Ef maður fær hæstu einkunn, fer maður þá í enn flóknara próf?Greindarpróf eru mismunandi svo einkunnir úr þeim geta líka verið ólíkar. Kvarði flestra greindarprófa nær samt ekki lengra en um 3-4 staðalfrávik yfir meðaleinkunn. Þegar fólk er sagt þremur staðalfrávikum yfir meðaltali á greindarprófi þýðir það að aðeins um einn af hverjum þúsund sé greindara en það sjálft. Aðeins um einn af hverjum tíuþúsund er greindari en fólk sem mælist fjórum staðalfrávikum fyrir ofan meðaltal. Greindarpróf eru flest búin þannig til að einkunnir eru miðaðar við frammistöðu svokallaðs stöðlunarúrtaks, stórs hóps fólks sem prófið er lagt fyrir áður en það fer í almenna notkun. Þeir sem standa sig til dæmis jafn vel og meðalmaðurinn í stöðlunarúrtakinu eru sagðir af meðalgreind.
Svona dreifast yfirleitt einkunnir á greindarprófum. Eins og sést eru langflestir meðalgreindir (merkt með μ). Staðalfrávik frá meðaltali eru táknuð með σ.
- Af hverju eru sumir gáfaðri en aðrir? eftir Sigurð J. Grétarsson.
- Er sannað að greindarpróf verki? eftir Sigurð J. Grétarsson.
- Hafa tilgátur Howards Gardners um fjölgreindir verið sannaðar? eftir Heiðu Maríu Sigurðardóttur.
- Hvað er greind? eftir Sigurð J. Grétarsson.
- Hvað er tilfinningagreind? Er hún mikilvæg? eftir Orra Smárason.
- Hver er greindarvísitala meðalmanneskju og hvenær er hún orðin óeðlilega lág eða há? eftir Heiðu Maríu Sigurðardóttur.
- Hvers vegna verður mannfólkið sífellt gáfaðra? eftir Heiðu Maríu Sigurðardóttur.
- Hversu háa greindarvísitölu þarf manneskja að hafa til að geta gengið í Mensa? eftir Heiðu Maríu Sigurðardóttur.
- Standard deviation: Rules for normally distributed data. Wikipedia: The Free Encyclopedia.