Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um stjörnuna Vegu?

Sævar Helgi Bragason

Á norðurhveli jarðar er Vega næst bjartasta stjarna næturhiminsins, á eftir Síríusi, rétt aðeins bjartari en Kapella í Ökumanninum og fimmta bjartasta stjarna himins. Stjarnan er af birtustigi 0,03. Vega er pólhverf, það er sest aldrei frá Íslandi séð en er samt oft bara rétt ofan við sjóndeildarhringinn. Stjarnan sést hvar sem er ofan við 51° suðlægrar breiddar sem þýðir meðal annars að hún er sýnileg frá Nýja Sjálandi. Það hvað hún er blá, björt og fögur gerir það af verkum að auðvelt er að koma auga á hana á himninum. Ásamt Deneb í Svaninum og Altair í Erninum mynda stjörnurnar hinn svonefnda "Sumarþríhyrning".

Vega er bjartasta stjarnan í stjörnumerkinu Hörpunni eða Lyru. Harpan er sú harpa sem Apollo gaf Orfeusi, hinu mikla tónskáldi. Vega hefur líka verið kölluð litla skjaldbakan, líklega vegna þess að hörpur voru gerðar úr skeljum skjaldbaka. Vegu er ennfremur oft nefnd Hörpustjörnan og í Grikklandi var hún stundum nefnd Cithae. Arabar kölluðu hana Nablon en það var fönísk harpa. Egyptar þekktu Vegu sem Hrægammastjörnuna og á Íslandi var hún þekkt sem Blástjarnan og Kaupmannastjarnan. Forníslenskt nafn á Blástjörnunni er Suðurstjarnan. Nafnið Vega, sem var upprunalega Wega, er komið úr arabísku. Hinn frægi arabíski stjörnufræðingur Al-Sufi kallaði stjörnuna Al Iwazz sem þýðir Gæsin.

Til er saga um stúlkuna Vegu frá Kína. Sú saga kemur fyrir í Söngvabókinni (Shih Ching) en það er kínversk ljóðabók frá 6. öld f.kr. Í þessari sögu er Vega ung vefarastúlka sem verður ástfangin af hjarðsveininum Altair. Þau verða svo gagntekin hvort af öðru að þau vanrækja skyldur sínar og er refsað á þann hátt að þau eru sett hvort sínu megin á vetrarbrautina. Einu sinni á ári mega þau þó hittast, sjöundu nótt hins sjöunda tungls, þegar fuglabrú nær yfir "Stjörnufljótið" og elskhugarnir geta hist.

Rómverjar notuðu Vegu til almanaksútreikninga, en þegar hún sást snemma morguns var vorið á næsta leyti. Mun fyrr, eða fyrir um 12.000 árum, var Vega pólstjarnan á norðurpól himins og mun verða það aftur eftir 12.000 ár. Það gerist vegna pólveltunnar.

Vega er í um 25 ljósára fjarlægð frá sólinni. Hún er því nálægasta stjarnan af 1. birtustig. Fjarlægðin til hennar var líka ein sú fyrsta sem mæld var nákvæmlega en það gerði rússnesk-þýski stjörnufræðingurinn Friedrich Georg Wilhelm Struve á fyrri hluta 19. aldar. Á svipuðum tíma var þýski stjörnufræðingurinn Friedrich Wilhelm Bessel að mæla fjarlægðina til 61 Cygni. Struve fékk út ónákvæmari tölu en Bessel fékk síðar, þar sem Vega er fjarlægari, en engu að síður var þetta skref í rétta átt.

Í sjónauka virðist Vega hafa tvær fylgistjörnur, aðra af tíunda birtustigi en hina af tólfta. Þetta þrístirnakerfi er í raun sýndarþrístirni því stjörnurnar eru í raun fyrir aftan Vegu. Fylgistjörnurnar eru ennfremur ekki á braut um hvor aðra.

