Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafa tilgátur Howards Gardners um fjölgreindir verið sannaðar?

Heiða María Sigurðardóttir

Skilgreiningin á greind hefur lengi verið umdeild. Til dæmis skilgreina menn greind ólíkt eftir því hvaða eiginleika þeir meta mest í fari annarra. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að segja að greind sé ekkert annað en það sem greindarpróf mæla! Nokkur samstaða virðist þó vera um að greind feli í sér getu til að rökhugsa, leysa vandamál eða þrautir, hugsa óhlutbundið (e. abstract), skilja hugmyndir og tungumál og að læra.

Mörgum finnst að greind hljóti að vera einhver einn afmarkaður eiginleiki sem fólk hefur mismikið af. Þessa almennu greind hafa menn reynt að magnbinda með því að leggja fyrir greindarpróf og reikna út greindarvísitölu fólks. Fjölgreindarkenning sálfræðingsins Howards Gardners er andsvar við hvoru tveggja. Gardner telur að greindarhugtakið eigi að ná yfir alla getu fólks til að vinna úr upplýsingum og skapa eitthvað nýtt; samkvæmt henni er því ekki bara til ein gerð greindar heldur átta og jafnvel fleiri tegundir. Að mati Gardners er erfitt að magnbinda og mæla þær heldur verður helst að kanna þær í náttúrulegum aðstæðum – hvaða áhrif þær hafa í daglegu lífi.

Kenning Gardners hefur vakið mikla athygli en verið misjafnlega tekið; henni er hampað í menntakerfinu en hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni innan sálfræði og próffræði.

Fjölgreindirnar

Samkvæmt upphaflegri útgáfu kenningar Gardners eru greindirnar sjö talsins. Hver manneskja hefur ekki aðeins eina þeirra heldur allar, í mismiklum mæli þó. Seinna bætti Gardner við áttundu greindinni, umhverfisgreind, og velti upp hugmynd að þeirri níundu, tilvistargreind. Ekki verður sérstaklega fjallað um þá síðustu hér, þar sem hún er ekki enn hluti af formlegri kenningu Gardners.

Málgreind er hæfileikinn til að vinna með tungumál. Fólk með mikla málgreind hefur gjarnan mikinn orðaforða, skrifar góðan texta, á auðvelt með að flytja ræður og að læra erlend tungumál.

Rök- og stærðfræðigreind er hæfileikinn til óhlutbundinnar hugsunar, rökhugsunar og að vinna með tölur og mynstur. Rök- og stærðfræðigreindir eru gjarnan góðir í stærðfræði, vísindum og forritun, svo dæmi sé tekið.

Rýmisgreind er hæfileikinn til sjón- og rúmskynjunar. Hafi menn mikla rýmisgreind eiga þeir auðvelt með störf þar sem unnið er með liti, lögun, form og svo framvegis, svo sem listir, handverksgerð og arkitektúr.

Líkams- og hreyfigreind er hreyfigeta og færni til líkamstjáningar.

Dansarar og íþróttamenn falla flestir í þennan flokk.

Tónlistargreind er hæfileikinn til að vinna með, meta og skapa tónlist. Tónlistargreindir eru taktnæmir og hafa gott tóneyra.

Samskiptagreind er hæfileikinn til að hafa samskipti við og skilja aðra, svo sem að ráða í látbragð þeirra og raddblæ. Fólk með háa samskiptagreind sómir sér oft vel sem kennarar, stjórnmálamenn eða sölumenn.

Sjálfsþekkingargreind er þekking á sjálfum sér, svo sem að þekkja styrk sinn og veikleika, tilfinningar sínar, hugsanir og langanir, og hæfni til að nýta þessa þekkingu sér til framdráttar. Fólk sterkt á þessu sviði hefur gjarnan áhuga á trúmálum og sálfræði.

Umhverfisgreind er hæfileikinn til að greina og meta hluti í náttúrunni. Fólk með háa umhverfisgreind er næmt fyrir umhverfi sínu: Jurtum, dýrum, fjöllum, skýjafari og svo framvegis. Það er gjarnt til að velja sér starfsgreinar eins og náttúrufræði og umhverfisfræði.

