnvikin sem gera lundanum mögulegt að safna fjölda síla og smáfiska í gogginn, allt að 20 talsins, til að hann þurfi færri ferðir fyrir æti handa unga sínum. Auðvelt er að þekkja lundann á flugi á tíðum vængjaslætti. Talið er að slættirnir séu allt að 3-400 á mínútu en þrátt fyrir fremur klunnalegt flug nær lundinn miklum hraða á beinu flugi (80 km/klst).

Lundinn eyðir stórum hluta ársins á hafi úti og sést nærri lundabyggðum um mánaðamótin apríl/maí. Lundinn er ekki dæmigerður bjargfugl líkt og frændur hans af svartfuglaættinni. Byggðir hans eru oftast fyrir ofan bjargið þar sem hann grefur sér holur inn í jarðveginn. Pörunartímabilið byrjar með ærslagangi snemma á vorin og varp hefst í júnímánuði, en talsverður munur er þó á tímasetningu varps eftir því hversu norðarlega lundabyggðin er staðsett. Langoftast verpir lundinn aðeins einu eggi í hreiðrið. Útungunin tekur í kringum 42 daga og hjálpast foreldrarnir að. Lundinn liggur ekki á egginu líkt og hefðbundið er meðal fugla, heldur skorðar hann það undir vængjunum.

Á milli þess sem foreldrarnir bera fæðu í ungann sinn og sinna honum, sitja þeir í mestu makindum fyrir framan hreiðurholuna. Þar má oft sjá þá þegar lundabyggða er vitjað. Eftir aðra 40 daga yfirgefa foreldrarnir ungann og halda á haf út. Sennilega yfirgefur unginn hreiðurholuna þegar hungrið sverfur að, fer út á haf að næturlagi og byrjar strax á því að kafa eftir æti. Rannsóknir sýna að unginn verður fleygur að meðaltali níu dögum eftir að hafa yfirgefið holuna og er þá orðinn 49 daga gamall.

Ungi lundans nefnist pysja (í sumum landshlutum kofa og einnig pésa og lundungi). Pysjan situr sem fastast í hreiðrinu á meðan foreldrarnir bera í hana æti og fitnar hratt og stækkar þegar líður á sumarið. Um miðjan ágúst yfirgefur hún svo hreiðrið og flýgur á haf út. Í Heimaey gerist það alloft síðsumars að pysjunum verður á í messunni og þær láta blekkjast af bæjarljósunum. Þær geta þá endað í ógöngum í einhverjum bakgarðinum eða annars staðar í bænum. Það er til siðs meðal barna á Heimaey að safna pysjum saman og sleppa til hafs. Við Reykjavík er ein kunn lundabyggð, hún er í Lundey á Kollafirði. Stundum villast Lundeyjarpysjur alla leið inn í borgina. Nokkuð algengt er að rekast á pysjur við Sæbrautina og undirritaður sá eitt sinn pysju í miklum ógöngum við Kringlumýrarbrautina.

Lundaholurnar eru ákaflega merkileg hreiðurstæði og er þar að finna ýmsa afkima sem segja má að fuglinn noti sem kamar. Yfirleitt þegar lundinn gerir sér holu grefur hann upp í móti til þess að koma í veg fyrir að holan fyllist af vatni í vætutíð. Við gerð og lagfæringu hreiðurholunnar er það yfirleitt karlfuglinn sem stritar við að grafa og notar þá gogginn og fæturna jöfnum höndum við að moka út jarðvegi.

Útreiðsla lundans. Varpstöðvar eru sýndar með rauðgulum lit og vetrardvalastöðvar með gulum lit.

Heimkynni lundans eru við norðanvert Atlantshaf. Hann verpir meðal annars á Nýfundnalandi og meðfram strandlengju Maine-fylkis í Bandaríkjunum, á Írlandi, eyjum norður af Skotlandi, Íslandi, Færeyjum og Noregi. Fuglafræðingar telja að heildarstofnstærðin sé eitthvað í kringum 14 milljónir fugla. Stærstu lundabyggðir heims eru í Vestmannaeyjum.

Vegna sérstaks sköpulags og hátternis gengur lundinn undir mörgum gælunöfnum. Hann er til dæmis kallaður „prófasturinn“ vegna göngulagsins og ákveðins virðuleika sem hann hefur yfir að bera þegar hann gengur beinn og sperrtur, auk þess sem liturinn á fjaðrahaminum minnir mjög á hempu. Víða erlendis gengur hann undir nöfnum sem þýða sjópáfagaukur, og hann er einnig nefndur „trúður hafsins“ vegna göngulagsins sem þykir fyndið.

