Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 122 svör fundust
Hversu háa einkunn er mögulega hægt að fá í greindaprófi?
Spyrjandi bætir við: Ef maður fær hæstu einkunn, fer maður þá í enn flóknara próf? Greindarpróf eru mismunandi svo einkunnir úr þeim geta líka verið ólíkar. Kvarði flestra greindarprófa nær samt ekki lengra en um 3-4 staðalfrávik yfir meðaleinkunn. Þegar fólk er sagt þremur staðalfrávikum yfir meðaltali á grein...
Hverjar eru „erlendar eignir þjóðarbúsins“ og hver heldur utan um þær?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er átt við með hugtakinu „erlendar eignir þjóðarbúsins“ og hver er það sem heldur utan um þessar eignir mínar og þínar? Með erlendum eignum þjóðarbúsins er átt við allar kröfur innlendra aðila á erlenda aðila og aðrar eignir þeirra erlendis. Þjóðarbúið sem slíkt...
Breytist suðumark vatns ef salti er bætt út í það?
Hér er einnig að finna svör við fjölmörgum öðrum spurningum:Hvers vegna sýður heitt vatn?Ef ég set salt í vatn og sýð, hækka ég þá suðumarkið? Þ.e sýður blandan mín við hitastig sem er hærra en 100 gráður?Er hægt að búa til saltvatn?Af hverju gufar vatnið upp?Hvaðan koma loftbólurnar í sjóðandi vatni? Hversu mörg...
Úr hverju er laufblað?
Laufblöð eru samsett úr nokkrum lögum en þau eru efri yfirhúð (e. upper epidermis), stafvefur (e. palisade layer), svampvefur (e. spongy layer) og neðri yfirhúð (e. lower epidermis). Efst er efri yfirhúð og frumur hennar eru þaktar með vaxkenndum hjúp eða vaxlagi til þess að draga úr vatnstapi. Frumurnar í efr...
Hvers vegna er stundum kalt og stundum heitt?
Hitabreytingar kringum okkur verða af margvíslegum ástæðum. Þegar ég skrúfa frá ofninum hitnar smám saman hérna inni og ef ég skrúfa fyrir þá kólnar. Ég get líka opnað gluggann og þá kólnar inni ef ég er á Íslandi þar sem er nær alltaf kaldara úti en inni. Ég get líka fært mig til hérna inni, til dæmis ýmist nær o...
Hvernig æxlast fléttur?
Fléttur eru sambýli sveppa og ljóstillífandi lífveru, ýmist blábaktería (Cyanobacteria) eða grænþörungs. Sveppurinn fjölgar sér oft með kynæxlun og myndar þá gró í svokölluðum öskum en langflestir fléttumyndandi sveppir tilheyra ætt asksveppa (Euascomycetidae). Spírandi sveppagróið verður að finna hentugan samb...
Hvernig er krabbamein læknað?
Sú var tíðin að litið var á krabbamein sem ólæknandi sjúkdóm og vissulega var það rétt. Margt hefur hins vegar breyst á undanförnum þremur áratugum eða svo. Nú eru ýmsar tegundir krabbameina læknanlegar og viðhorfin orðin önnur, og orðalag spurningarinnar er raunar ánægjulegur vitnisburður um það. Fyrir nokk...
Hvað hefur vísindamaðurinn Pétur Henry Petersen rannsakað?
Pétur Henry Petersen er dósent í taugavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Taugakerfið skilgreinir okkur og sjúkdómar er tengjast því hafa áhrif á alla. Sérstaklega á það við eftir því sem við eldumst. Pétur hefur fengist við rannsóknir á tilurð, starfsemi og sjúkdómum taugakerfisins. Rannsóknir á starfsemi...
Hvað er vitað um dyngjugos á Reykjanesskaga?
Dyngjugos á Reykjanesskaga byrja sennilega í flestum tilvikum sem sprungugos. Vísbendingar um slíkt má sjá í Fagradalsfjallskerfinu og víðar. Virknin færist síðan smám saman í einn gíg og þróast í sígos sem stendur lengi, jafnvel nokkur ár í stærstu dyngjunum. Hraunframleiðsla er talin lítil eða kringum fimm rúmme...
Hvað gerist á jörðinni ef tunglið yrði sprengt í loft upp?
Ef tunglið yrði sprengt í tætlur með sprengju í miðju þess mundi það að sjálfsögðu hverfa af himninum ásamt öllum atburðum sem tengjast því, þar á meðal sólmyrkvum. Ef til vill mundu koma fram hringir í staðinn, svipað og á Satúrnusi. Einhver brot kynnu að skella á jörðinni. Sjávarföll mundu minnka til muna og bre...
Hvers vegna svitnar maður meira undir höndunum en annars staðar?
Sviti er þunnur vökvi sem útkirtlar í húðinni seyta út á yfirborð húðarinnar. Hann inniheldur vatn, sölt og úrgangsefni, til dæmis þvagefni. Styrkur uppleystra efna í svita er ekki nema einn áttundi af styrk þeirra í sama magni af þvagi sem er helsta leið líkamans til að losna við úrgangsefni sem myndast við efnas...
Hvernig komast flugeldar á loft og af hverju verða þeir grænir, gulir og rauðir þegar þeir springa?
Flugeldar þróuðust í Kína fyrir um 1000 árum í framhaldi af því að púðrið var fundið upp. Flugeldur er nokkurs konar hylki eða rör úr pappír með púðri í. Púður var upphaflega gert úr viðarkolum, brennisteini og saltpétri. Viðarkolin og brennisteinninn verka sem eldsneyti við sprenginguna en saltpéturinn gefur blön...
Hvað eru bein þung sem hlutfall af þyngd manns í kjörþyngd? Hvað gerir beinagrindin?
Beinagrindin er gerð úr beinum og brjóski. Hún er eitt af líffærakerfum líkamans, en hvert bein hennar er eitt líffæri. Fjöldi beina í fullorðnum manni eru 206. Saman mynda þau beinagrind en hún skiptist í tvo hluta, ásgrind (80 bein) og jaðargrind (126 bein). Í meðalmanni við kjörþyngd eru bein um 15% af líkamsþy...
Hvernig kemst maður í tæri við díoxín og hvernig lýsir díoxín-eitrun sér?
Díoxín og PCB-efni dreifast með lofti, vatni og jarðvegi og finnast því um allan heim. Dýr og fiskar taka þau upp með fæðu, jarðvegi og seti. Efnin eru vatnsfælin og setjast í líkamsfitu dýra þar sem þau safnast fyrir. Helmingunartími díoxína í líkamanum er talinn vera 7 til 11 ár. Díoxín safnast fyrir í fæðukeðju...
Hvað gæti gerst ef strókur gammablossa beindist að jörðinni?
Áhugavert er að skoða hver áhrif gammablossa í Vetrarbrautinni gætu orðið ef strókurinn beindist að jörðinni en slíkt var fyrst ígrundað árið 1995. Ef gert er ráð fyrir meðalblossa í 10.000 ljósára fjarlægð þá myndi aflþéttleiki hans á yfirborði jarðarinnar jafngilda aflþéttleika kjarnorkusprengingarinnar í Hirosh...