Rök Gardners

Helstu rök Gardners fyrir fjölgreindarkenningu sinni koma úr taugasálfræði og þroskasálfræði. Fyrir það fyrsta telur hann að greindirnar séu nokkuð vel afmarkaðar í heilanum; þannig sjá sum heilasvæði meira um eina greind en aðra. Sömuleiðis geta heilaskemmdir haft áhrif á mjög afmarkað hæfileikasvið, svo sem tal (málgreind), fínhreyfingar (líkams- og hreyfigreind) eða tónskynjun (tónlistargreind). Að heilastöðvar hafi mismunandi hlutverkum að gegna er þó alls engin uppgötvun Gardners; það hefur lengi verið vitað.

Til að styðja það að greindirnar séu aðskildar hefur Gardner líka horft til svokallaðra ofvita (e. savants, idiot savants), misþroska fólks sem hefur þó óvenjulega hæfileika á tilteknu sviði. Sumir þeirra geta til að mynda munað tónverk eftir að hafa aðeins heyrt þau einu sinni (tónlistargreind). Aðrir geta reiknað dagsetningar langt aftur í tímann, svo sem svarað réttilega hvaða vikudagur var 24. apríl árið 1678 (rök- og stærðfræðigreind). Enn aðrir hafa óvenjulega teiknihæfileika (rýmisgreind).


Nadia er einhverf og á því erfitt með að tjá sig og skilja aðra. Hún hefur aftur á móti óvenju mikla teiknihæfileika. Þessa mynd teiknaði hún þegar hún var aðeins 6 ára gömul.

Að lokum nefnir Gardner að hver greind spretti fram og þróist á einstakan hátt og óháð hinum. Tónlistargáfa virðist til að mynda koma snemma fram á þroskaferlinum og haldast langt fram eftir aldri. Getan til að leysa flókin stærðfræðidæmi mótast aftur á móti ekki fyrr en í byrjun unglingsára og nær líklega hámarki tiltölulega snemma á fullorðinsárum.

Lof og last

Í menntakerfinu hefur fjölgreindarkenningu Gardners verið tekið opnum örmum og segja má að hún sé þar einhvers konar forskrift fyrir námsskrá. Kenningin hefur meðal annars verið notuð til að skapa ýmsar nýstárlegar kennsluaðferðir sem sagðar eru henta hverri greind.

Samkvæmt Gardner og fylgjendum hans hafa skólar lagt of mikla áherslu á kennsluaðferðir sem henta aðeins þeim sem hafa sterka málgreind eða rök- og stærðfræðigreind; kennslan ætti að ná til allra greinda. Þannig mætti virkja rýmisgreindina með því að nota sjónræn kennslugögn, svo sem ljósmyndir, skyggnur og kvikmyndir. Einnig mætti til dæmis nota líkams- og hreyfigreindina með því að láta nemendur setja upp leikþátt úr kennsluefninu. Þeim sem vilja kynna sér þetta nánar er bent á bókina Fjölgreindir í skólastofunni eftir Thomas Armstrong.

Innan sálfræði og próffræði eru aftur á móti ekki allir eins hrifnir og kenningin hefur verið gagnrýnd á ýmsum forsendum. Mörgum finnst til að mynda hæpið að byggja kenninguna á rannsóknum á ofvitum. Það er skrýtið að tala um háa rök- og stærðfræðigreind hjá fólki sem getur ef til vill nefnt vikudaga langt aftur í tímann en getur ekki með nokkru móti leyst afar einföld reikningsdæmi á borð við 9+7. Sömuleiðis eru ofvitar mjög sjaldséðir sem er í ósamræmi við að greindirnar geti raunverulega starfað óháð hver annarri.

Það er líka alveg rétt að heilaskemmdir geta leitt til sérhæfðar skerðingar á getu en það réttlætir ekkert endilega að talað sé um þessa getu sem mismunandi greindir; að heilastöð sjái um eitthvað gerir það ekki sjálfkrafa að greind. Til að mynda eru til heilastöðvar sem sjá um að stjórna svefni og vöku, athygli, kynlífslöngun, svengd og þorsta, en fæstum dytti í hug að tala um svefngreind, kynlífsgreind eða matargreind.

