Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað éta hrossagaukar?

Jón Már Halldórsson

Hrossagaukurinn (Gallinago gallinago) finnst víða um heim. Varpstöðvar hans eru á tempruðum svæðum Evrasíu og Norður-Ameríku en á veturna halda fuglarnir til suðurhluta Evrópu, Asíu, Suður-Ameríku og Afríku.



Hrossagaukurinn vegur um 115-130 grömm og er um 27 sentímetrar á lengd með rúmlega 6 sentímetra langan gogg. Kjörlendi hans eru opin svæði, oft í kjarrlendi, við mýrar, læki eða ár. Víða í Evrópu er hann algengur við skipaskurði. Á nyrstu varplendum hrossagauksins í Kanada og Rússlandi heldur hann til á túndrum.

Rannsóknir hafa sýnt að fæðuval gauksins er fjölbreytt. Á matseðli hans eru ormar, skordýr, krabbadýr og lindýr en einnig étur hann eitthvað af berjum og fræjum. Hrossagaukurinn er ákaflega vel aðlagaður að smádýraáti enda hefur hann langan gogg sem hann stingur niður í jarðveginn og tínir þannig upp smádýr.

Hrossagaukurinn verpur hér á landi og er íslenski varpstofninn afar stór, eflaust nokkur hundruð þúsund fuglar. Flug hrossagauksins er einstakt, en hann steypir sér niður úr nokkurra tuga metra hæð og notar ystu stélfjaðrirnar til að hneggja.



Kortið sýnir úbreiðslu hrossagauksins í Evrópu. Guli liturinn merkir sumarvarpstöðvar. Græni liturinn táknar þau svæði þar sem hrossagaukurinn heldur sig allan ársins hring og blái liturinn merkir vetrarstöðvar hans.

Skoðið einnig svör við eftirfarandi spurningumMyndin af hrossagauk í ætisleit er fengin af vefsetri Háskólans í Bath

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

12.7.2002

Spyrjandi

Trausti Sæmundsson, f. 1989

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað éta hrossagaukar?“ Vísindavefurinn, 12. júlí 2002, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2586.

Jón Már Halldórsson. (2002, 12. júlí). Hvað éta hrossagaukar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2586

Jón Már Halldórsson. „Hvað éta hrossagaukar?“ Vísindavefurinn. 12. júl. 2002. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2586>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað éta hrossagaukar?
Hrossagaukurinn (Gallinago gallinago) finnst víða um heim. Varpstöðvar hans eru á tempruðum svæðum Evrasíu og Norður-Ameríku en á veturna halda fuglarnir til suðurhluta Evrópu, Asíu, Suður-Ameríku og Afríku.



Hrossagaukurinn vegur um 115-130 grömm og er um 27 sentímetrar á lengd með rúmlega 6 sentímetra langan gogg. Kjörlendi hans eru opin svæði, oft í kjarrlendi, við mýrar, læki eða ár. Víða í Evrópu er hann algengur við skipaskurði. Á nyrstu varplendum hrossagauksins í Kanada og Rússlandi heldur hann til á túndrum.

Rannsóknir hafa sýnt að fæðuval gauksins er fjölbreytt. Á matseðli hans eru ormar, skordýr, krabbadýr og lindýr en einnig étur hann eitthvað af berjum og fræjum. Hrossagaukurinn er ákaflega vel aðlagaður að smádýraáti enda hefur hann langan gogg sem hann stingur niður í jarðveginn og tínir þannig upp smádýr.

Hrossagaukurinn verpur hér á landi og er íslenski varpstofninn afar stór, eflaust nokkur hundruð þúsund fuglar. Flug hrossagauksins er einstakt, en hann steypir sér niður úr nokkurra tuga metra hæð og notar ystu stélfjaðrirnar til að hneggja.



Kortið sýnir úbreiðslu hrossagauksins í Evrópu. Guli liturinn merkir sumarvarpstöðvar. Græni liturinn táknar þau svæði þar sem hrossagaukurinn heldur sig allan ársins hring og blái liturinn merkir vetrarstöðvar hans.

Skoðið einnig svör við eftirfarandi spurningumMyndin af hrossagauk í ætisleit er fengin af vefsetri Háskólans í Bath

...