Hvað er átt við með hugtakinu „erlendar eignir þjóðarbúsins“ og hver er það sem heldur utan um þessar eignir mínar og þínar?Með erlendum eignum þjóðarbúsins er átt við allar kröfur innlendra aðila á erlenda aðila og aðrar eignir þeirra erlendis. Þjóðarbúið sem slíkt er reyndar ekki lögaðili og á ekki eignirnar beint heldur eru þetta eignir þeirra sem teljast til þjóðarinnar, hvort heldur sem einstaklingar eða fyrirtæki eða stofnanir. Seðlabankinn heldur utan um bókhald vegna þessa og birtir reglulega og er tölunum safnað af deild innan bankans sem ber heitið upplýsingatækni og gagnasöfnun. Seðlabankinn safnar gögnum frá öðrum vegna þessa, viðskiptabankarnir, sem og önnur fjármálafyrirtæki, ríkissjóður, Seðlabankinn, og aðrar lánastofnanir auk stærri fyrirtækja gefa mánaðar- og ársfjórðungslegar eða árlegar upplýsingar. Auk þess er stuðst við gögn frá ríkisskattstjóra og ársreikningaskrá.
- Pixabay. (Sótt 22.03.2022).