Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Finna fuglar ekki bragð?

Arnþór Garðarsson (1938-2021)

Fuglar finna bæði bragð og lykt en lítið er um athuganir á bragðskyni þeirra. Ýmislegt bendir til að bragðskyn fugla sé heldur minna eða álíka mikið og bragðskyn spendýra og er það byggt á tilraunum með mismunandi bragðefni.

Fuglar eru með fáa bragðlauka sem eru aftast á tungunni og í kokinu. Þessi bragðskynfæri eru svipuð bragðlaukum spendýra en eru miklu færri. Til dæmis eru alls um 24 bragðlaukar í hænu og 37 í dúfu, samanborið við um 10.000 í manni.

Í sumum tilfellum er munur á bragðskyni fugla og spendýra. Þannig forðast nagdýr sterkan, rauðan pipar (sílepipar) en fuglar sækjast mjög eftir honum.

Höfundur

prófessor í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

24.2.2000

Spyrjandi

Elvar Ingþórsson 9 ára

Efnisorð

Tilvísun

Arnþór Garðarsson (1938-2021). „Finna fuglar ekki bragð?“ Vísindavefurinn, 24. febrúar 2000, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=142.

Arnþór Garðarsson (1938-2021). (2000, 24. febrúar). Finna fuglar ekki bragð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=142

Arnþór Garðarsson (1938-2021). „Finna fuglar ekki bragð?“ Vísindavefurinn. 24. feb. 2000. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=142>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Finna fuglar ekki bragð?
Fuglar finna bæði bragð og lykt en lítið er um athuganir á bragðskyni þeirra. Ýmislegt bendir til að bragðskyn fugla sé heldur minna eða álíka mikið og bragðskyn spendýra og er það byggt á tilraunum með mismunandi bragðefni.

Fuglar eru með fáa bragðlauka sem eru aftast á tungunni og í kokinu. Þessi bragðskynfæri eru svipuð bragðlaukum spendýra en eru miklu færri. Til dæmis eru alls um 24 bragðlaukar í hænu og 37 í dúfu, samanborið við um 10.000 í manni.

Í sumum tilfellum er munur á bragðskyni fugla og spendýra. Þannig forðast nagdýr sterkan, rauðan pipar (sílepipar) en fuglar sækjast mjög eftir honum.

...