Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna eru sumir strákar miklu kvenlegri en aðrir?

Þorgerður Þorvaldsdóttir (1968-2020)

Áður en ráðist er til atlögu við spurninguna hvers vegna sumir strákar séu kvenlegri en aðrir er mikilvægt að skilgreina við hvað er átt þegar talað er um kvenleika og karlmennsku. Erum við að tala um líkamleg einkenni, vöðvamassa, líkamsburði og andlitsfall, eða snýst spurningin um þætti sem lúta að persónuleika fólks, hegðun og háttalagi sem samfélagið hefur flokkað sem karllegt eða kvenlegt?

Frá getnaði til grafar hefur samfélagið ákveðnar hugmyndir um hvernig við eigum að hegða okkur og líta út, og þar er kyn lykilbreyta. Þá er horft til þess hvort börn kjósa bílaleik og blá föt eða Barbí og bleikar blúndur, hvort unglingar í framhaldsskóla velja eðlisfræðibraut eða málabraut, kraftamannakeppni eða fegurðarsamkeppni, eða hvort fullorðnir einstaklingar lesa Skotveiðiblaðið og Playboy, eða Húsfreyjunna og Nýtt líf.

En þetta eru staðalmyndirnar. Kvenleiki og karlmennska eru ekki fastar óbreytanlegar stærðir, tvö aðskilin box, heldur eitthvað sem er í stöðugri endurskoðun. Raunveruleikinn er auðvitað sá að mannfólkið er ótrúlega margbreytilegt, og sá margbreytileiki gengur þvert á kynjamun.

Þannig er fullt af stelpum sem vilja taka þátt í kraftmiklum líkamlegum leikjum, spila fótbolta, klifra í trjám, og hafa gaman af stærðfræði en kæra sig lítið um kjóla, dúkkur og kvenlegt punt. Á sama hátt eru til „kvenlegir strákar” eins og spyrjandi orðar það, strákar sem hafa meiri áhuga á útliti og tísku og því að sitja og ræða málin en fara út og spila fótbolta eða sitja límdir yfir Formúlunni; strákar sem velja hárgreiðslu, hönnun eða uppeldisstörf frekar en verkfræði, sjómennsku eða bifvélavirkjun.

Skilgreiningar á því hvað telst karlmannlegt og hvað kvenlegt hafa verið víkkaðar verulega út á undanförum árum, að minnsta kosti á Vesturlöndum, og um leið hefur umburðarlyndi okkar gagnvart þeim sem brjóta hið kynjaða norm aukist. Sem dæmi um það má nefna að tískukóngurinn Calvin Klein hafnaði tvíkynja ilmmenningu með því að framleiða og markaðsetja eitt ilmvatn fyrir bæði kynin í stað hefðbundinna kven-ilmvatna og karl-rakspíra. Og í íslensku samhengi má benda á að þar til nýlega þótti nánast óhugsandi að karlmenn sinntu ungabörnum eða heimilisstörfum. Nú er réttur karla til að taka barnseignarfrí hinsvegar bundinn í lög þannig að brátt verða bleyjuskipti ef til vill hluti af íslenskri karlmennskuímynd.

Það er alltaf erfitt að svara því af hverju tiltekinn einstaklingur verður svona en ekki svona. Í stað þess að einblína á það hversu vel strákar (og stelpur) mæta hefðbundnum, en oft niðurnjörvandi, hugmyndum samfélagsins um karlmennsku (og kvenleika) skulum við fagna því að í nútíma samfélagi hafa bæði strákar og stelpur frelsi til að velja sér stað á kynjuðu litrófi út frá eigin hæfileikum, áhuga og getu. Spyrjum því ekki hvort útlit eða hegðun einstaklingsins sé „eðlileg” miðað við kyn hans eða hennar, heldur frekar hvort hann eða hún sé trú(r) og samkvæm(ur) sjálfum sér sem manneskja. Samfélagið verður bara skemmtilegra ef það rúmar alla breiddina, kvenlegar og karllegar stelpur, kvenlega og karllega stráka, gagnkynhneigða og samkynhneigða stráka og stelpur og fólk af allskyns þjóðernum og litarháttum.

Sjá einnig Er í alvöru til eitthvað sem heitir eðli, hjá mannfólki og sem munur á milli kynjanna?

Viðbót ritstjóra:

Við höfum fengið talsvert af spurningum sem varða einstök dæmi um það, af hverju fólk sé ekki allt eins. Meðal annars er hollt að líta á líffræðilegar hliðar slíkra spurninga. Samkvæmt þróunarkenningu Darwins er breytileiki innan tegundar eða stofns eðlilegur og styrkir stöðu tegundarinnar í lífríkinu, til dæmis gagnvart breytilegu umhverfi. Við höfum útskýrt þetta nánar í svari ÞV við spurningunni Af hverju eru sumar kindur styggar en aðrar ekki? Og þótt undarlegt megi virðast er líka fróðleikur um þessi efni í svari okkar við spurningunni Af hverju var Albert Einstein með stærri heila en annað fólk? Enn fleiri svör má kalla fram með því að setja efnisorðið 'breytileiki' inn í leitarvél okkar.

Höfundur

Útgáfudagur

2.5.2001

Spyrjandi

Elfar Logason, f. 1985

Tilvísun

Þorgerður Þorvaldsdóttir (1968-2020). „Hvers vegna eru sumir strákar miklu kvenlegri en aðrir?“ Vísindavefurinn, 2. maí 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1557.