Hér við land er maðurinn án efa helsti óvinur lundans. Árlega eru tugir þúsunda fugla veiddir hér við land, aðallega í Vestmannaeyjum. Ýmsir fuglar geta auk þess reynst lundanum hættulegir, svo sem svartbakurinn (Larus marinus) sem rænir hann oft fæðu og jafnvel drepur. Skúmurinn (Stercorarius skua) drepur einnig lunda sér til matar. Kjóinn (Stercorarius parasiticus) er alræmdur ræningi og miðar af fagmennsku út lunda sem eru á leið heim í holuna sína með gogginn fullann af sílum. Sennilega taka brúnrottur (Rattus norvegicus) og minkar (Mustela vison) sinn skerf, en þessi dýr eru að öllum líkindum nokkuð algeng meðfram ströndinni hér við land og er hægur leikur fyrir þau að vinna lundanum mein.

Svonefndur lundamítill, sem áður var nefnd lundalús, lifir á lundanum og hefur gert mörgum veiðimanninum gramt í geði, alla þá tíð sem menn hafa sótt sér lunda til matar.

Myndir:

Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Jóhönnu Fríðu Dalkvist fyrir ábendingu um vænghaf lundans.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

15.5.2003

Síðast uppfært

19.4.2020

Spyrjandi

Birna Atladóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um lundann?“ Vísindavefurinn, 15. maí 2003, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3420.

Jón Már Halldórsson. (2003, 15. maí). Hvað getið þið sagt mér um lundann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3420

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um lundann?“ Vísindavefurinn. 15. maí. 2003. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3420>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um lundann?
Segja má að lundinn (Fratercula arctica) sé einkennisfugl Vestmannaeyja. Hann er af svartfuglaætt (Alcidea) eins og svo margar aðrar bjargfuglategundir við Ísland og stofnstærð hans er mikil. Lundinn er ekki sérlega stór, um 30 cm á lengd, með vænghaf upp á 47-63 cm og vegur 300-450 g. Margt er sérstakt við líffræði lundans. Það sem menn reka gjarnan fyrst augun í er ákaflega skrautlegur goggur, rauðröndóttur með bláum lit innst. Svo skrautlegur er goggurinn aðeins frá hreiðurtíma fram á haust en þá falla hyrnisplöturnar af sem mynda rákirnar, bláar, gular og rauðar. Enginn útlitsmunur er á kynjunum.

Flestir þekkja lunda í útliti en hann er svartur á kolli, hálsi og baki, hvítur að neðan og grár í vöngum. Til eru litaafbrigði sem kennd eru við kóngafólk. Alhvítur lundi (albínói) er kallaður kóngur, lundi með brúnan lit í stað þess svarta kallast drottning, og flekkóttur eða hvítdröfnóttur lundi kallast prins. Lundinn hefur kraftalega, gulrauða fætur, með sundfit og sterkum klóm.

Lundi (Fratercula arctica) er af svartfuglaætt.

Á hreiðurtíma myndast húðfellingar við munnvikin sem gera lundanum mögulegt að safna fjölda síla og smáfiska í gogginn, allt að 20 talsins, til að hann þurfi færri ferðir fyrir æti handa unga sínum. Auðvelt er að þekkja lundann á flugi á tíðum vængjaslætti. Talið er að slættirnir séu allt að 3-400 á mínútu en þrátt fyrir fremur klunnalegt flug nær lundinn miklum hraða á beinu flugi (80 km/klst).

Lundinn eyðir stórum hluta ársins á hafi úti og sést nærri lundabyggðum um mánaðamótin apríl/maí. Lundinn er ekki dæmigerður bjargfugl líkt og frændur hans af svartfuglaættinni. Byggðir hans eru oftast fyrir ofan bjargið þar sem hann grefur sér holur inn í jarðveginn. Pörunartímabilið byrjar með ærslagangi snemma á vorin og varp hefst í júnímánuði, en talsverður munur er þó á tímasetningu varps eftir því hversu norðarlega lundabyggðin er staðsett. Langoftast verpir lundinn aðeins einu eggi í hreiðrið. Útungunin tekur í kringum 42 daga og hjálpast foreldrarnir að. Lundinn liggur ekki á egginu líkt og hefðbundið er meðal fugla, heldur skorðar hann það undir vængjunum.

