Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 73 svör fundust
Getur augnlitur á fólki breyst, til dæmis ef fólk fer að gráta?
Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað ræður augnalit okkar? segir meðal annars að gen sem við erfum frá foreldrum okkar ráði því hversu mikið litarefni myndast í lithimnu augans og þar með hvaða augnlit við erum með. Meira litarefni þýðir dekkri (brúnni) augu. Gen sem ráða þessu eru líklega mörg...
Hver er munurinn á argoni og neoni?
Neon (sætistala 10) og argon (sætistala 18) eru frumefni sem tilheyra áttunda flokki lotukerfisins sem nefndur er eðallofttegundir (e. noble gas). Efnin í þessum flokki eru þeim eiginleikum gædd að hafa fullskipað rafeindahvolf og þau ganga þess vegna mjög treglega í efnasamband við önnur efni. Með þennan eiginlei...
Af hverju eru bananar gulir?
Til eru meira en 1000 afbrigði af banönum og koma þeir í ýmsum stærðum og litum. Afbrigðið sem Evrópubúar kannast best við kallast Cavendish. Cavendish-bananar eru upphaflega grænir vegna litarefnisins blaðgrænu í grænukornum frumna hýðisins. Þegar fræ banananna, sem eru inni í aldinkjötinu (þeim hluta banananna s...
Er í alvöru til eitthvað sem heitir eðli, hjá mannfólki og sem munur á milli kynjanna?
Hugmyndir um mannlegt eðli, og þá hugsanlega ólík og jafnvel ósættanleg eðli karla og kvenna, eru ævagamlar. Þær gengu jafnvel svo langt að fela í sér að nánast væri um tvær aðgreindar tegundir fólks að ræða. Tvíhyggjuhugmyndir af þessu tagi hafa einkennt vestræna hugsun allt frá Grikklandi hinu forna og fram á þe...
Hvers vegna eru sumir strákar miklu kvenlegri en aðrir?
Áður en ráðist er til atlögu við spurninguna hvers vegna sumir strákar séu kvenlegri en aðrir er mikilvægt að skilgreina við hvað er átt þegar talað er um kvenleika og karlmennsku. Erum við að tala um líkamleg einkenni, vöðvamassa, líkamsburði og andlitsfall, eða snýst spurningin um þætti sem lúta að persónuleika ...
Af hverju heita Rauðahaf og Svartahaf þessum nöfnum?
Það er nú einu sinni svo að fyrirbæri fá oft nöfn sem lýsa útliti þeirra eða eiginleikum. Stundum er auðvelt að átta sig á hver vísunin en í öðrum tilfellum liggur málið ekki eins ljóst fyrir. Rauðahafið er dæmi um það, þar sem það er vanalega blágrænt á lit en ekki rautt. Nokkrar kenningar eru til um uppruna naf...
Af hverju er vatn glært?
Til þess að svara þessari spurningu þurfum við fyrst að átta okkur betur á hugtökunum glær og litlaus. Hlutir sem við sjáum í gegnum köllum við glæra eða gegnsæja. Vatn, gler og margar plasttegundir eru dæmi um gegnsæja hluti. Hlutir sem hafa engan lit köllum við litlausa. Rúður, plastpokar og mörg ílát úr plasti ...
Hvað getið þið sagt mér um stjörnuna Vegu?
Á norðurhveli jarðar er Vega næst bjartasta stjarna næturhiminsins, á eftir Síríusi, rétt aðeins bjartari en Kapella í Ökumanninum og fimmta bjartasta stjarna himins. Stjarnan er af birtustigi 0,03. Vega er pólhverf, það er sest aldrei frá Íslandi séð en er samt oft bara rétt ofan við sjóndeildarhringinn. Stjarnan...
Hvað heitir stjörnumerkið sem er eins og W í laginu?
Stjörnumerkið sem minnir á gleitt "W" eða "M" á himninum heitir Kassíópeia. Í grískri goðafræði var Kassíópeia kona Sefeusar og móðir Andrómedu. Kassíópeia þótti falleg og montin og hafði lofað dóttur sinni að hún fengi að giftast Perseusi en fékk bakþanka. Hún sannfærði Agenor, son Póseidons, um að trufla brúðkau...
Sjá fiskar vatn?
Öll spurningin frá Foldaskóla var svona: Nemandi í Foldaskóla, Eiríkur Ísak Magnússon í 5. HR spyr: Af því að manneskjan sér ekki loft, sér fiskur þá vatn? Spurningin er: Sjá fiskar vatn? Með bestu kveðju, Kristín námsráðgjafi í Foldaskóla. Stutta svarið er nei; líkt og við sjáum ekki andrúmsloftið í kringu...
Hvað er gull og hvers vegna fellur ekkert á það?
Gull er málmur og frumefni númer 79 í lotukerfinu. Það hefur efnatáknið Au sem er skammstöfun á latneska heiti þess aurum. Litur gulls er gul-appelsínugulur og er einkennandi fyrir málminn enda flestir aðrir málmar gráir eða silfurlitir/hvítir. Hreint gull er mjúkt og því auðmótanlegt/hamranlegt (e. malleable)...
Hvað er samskynjun, er t.d. hægt að finna bragð að orðum?
Venjulega gerum við ráð fyrir að sjá liti með augunum, finna lykt með nefinu, bragð með munninum og svo framvegis. Mörkin þarna á milli eru yfirleitt talin skýr. Þegar þessi mörk eru rofin er talað um samskynjun (e. synesthesia, synaesthesia). Ef áreiti á eitt skynfæri leiðir til skynjunar sem einkennir annað skyn...
Hvað er Williamsheilkenni?
Williamsheilkenni er sjaldgæfur erfðasjúkdómur sem áætlað er að 1 af hverjum 20.000 lifandi fæddum börnum hafi. Williamsheilkenni var fyrst viðurkennt sem sérstakur sjúkdómur árið 1961. Það kemur fram strax við fæðingu, jafnt hjá stúlku- og sveinbörnum. Heilkennið hefur verið greint um allan heim og kemur fyrir hj...
Er alltaf hægt að leysa Rubik-kubb, sama hversu mikið búið er að rugla honum?
Rubik-kubbur er vinsælt leikfang sem ungverski uppfinningamaðurinn og arkitektinn Ernő Rubik bjó til árið 1974. Sígilda útgáfan af Rubik-kubbi samanstendur af 26 litlum teningum sem hafa mismunandi litaðar hliðar. Hægt er að snúa hverri hlið kubbsins og breyta þannig uppröðun litlu teninganna. Markmiðið með l...
Hvernig eru loftbelgir, hvernig fljúga þeir, hvaða eldsneyti þurfa þeir og hve stórir eru þeir?
Við höfum gert grein fyrir ýmsum grundvallaratriðum loftbelgja í svari okkar við spurningunni Hvaða gas var notað í loftskip? Hyggilegt kann að vera að lesa það svar áður en lengra er haldið hér. Loftbelgir eru belgir með léttu gasi, nógu léttu til að belgurinn í heild, með umbúðum, farmi og farþegum, geti lyfs...