Vega er dæmigerð meginraðarstjarna af litrófsgerðinni A0. Hún er miklu heitari en sólin okkar en yfirborðshitinn er yfir 9000°C. Vega er einnig þrisvar sinnum massameiri en sólin og þvermálið er líklega um 3,7 milljón km. Hún hefur fimmtíu sinnum meira ljósafl en sólin okkar. Menn hafa sérstakan áhuga á Vegu af annarri ástæðu, þeirri að fundist hefur ský umhverfis stjörnuna þar sem reikistjörnur gætu verið að myndast. Þetta ský uppgötvaðist árið 1983 með IRAS (Infra-Red Astronomical Satellite) gervitunglinu.

Mælingar gervintunglsins sýndu að í skýinu voru frekar stórar rykagnir, stærri en þær sem finnast iðulega í geimnum. Skýið teygði sig ennfremur 12 milljón km frá Vegu en það er um það bil 80 föld fjarlægðin milli jarðar og sólar. Hitinn á rykögnunum í skýinu voru um það bil -184°C sem er næstum sami hiti og á ísögnum í hringjum Satúrnusar.

Til gamans má geta þess að Vega er eina stjarnan sem hefur fengið bíltegund nefnda eftir sér en það er "Chevrolet Vega".

Tölulegar upplýsingar um Vegu:

Stjörnulengd (RA)18h 36m 56,2s
Stjörnubreidd (Dec)+38° 47’ 0"
Sýndarbirta0,03
Reyndarbirta+0,5
LitrófsgerðA0
Ljósafl, Sólin=152
Fjarlægð25 ljósár
Hliðrun0,124"
Sjónstefnuhraði-14 km/s
EiginhreyfingRA +0,017" dec. +0,28"

Heimildir:

Ingvar Agnarsson. Leiðsögn til stjarnanna. Skákprent, Reykjavík, 1989.

Moore, Patrick. Brilliant Stars. Ted Smart, London, 1996

Ridpath, Ian. A Dictionary of Astronomy. Oxford Paperback Reference, Oxford University Press, New York, 1997.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

23.5.2002

Spyrjandi

Hörður Karlsson

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvað getið þið sagt mér um stjörnuna Vegu?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2408.

Sævar Helgi Bragason. (2002, 23. maí). Hvað getið þið sagt mér um stjörnuna Vegu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2408

Sævar Helgi Bragason. „Hvað getið þið sagt mér um stjörnuna Vegu?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2408>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um stjörnuna Vegu?
Á norðurhveli jarðar er Vega næst bjartasta stjarna næturhiminsins, á eftir Síríusi, rétt aðeins bjartari en Kapella í Ökumanninum og fimmta bjartasta stjarna himins. Stjarnan er af birtustigi 0,03. Vega er pólhverf, það er sest aldrei frá Íslandi séð en er samt oft bara rétt ofan við sjóndeildarhringinn. Stjarnan sést hvar sem er ofan við 51° suðlægrar breiddar sem þýðir meðal annars að hún er sýnileg frá Nýja Sjálandi. Það hvað hún er blá, björt og fögur gerir það af verkum að auðvelt er að koma auga á hana á himninum. Ásamt Deneb í Svaninum og Altair í Erninum mynda stjörnurnar hinn svonefnda "Sumarþríhyrning".

Vega er bjartasta stjarnan í stjörnumerkinu Hörpunni eða Lyru. Harpan er sú harpa sem Apollo gaf Orfeusi, hinu mikla tónskáldi. Vega hefur líka verið kölluð litla skjaldbakan, líklega vegna þess að hörpur voru gerðar úr skeljum skjaldbaka. Vegu er ennfremur oft nefnd Hörpustjörnan og í Grikklandi var hún stundum nefnd Cithae. Arabar kölluðu hana Nablon en það var fönísk harpa. Egyptar þekktu Vegu sem Hrægammastjörnuna og á Íslandi var hún þekkt sem Blástjarnan og Kaupmannastjarnan. Forníslenskt nafn á Blástjörnunni er Suðurstjarnan. Nafnið Vega, sem var upprunalega Wega, er komið úr arabísku. Hinn frægi arabíski stjörnufræðingur Al-Sufi kallaði stjörnuna Al Iwazz sem þýðir Gæsin.

