Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju var Albert Einstein með stærri heila en annað fólk?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Þessi spurning er af þeirri gerð sem sumir mundu svara með setningum eins og "Af því bara" eða með spurningu á móti: "Af hverju ekki?" En þegar betur er að gáð er vert að fara um hana nokkrum orðum.

Við spyrjum venjulega út í hlutina þegar eitthvað kemur okkur á óvart, er öðruvísi en við héldum að það væri. Það er rétt hjá spyrjanda að heili Einsteins var öðruvísi en meðalheili og að sumu leyti stærri, og er fjallað um það í svari okkar við spurningunni Hversu stór var heili Einsteins og hvaða svæði voru óvenjulega stór? En Einstein var óvenjulegur maður og hugsaði öðru vísi og ef til vill meira en aðrir. Þess vegna kemur varla á óvart að heilinn í honum hafi á einhvern hátt verið frábrugðinn öðrum mannsheilum. Ef hann hefði reynst vera eins og í öðrum mönnum, hefðum við þá ekki spurt í staðinn af hverju svo væri?

Við getum hins vegar líka skilið spurninguna svo að spyrjanda komi á óvart að heilar manna skuli vera misstórir (því að það eru þeir óneitanlega). En við höfum í rauninni þegar svarað spurningunni "Af hverju eru heilar í sumu fólki stærri en í öðrum?"Þótt undarlegt kunni að virðast gerðum við það í svari okkar við býsna ólíkri spurningu, sem sé Af hverju eru sumar kindur styggar en aðrar ekki? Ástæðan fyrir breytileika í heilastærð manna er nefnilega nákvæmlega hin sama og fyrir breytileika í styggð sauðkinda eða fyrir hvaða öðrum breytileika í stofnum lífvera sem er.

Bent er á góða umfjöllun NOVA um Einstein og hugmyndir hans.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

28.7.2000

Spyrjandi

Vignir Már Lýðsson, f. 1989

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju var Albert Einstein með stærri heila en annað fólk?“ Vísindavefurinn, 28. júlí 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=697.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 28. júlí). Af hverju var Albert Einstein með stærri heila en annað fólk? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=697

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju var Albert Einstein með stærri heila en annað fólk?“ Vísindavefurinn. 28. júl. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=697>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju var Albert Einstein með stærri heila en annað fólk?
Þessi spurning er af þeirri gerð sem sumir mundu svara með setningum eins og "Af því bara" eða með spurningu á móti: "Af hverju ekki?" En þegar betur er að gáð er vert að fara um hana nokkrum orðum.

Við spyrjum venjulega út í hlutina þegar eitthvað kemur okkur á óvart, er öðruvísi en við héldum að það væri. Það er rétt hjá spyrjanda að heili Einsteins var öðruvísi en meðalheili og að sumu leyti stærri, og er fjallað um það í svari okkar við spurningunni Hversu stór var heili Einsteins og hvaða svæði voru óvenjulega stór? En Einstein var óvenjulegur maður og hugsaði öðru vísi og ef til vill meira en aðrir. Þess vegna kemur varla á óvart að heilinn í honum hafi á einhvern hátt verið frábrugðinn öðrum mannsheilum. Ef hann hefði reynst vera eins og í öðrum mönnum, hefðum við þá ekki spurt í staðinn af hverju svo væri?

Við getum hins vegar líka skilið spurninguna svo að spyrjanda komi á óvart að heilar manna skuli vera misstórir (því að það eru þeir óneitanlega). En við höfum í rauninni þegar svarað spurningunni "Af hverju eru heilar í sumu fólki stærri en í öðrum?"Þótt undarlegt kunni að virðast gerðum við það í svari okkar við býsna ólíkri spurningu, sem sé Af hverju eru sumar kindur styggar en aðrar ekki? Ástæðan fyrir breytileika í heilastærð manna er nefnilega nákvæmlega hin sama og fyrir breytileika í styggð sauðkinda eða fyrir hvaða öðrum breytileika í stofnum lífvera sem er.

Bent er á góða umfjöllun NOVA um Einstein og hugmyndir hans....