Margir hafa líka gagnrýnt sjálfa hugmyndina um að tala um greindir og telja að Gardner teygi svo verulega á greindarhugtakinu að það nái í raun utan um hvað sem er, svo sem alla mannlega hæfileika eða jafnvel persónuleikaeinkenni. Er munurinn á fólki sem hefur mikla samskiptagreind og fólki hátt á sjálfsþekkingargreind ef til vill bara að fyrri hópurinn er úthverfur en hinn innhverfur? Og hver verður munurinn á greind og hæfileikum þegar tala má um tónlistargreind söngvara eða píanista, eða líkams- og hreyfigreind íþróttamanna? Mörgum finnst þetta skrýtið orðalag, sérstaklega þegar talað er um skort á hæfileikum. Er til að mynda hægt að segja að fatlaðir séu líkams- og hreyfiheimskir, eða laglausir tónheimskir?

Einnig hafa greindarfræðingar gagnrýnt hve illa Gardner tekst að mæla þessi greindarsvið sín og hve illa þau láta að fræðilegri stjórn.

Hugmyndafræði en ekki vísindi

Af ofangreindum ástæðum, og raunar fleiri, líta margir ekki á fjölgreindarkenningu Gardners sem vísindalega kenningu um hugarstarf heldur fremur sem hugmyndafræði eða heimspeki. Vestrænt nútímasamfélag metur suma mannlega hæfileika, svo sem getu til að stunda hefðbundið bóknám, meira en aðra. Það ætti það, samkvæmt Gardner, ekki að gera. Listnámi, verknámi og íþróttanámi ætti að vera gert jafn hátt yfir höfði og bóknámi. Sömuleiðis ætti að viðurkenna að allir hafa eitthvað til síns ágætis og reyna að virkja hæfileika hvers og eins.

Heimildir, frekara lesefni og mynd

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

15.12.2005

Spyrjandi

Hilmar Hafsteinsson

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Hafa tilgátur Howards Gardners um fjölgreindir verið sannaðar?“ Vísindavefurinn, 15. desember 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5485.

Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 15. desember). Hafa tilgátur Howards Gardners um fjölgreindir verið sannaðar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5485

Heiða María Sigurðardóttir. „Hafa tilgátur Howards Gardners um fjölgreindir verið sannaðar?“ Vísindavefurinn. 15. des. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5485>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafa tilgátur Howards Gardners um fjölgreindir verið sannaðar?
Skilgreiningin á greind hefur lengi verið umdeild. Til dæmis skilgreina menn greind ólíkt eftir því hvaða eiginleika þeir meta mest í fari annarra. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að segja að greind sé ekkert annað en það sem greindarpróf mæla! Nokkur samstaða virðist þó vera um að greind feli í sér getu til að rökhugsa, leysa vandamál eða þrautir, hugsa óhlutbundið (e. abstract), skilja hugmyndir og tungumál og að læra.

Mörgum finnst að greind hljóti að vera einhver einn afmarkaður eiginleiki sem fólk hefur mismikið af. Þessa almennu greind hafa menn reynt að magnbinda með því að leggja fyrir greindarpróf og reikna út greindarvísitölu fólks. Fjölgreindarkenning sálfræðingsins Howards Gardners er andsvar við hvoru tveggja. Gardner telur að greindarhugtakið eigi að ná yfir alla getu fólks til að vinna úr upplýsingum og skapa eitthvað nýtt; samkvæmt henni er því ekki bara til ein gerð greindar heldur átta og jafnvel fleiri tegundir. Að mati Gardners er erfitt að magnbinda og mæla þær heldur verður helst að kanna þær í náttúrulegum aðstæðum – hvaða áhrif þær hafa í daglegu lífi.

Kenning Gardners hefur vakið mikla athygli en verið misjafnlega tekið; henni er hampað í menntakerfinu en hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni innan sálfræði og próffræði.

Fjölgreindirnar

Samkvæmt upphaflegri útgáfu kenningar Gardners eru greindirnar sjö talsins. Hver manneskja hefur ekki aðeins eina þeirra heldur allar, í mismiklum mæli þó. Seinna bætti Gardner við áttundu greindinni, umhverfisgreind, og velti upp hugmynd að þeirri níundu, tilvistargreind. Ekki verður sérstaklega fjallað um þá síðustu hér, þar sem hún er ekki enn hluti af formlegri kenningu Gardners.