Til er saga um stúlkuna Vegu frá Kína. Sú saga kemur fyrir í Söngvabókinni (Shih Ching) en það er kínversk ljóðabók frá 6. öld f.kr. Í þessari sögu er Vega ung vefarastúlka sem verður ástfangin af hjarðsveininum Altair. Þau verða svo gagntekin hvort af öðru að þau vanrækja skyldur sínar og er refsað á þann hátt að þau eru sett hvort sínu megin á vetrarbrautina. Einu sinni á ári mega þau þó hittast, sjöundu nótt hins sjöunda tungls, þegar fuglabrú nær yfir "Stjörnufljótið" og elskhugarnir geta hist.

Rómverjar notuðu Vegu til almanaksútreikninga, en þegar hún sást snemma morguns var vorið á næsta leyti. Mun fyrr, eða fyrir um 12.000 árum, var Vega pólstjarnan á norðurpól himins og mun verða það aftur eftir 12.000 ár. Það gerist vegna pólveltunnar.

Vega er í um 25 ljósára fjarlægð frá sólinni. Hún er því nálægasta stjarnan af 1. birtustig. Fjarlægðin til hennar var líka ein sú fyrsta sem mæld var nákvæmlega en það gerði rússnesk-þýski stjörnufræðingurinn Friedrich Georg Wilhelm Struve á fyrri hluta 19. aldar. Á svipuðum tíma var þýski stjörnufræðingurinn Friedrich Wilhelm Bessel að mæla fjarlægðina til 61 Cygni. Struve fékk út ónákvæmari tölu en Bessel fékk síðar, þar sem Vega er fjarlægari, en engu að síður var þetta skref í rétta átt.

Í sjónauka virðist Vega hafa tvær fylgistjörnur, aðra af tíunda birtustigi en hina af tólfta. Þetta þrístirnakerfi er í raun sýndarþrístirni því stjörnurnar eru í raun fyrir aftan Vegu. Fylgistjörnurnar eru ennfremur ekki á braut um hvor aðra.

Vega er dæmigerð meginraðarstjarna af litrófsgerðinni A0. Hún er miklu heitari en sólin okkar en yfirborðshitinn er yfir 9000°C. Vega er einnig þrisvar sinnum massameiri en sólin og þvermálið er líklega um 3,7 milljón km. Hún hefur fimmtíu sinnum meira ljósafl en sólin okkar. Menn hafa sérstakan áhuga á Vegu af annarri ástæðu, þeirri að fundist hefur ský umhverfis stjörnuna þar sem reikistjörnur gætu verið að myndast. Þetta ský uppgötvaðist árið 1983 með IRAS (Infra-Red Astronomical Satellite) gervitunglinu.

Mælingar gervintunglsins sýndu að í skýinu voru frekar stórar rykagnir, stærri en þær sem finnast iðulega í geimnum. Skýið teygði sig ennfremur 12 milljón km frá Vegu en það er um það bil 80 föld fjarlægðin milli jarðar og sólar. Hitinn á rykögnunum í skýinu voru um það bil -184°C sem er næstum sami hiti og á ísögnum í hringjum Satúrnusar.

Til gamans má geta þess að Vega er eina stjarnan sem hefur fengið bíltegund nefnda eftir sér en það er "Chevrolet Vega".

Tölulegar upplýsingar um Vegu:

Stjörnulengd (RA)18h 36m 56,2s
Stjörnubreidd (Dec)+38° 47’ 0"
Sýndarbirta0,03
Reyndarbirta+0,5
LitrófsgerðA0
Ljósafl, Sólin=152
Fjarlægð25 ljósár
Hliðrun0,124"
Sjónstefnuhraði-14 km/s
EiginhreyfingRA +0,017" dec. +0,28"

Heimildir:

Ingvar Agnarsson. Leiðsögn til stjarnanna. Skákprent, Reykjavík, 1989.

Moore, Patrick. Brilliant Stars. Ted Smart, London, 1996

Ridpath, Ian. A Dictionary of Astronomy. Oxford Paperback Reference, Oxford University Press, New York, 1997....