Á milli þess sem foreldrarnir bera fæðu í ungann sinn og sinna honum, sitja þeir í mestu makindum fyrir framan hreiðurholuna. Þar má oft sjá þá þegar lundabyggða er vitjað. Eftir aðra 40 daga yfirgefa foreldrarnir ungann og halda á haf út. Sennilega yfirgefur unginn hreiðurholuna þegar hungrið sverfur að, fer út á haf að næturlagi og byrjar strax á því að kafa eftir æti. Rannsóknir sýna að unginn verður fleygur að meðaltali níu dögum eftir að hafa yfirgefið holuna og er þá orðinn 49 daga gamall.

Ungi lundans nefnist pysja (í sumum landshlutum kofa og einnig pésa og lundungi). Pysjan situr sem fastast í hreiðrinu á meðan foreldrarnir bera í hana æti og fitnar hratt og stækkar þegar líður á sumarið. Um miðjan ágúst yfirgefur hún svo hreiðrið og flýgur á haf út. Í Heimaey gerist það alloft síðsumars að pysjunum verður á í messunni og þær láta blekkjast af bæjarljósunum. Þær geta þá endað í ógöngum í einhverjum bakgarðinum eða annars staðar í bænum. Það er til siðs meðal barna á Heimaey að safna pysjum saman og sleppa til hafs. Við Reykjavík er ein kunn lundabyggð, hún er í Lundey á Kollafirði. Stundum villast Lundeyjarpysjur alla leið inn í borgina. Nokkuð algengt er að rekast á pysjur við Sæbrautina og undirritaður sá eitt sinn pysju í miklum ógöngum við Kringlumýrarbrautina.

Lundaholurnar eru ákaflega merkileg hreiðurstæði og er þar að finna ýmsa afkima sem segja má að fuglinn noti sem kamar. Yfirleitt þegar lundinn gerir sér holu grefur hann upp í móti til þess að koma í veg fyrir að holan fyllist af vatni í vætutíð. Við gerð og lagfæringu hreiðurholunnar er það yfirleitt karlfuglinn sem stritar við að grafa og notar þá gogginn og fæturna jöfnum höndum við að moka út jarðvegi.

Útreiðsla lundans. Varpstöðvar eru sýndar með rauðgulum lit og vetrardvalastöðvar með gulum lit.

Heimkynni lundans eru við norðanvert Atlantshaf. Hann verpir meðal annars á Nýfundnalandi og meðfram strandlengju Maine-fylkis í Bandaríkjunum, á Írlandi, eyjum norður af Skotlandi, Íslandi, Færeyjum og Noregi. Fuglafræðingar telja að heildarstofnstærðin sé eitthvað í kringum 14 milljónir fugla. Stærstu lundabyggðir heims eru í Vestmannaeyjum.

Vegna sérstaks sköpulags og hátternis gengur lundinn undir mörgum gælunöfnum. Hann er til dæmis kallaður „prófasturinn“ vegna göngulagsins og ákveðins virðuleika sem hann hefur yfir að bera þegar hann gengur beinn og sperrtur, auk þess sem liturinn á fjaðrahaminum minnir mjög á hempu. Víða erlendis gengur hann undir nöfnum sem þýða sjópáfagaukur, og hann er einnig nefndur „trúður hafsins“ vegna göngulagsins sem þykir fyndið.

Hér við land er maðurinn án efa helsti óvinur lundans. Árlega eru tugir þúsunda fugla veiddir hér við land, aðallega í Vestmannaeyjum. Ýmsir fuglar geta auk þess reynst lundanum hættulegir, svo sem svartbakurinn (Larus marinus) sem rænir hann oft fæðu og jafnvel drepur. Skúmurinn (Stercorarius skua) drepur einnig lunda sér til matar. Kjóinn (Stercorarius parasiticus) er alræmdur ræningi og miðar af fagmennsku út lunda sem eru á leið heim í holuna sína með gogginn fullann af sílum. Sennilega taka brúnrottur (Rattus norvegicus) og minkar (Mustela vison) sinn skerf, en þessi dýr eru að öllum líkindum nokkuð algeng meðfram ströndinni hér við land og er hægur leikur fyrir þau að vinna lundanum mein.

Svonefndur lundamítill, sem áður var nefnd lundalús, lifir á lundanum og hefur gert mörgum veiðimanninum gramt í geði, alla þá tíð sem menn hafa sótt sér lunda til matar.

Myndir:

Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Jóhönnu Fríðu Dalkvist fyrir ábendingu um vænghaf lundans....