Málgreind er hæfileikinn til að vinna með tungumál. Fólk með mikla málgreind hefur gjarnan mikinn orðaforða, skrifar góðan texta, á auðvelt með að flytja ræður og að læra erlend tungumál.

Rök- og stærðfræðigreind er hæfileikinn til óhlutbundinnar hugsunar, rökhugsunar og að vinna með tölur og mynstur. Rök- og stærðfræðigreindir eru gjarnan góðir í stærðfræði, vísindum og forritun, svo dæmi sé tekið.

Rýmisgreind er hæfileikinn til sjón- og rúmskynjunar. Hafi menn mikla rýmisgreind eiga þeir auðvelt með störf þar sem unnið er með liti, lögun, form og svo framvegis, svo sem listir, handverksgerð og arkitektúr.

Líkams- og hreyfigreind er hreyfigeta og færni til líkamstjáningar.

Dansarar og íþróttamenn falla flestir í þennan flokk.

Tónlistargreind er hæfileikinn til að vinna með, meta og skapa tónlist. Tónlistargreindir eru taktnæmir og hafa gott tóneyra.

Samskiptagreind er hæfileikinn til að hafa samskipti við og skilja aðra, svo sem að ráða í látbragð þeirra og raddblæ. Fólk með háa samskiptagreind sómir sér oft vel sem kennarar, stjórnmálamenn eða sölumenn.

Sjálfsþekkingargreind er þekking á sjálfum sér, svo sem að þekkja styrk sinn og veikleika, tilfinningar sínar, hugsanir og langanir, og hæfni til að nýta þessa þekkingu sér til framdráttar. Fólk sterkt á þessu sviði hefur gjarnan áhuga á trúmálum og sálfræði.

Umhverfisgreind er hæfileikinn til að greina og meta hluti í náttúrunni. Fólk með háa umhverfisgreind er næmt fyrir umhverfi sínu: Jurtum, dýrum, fjöllum, skýjafari og svo framvegis. Það er gjarnt til að velja sér starfsgreinar eins og náttúrufræði og umhverfisfræði.

Rök Gardners

Helstu rök Gardners fyrir fjölgreindarkenningu sinni koma úr taugasálfræði og þroskasálfræði. Fyrir það fyrsta telur hann að greindirnar séu nokkuð vel afmarkaðar í heilanum; þannig sjá sum heilasvæði meira um eina greind en aðra. Sömuleiðis geta heilaskemmdir haft áhrif á mjög afmarkað hæfileikasvið, svo sem tal (málgreind), fínhreyfingar (líkams- og hreyfigreind) eða tónskynjun (tónlistargreind). Að heilastöðvar hafi mismunandi hlutverkum að gegna er þó alls engin uppgötvun Gardners; það hefur lengi verið vitað.

Til að styðja það að greindirnar séu aðskildar hefur Gardner líka horft til svokallaðra ofvita (e. savants, idiot savants), misþroska fólks sem hefur þó óvenjulega hæfileika á tilteknu sviði. Sumir þeirra geta til að mynda munað tónverk eftir að hafa aðeins heyrt þau einu sinni (tónlistargreind). Aðrir geta reiknað dagsetningar langt aftur í tímann, svo sem svarað réttilega hvaða vikudagur var 24. apríl árið 1678 (rök- og stærðfræðigreind). Enn aðrir hafa óvenjulega teiknihæfileika (rýmisgreind).


Nadia er einhverf og á því erfitt með að tjá sig og skilja aðra. Hún hefur aftur á móti óvenju mikla teiknihæfileika. Þessa mynd teiknaði hún þegar hún var aðeins 6 ára gömul.

Að lokum nefnir Gardner að hver greind spretti fram og þróist á einstakan hátt og óháð hinum. Tónlistargáfa virðist til að mynda koma snemma fram á þroskaferlinum og haldast langt fram eftir aldri. Getan til að leysa flókin stærðfræðidæmi mótast aftur á móti ekki fyrr en í byrjun unglingsára og nær líklega hámarki tiltölulega snemma á fullorðinsárum.

