Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Kjóinn (Stercorarius parasiticus) er farfugl og flestir þeirra koma til Íslands snemma í maí. Kjóar verpa um allt land en sandauðnir meðfram strandlengjunni eru uppáhalds varpstaðir þeirra.
Kjóinn er um 45 sentímetrar á lengd og vegur á bilinu 350-500 grömm. Vænghaf Kjóans er um 120 sentímetrar. Kjóinn étur ótal tegundir smádýra eins og skordýr en einnig étur hann ber og jurtir þó að í litlum mæli sé. Kjóinn er alræmdur þjófur sem tekur oft unga eða egg frá öðrum fuglum og oft má sjá hann stela fæðu frá sjófuglum með því að elta þá þangað til sjófuglarnir sleppa fæðunni sem þeir hafa veitt.
Ef einhver gerist svo djarfur að nálgast hreiður kjóans má hinn sami verða viðbúinn heiftúðlegum árásum hans enda ver hann óðal sitt af einstakri hörku líkt og skúmurinn. Stofnstærð kjóans hér á landi er frá 5.000 - 10.000 para.
Kjóinn verpir allt í kringum norðurheimskaut eins og sjá má á kortinu.
Kjóinn tilheyrir kjóaættinni (Stercorariidae) en Skúmurinn (Stercorarius skua) tilheyrir einnig þeirri ætt. Skúmurinn er reyndar náskyldur kjóanum og tilheyra þeir sömu ættkvíslinni.
Tveir aðrir fuglar sem eru náskyldir kjóanum slæðast hingað til lands stöku sinnum en eru ekki varpfuglar hérlendis, það eru ískjóinn (Stercorarius pomarinus) og fjallkjói (Stercorarius longicaudus).
Kortið af varpútbreiðslu kjóans var á vefsetrinu www.bird-stamps.org Myndin af kjóanum var á fauna.is
Jón Már Halldórsson. „Gæti ég fengið að vita allt um kjóa?“ Vísindavefurinn, 31. maí 2002, sótt 2. apríl 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=2447.
Jón Már Halldórsson. (2002, 31. maí). Gæti ég fengið að vita allt um kjóa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2447
Jón Már Halldórsson. „Gæti ég fengið að vita allt um kjóa?“ Vísindavefurinn. 31. maí. 2002. Vefsíða. 2. apr. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2447>.