Þorgerður Þorvaldsdóttir (1968-2020). (2001, 2. maí). Hvers vegna eru sumir strákar miklu kvenlegri en aðrir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1557

Þorgerður Þorvaldsdóttir (1968-2020). „Hvers vegna eru sumir strákar miklu kvenlegri en aðrir?“ Vísindavefurinn. 2. maí. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1557>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru sumir strákar miklu kvenlegri en aðrir?
Áður en ráðist er til atlögu við spurninguna hvers vegna sumir strákar séu kvenlegri en aðrir er mikilvægt að skilgreina við hvað er átt þegar talað er um kvenleika og karlmennsku. Erum við að tala um líkamleg einkenni, vöðvamassa, líkamsburði og andlitsfall, eða snýst spurningin um þætti sem lúta að persónuleika fólks, hegðun og háttalagi sem samfélagið hefur flokkað sem karllegt eða kvenlegt?

Frá getnaði til grafar hefur samfélagið ákveðnar hugmyndir um hvernig við eigum að hegða okkur og líta út, og þar er kyn lykilbreyta. Þá er horft til þess hvort börn kjósa bílaleik og blá föt eða Barbí og bleikar blúndur, hvort unglingar í framhaldsskóla velja eðlisfræðibraut eða málabraut, kraftamannakeppni eða fegurðarsamkeppni, eða hvort fullorðnir einstaklingar lesa Skotveiðiblaðið og Playboy, eða Húsfreyjunna og Nýtt líf.

En þetta eru staðalmyndirnar. Kvenleiki og karlmennska eru ekki fastar óbreytanlegar stærðir, tvö aðskilin box, heldur eitthvað sem er í stöðugri endurskoðun. Raunveruleikinn er auðvitað sá að mannfólkið er ótrúlega margbreytilegt, og sá margbreytileiki gengur þvert á kynjamun.

Þannig er fullt af stelpum sem vilja taka þátt í kraftmiklum líkamlegum leikjum, spila fótbolta, klifra í trjám, og hafa gaman af stærðfræði en kæra sig lítið um kjóla, dúkkur og kvenlegt punt. Á sama hátt eru til „kvenlegir strákar” eins og spyrjandi orðar það, strákar sem hafa meiri áhuga á útliti og tísku og því að sitja og ræða málin en fara út og spila fótbolta eða sitja límdir yfir Formúlunni; strákar sem velja hárgreiðslu, hönnun eða uppeldisstörf frekar en verkfræði, sjómennsku eða bifvélavirkjun.

Skilgreiningar á því hvað telst karlmannlegt og hvað kvenlegt hafa verið víkkaðar verulega út á undanförum árum, að minnsta kosti á Vesturlöndum, og um leið hefur umburðarlyndi okkar gagnvart þeim sem brjóta hið kynjaða norm aukist. Sem dæmi um það má nefna að tískukóngurinn Calvin Klein hafnaði tvíkynja ilmmenningu með því að framleiða og markaðsetja eitt ilmvatn fyrir bæði kynin í stað hefðbundinna kven-ilmvatna og karl-rakspíra. Og í íslensku samhengi má benda á að þar til nýlega þótti nánast óhugsandi að karlmenn sinntu ungabörnum eða heimilisstörfum. Nú er réttur karla til að taka barnseignarfrí hinsvegar bundinn í lög þannig að brátt verða bleyjuskipti ef til vill hluti af íslenskri karlmennskuímynd.

Það er alltaf erfitt að svara því af hverju tiltekinn einstaklingur verður svona en ekki svona. Í stað þess að einblína á það hversu vel strákar (og stelpur) mæta hefðbundnum, en oft niðurnjörvandi, hugmyndum samfélagsins um karlmennsku (og kvenleika) skulum við fagna því að í nútíma samfélagi hafa bæði strákar og stelpur frelsi til að velja sér stað á kynjuðu litrófi út frá eigin hæfileikum, áhuga og getu. Spyrjum því ekki hvort útlit eða hegðun einstaklingsins sé „eðlileg” miðað við kyn hans eða hennar, heldur frekar hvort hann eða hún sé trú(r) og samkvæm(ur) sjálfum sér sem manneskja. Samfélagið verður bara skemmtilegra ef það rúmar alla breiddina, kvenlegar og karllegar stelpur, kvenlega og karllega stráka, gagnkynhneigða og samkynhneigða stráka og stelpur og fólk af allskyns þjóðernum og litarháttum.

Sjá einnig Er í alvöru til eitthvað sem heitir eðli, hjá mannfólki og sem munur á milli kynjanna?

Viðbót ritstjóra:

Við höfum fengið talsvert af spurningum sem varða einstök dæmi um það, af hverju fólk sé ekki allt eins. Meðal annars er hollt að líta á líffræðilegar hliðar slíkra spurninga. Samkvæmt þróunarkenningu Darwins er breytileiki innan tegundar eða stofns eðlilegur og styrkir stöðu tegundarinnar í lífríkinu, til dæmis gagnvart breytilegu umhverfi. Við höfum útskýrt þetta nánar í svari ÞV við spurningunni Af hverju eru sumar kindur styggar en aðrar ekki? Og þótt undarlegt megi virðast er líka fróðleikur um þessi efni í svari okkar við spurningunni Af hverju var Albert Einstein með stærri heila en annað fólk? Enn fleiri svör má kalla fram með því að setja efnisorðið 'breytileiki' inn í leitarvél okkar....