Múkkinn (öðru nafni fýll) getur flogið þótt hann sjái ekki sjó. Sögusagnir um að múkkinn þurfi að sjá sjó til þess að geta flogið verða að öllum líkindum til þegar fýlsungi berst inn á land, í stað þess að lenda á sjónum, og kemst ekki aftur á flug. En fýlsungi nýskriðinn úr hreiðri er mjög líkur fullorðnum fýl í útliti. Fýlsunginn kemur mjög feitur úr hreiðrinu og vegna þyngdar sinnar nær hann ekki að hefja sig til flugs þegar hann lendir á þurru landi. Sama gildir þegar hann lendir á sjó, nema að hreyfing sjávarins, vindur og löng flugbraut (sjórinn sjálfur) gera honum auðveldara að ná vindi undir vængina. Fullorðinn fýll getur einnig átt erfitt með að hefja sig til flugs á landi þar sem hann nær sér ekki á flug úr kyrrstöðu heldur þarf tilhlaup. Það má því segja að fýllinn sé aðlagaður sjónum á þann hátt að hann notar yfirborð sjávar sem hlaupabraut þar til hann nær nógu miklum hraða eða góðri vindhviðu til að hefja sig á loft. Fýlar geta þó gert sér hreiður í hömrum langt inni í landi. Því er ekki ólíklegt að einn og einn ungi rati ekki til sjávar þegar hann yfirgefur hreiðrið en lendi þess í stað inni í landi þar sem hann á lítinn sem engan möguleika á að ná sér á flug aftur. Sterkur mótvindur veitir honum þó stundum byr undir báða vængi og gæti þannig komið honum til bjargar frá kjafti tófunnar eða fjárhundsins á næsta sveitabýli. Undir sumarlok lenda oft margir fýlsungar á götum og í húsagörðum íslenskra sjávarþorpa. Þessir ungar ná sér heldur ekki á flug en þá eru það börnin í þorpinu sem koma þeim til bjargar.
Múkkinn (öðru nafni fýll) getur flogið þótt hann sjái ekki sjó. Sögusagnir um að múkkinn þurfi að sjá sjó til þess að geta flogið verða að öllum líkindum til þegar fýlsungi berst inn á land, í stað þess að lenda á sjónum, og kemst ekki aftur á flug. En fýlsungi nýskriðinn úr hreiðri er mjög líkur fullorðnum fýl í útliti. Fýlsunginn kemur mjög feitur úr hreiðrinu og vegna þyngdar sinnar nær hann ekki að hefja sig til flugs þegar hann lendir á þurru landi. Sama gildir þegar hann lendir á sjó, nema að hreyfing sjávarins, vindur og löng flugbraut (sjórinn sjálfur) gera honum auðveldara að ná vindi undir vængina. Fullorðinn fýll getur einnig átt erfitt með að hefja sig til flugs á landi þar sem hann nær sér ekki á flug úr kyrrstöðu heldur þarf tilhlaup. Það má því segja að fýllinn sé aðlagaður sjónum á þann hátt að hann notar yfirborð sjávar sem hlaupabraut þar til hann nær nógu miklum hraða eða góðri vindhviðu til að hefja sig á loft. Fýlar geta þó gert sér hreiður í hömrum langt inni í landi. Því er ekki ólíklegt að einn og einn ungi rati ekki til sjávar þegar hann yfirgefur hreiðrið en lendi þess í stað inni í landi þar sem hann á lítinn sem engan möguleika á að ná sér á flug aftur. Sterkur mótvindur veitir honum þó stundum byr undir báða vængi og gæti þannig komið honum til bjargar frá kjafti tófunnar eða fjárhundsins á næsta sveitabýli. Undir sumarlok lenda oft margir fýlsungar á götum og í húsagörðum íslenskra sjávarþorpa. Þessir ungar ná sér heldur ekki á flug en þá eru það börnin í þorpinu sem koma þeim til bjargar.