Lof og last

Í menntakerfinu hefur fjölgreindarkenningu Gardners verið tekið opnum örmum og segja má að hún sé þar einhvers konar forskrift fyrir námsskrá. Kenningin hefur meðal annars verið notuð til að skapa ýmsar nýstárlegar kennsluaðferðir sem sagðar eru henta hverri greind.

Samkvæmt Gardner og fylgjendum hans hafa skólar lagt of mikla áherslu á kennsluaðferðir sem henta aðeins þeim sem hafa sterka málgreind eða rök- og stærðfræðigreind; kennslan ætti að ná til allra greinda. Þannig mætti virkja rýmisgreindina með því að nota sjónræn kennslugögn, svo sem ljósmyndir, skyggnur og kvikmyndir. Einnig mætti til dæmis nota líkams- og hreyfigreindina með því að láta nemendur setja upp leikþátt úr kennsluefninu. Þeim sem vilja kynna sér þetta nánar er bent á bókina Fjölgreindir í skólastofunni eftir Thomas Armstrong.

Innan sálfræði og próffræði eru aftur á móti ekki allir eins hrifnir og kenningin hefur verið gagnrýnd á ýmsum forsendum. Mörgum finnst til að mynda hæpið að byggja kenninguna á rannsóknum á ofvitum. Það er skrýtið að tala um háa rök- og stærðfræðigreind hjá fólki sem getur ef til vill nefnt vikudaga langt aftur í tímann en getur ekki með nokkru móti leyst afar einföld reikningsdæmi á borð við 9+7. Sömuleiðis eru ofvitar mjög sjaldséðir sem er í ósamræmi við að greindirnar geti raunverulega starfað óháð hver annarri.

Það er líka alveg rétt að heilaskemmdir geta leitt til sérhæfðar skerðingar á getu en það réttlætir ekkert endilega að talað sé um þessa getu sem mismunandi greindir; að heilastöð sjái um eitthvað gerir það ekki sjálfkrafa að greind. Til að mynda eru til heilastöðvar sem sjá um að stjórna svefni og vöku, athygli, kynlífslöngun, svengd og þorsta, en fæstum dytti í hug að tala um svefngreind, kynlífsgreind eða matargreind.

Margir hafa líka gagnrýnt sjálfa hugmyndina um að tala um greindir og telja að Gardner teygi svo verulega á greindarhugtakinu að það nái í raun utan um hvað sem er, svo sem alla mannlega hæfileika eða jafnvel persónuleikaeinkenni. Er munurinn á fólki sem hefur mikla samskiptagreind og fólki hátt á sjálfsþekkingargreind ef til vill bara að fyrri hópurinn er úthverfur en hinn innhverfur? Og hver verður munurinn á greind og hæfileikum þegar tala má um tónlistargreind söngvara eða píanista, eða líkams- og hreyfigreind íþróttamanna? Mörgum finnst þetta skrýtið orðalag, sérstaklega þegar talað er um skort á hæfileikum. Er til að mynda hægt að segja að fatlaðir séu líkams- og hreyfiheimskir, eða laglausir tónheimskir?

Einnig hafa greindarfræðingar gagnrýnt hve illa Gardner tekst að mæla þessi greindarsvið sín og hve illa þau láta að fræðilegri stjórn.

Hugmyndafræði en ekki vísindi

Af ofangreindum ástæðum, og raunar fleiri, líta margir ekki á fjölgreindarkenningu Gardners sem vísindalega kenningu um hugarstarf heldur fremur sem hugmyndafræði eða heimspeki. Vestrænt nútímasamfélag metur suma mannlega hæfileika, svo sem getu til að stunda hefðbundið bóknám, meira en aðra. Það ætti það, samkvæmt Gardner, ekki að gera. Listnámi, verknámi og íþróttanámi ætti að vera gert jafn hátt yfir höfði og bóknámi. Sömuleiðis ætti að viðurkenna að allir hafa eitthvað til síns ágætis og reyna að virkja hæfileika hvers og eins.

Heimildir, frekara lesefni og mynd

...