Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er samskynjun, er t.d. hægt að finna bragð að orðum?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Venjulega gerum við ráð fyrir að sjá liti með augunum, finna lykt með nefinu, bragð með munninum og svo framvegis. Mörkin þarna á milli eru yfirleitt talin skýr. Þegar þessi mörk eru rofin er talað um samskynjun (e. synesthesia, synaesthesia). Ef áreiti á eitt skynfæri leiðir til skynjunar sem einkennir annað skynfæri er um samskynjun að ræða. Jafnframt getur samskynjun átt sér stað þannig að áreiti af ákveðnu tagi valdi skynhrifum sem tengjast almennt annars konar áreiti þótt um sama skynfæri geti verið að ræða.

Eitt algengasta dæmið um samskynjun er að sjá bókstafi, tölustafi og orð í litum. Þegar við horfum á stafinn V sjáum við ákveðna lögun sem við tengjum þessum bókstaf og notum til að þekkja stafinn. Sumt fólk sér hins vegar líka ákveðinn lit, til dæmis grænan, sem það tengir stafnum V. Hann er þá í huga þess grænn bókstafur, væntanlega ásamt ýmsum öðrum stöfum.

Þessi skynhrif eru ekki kölluð fram viljandi af viðkomandi einstaklingum, heldur blasir litur bókstafsins við þeim á sama hátt og lögunin blasir við okkur hinum. Þannig hafa börn með tilhneigingu til samskynjunar oft ergt sig á því að tré- eða plastbókstafir, til dæmis þessir segulmögnuðu sem settir eru á kæliskáp, væru í “röngum” litum.

Rétt er að benda á að samskynjun virðist einstaklingsbundin; þannig ber til dæmis ekki öllum með litasamskynjun saman um það hvaða stafur hafi hvaða lit. Enn fremur virðast skynhrifin sjálf vera ólík; sumum finnst þannig að samskynjunarlitirnir séu í umhverfinu, til dæmis að rauð slikja umlyki tiltekinn bókstaf, á meðan öðrum finnst liturinn einungis vera í huga sér. Þó er þetta fólk yfirleitt samkvæmt sjálfu sér, til dæmis finnst því almennt að bókstafur hafi sama lit og hann hafði mörgum mánuðum fyrr.


Samskynjun getur til dæmis falist í því að finnast tónar hafa lit.

Auk þess að sjá stafi í litum getur fólk skynjað orð í litum þannig að sum orð eru blá orð, önnur gul og svo framvegis. Einnig er talið nokkuð algengt að fólk skynji daga vikunnar í tilteknum litum. Fleiri dæmi um samskynjun eru að sjá tóna eða tónlist í litum, finnast mánuðir ársins hafa rúmtak eða lögun og að finna bragð af orðum. James Wannerton frá Blackpool í Englandi segist til að mynda alltaf hafa fundið bragð af beikoni þegar hann hafði yfir þessa línu úr Faðirvorinu í skóla: “Fyrirgef oss vorar skuldir.”

Ekki er ljóst hve algeng samskynjun er og eru tölur um það á reiki. Talað hefur verið um allt frá einum af hverjum 100.000 upp í einn af hverjum fjórum. Ein ástæðan fyrir þessum mismun er líklega að notast er við viðmið um hvað teljist til samskynjunar og hvað ekki; í sumum rannsóknum er til að mynda einungis stuðst við sjálfsmat fólks, það er hvort fólk segist finna fyrir samskynjun eða ekki, á meðan hlutlægari mælikvarðar eru notaðir í öðrum rannsóknum. Þó getur nú talist almennt viðurkennt að samskynjun komi að minnsta kosti fyrir hjá einum af hverjum 2000 manns.

Hæfileikinn til samskynjunar er talinn arfgengur. Hann erfist mögulega um X-litning þótt það þyki ekki fullvíst. Sumar rannsóknir gefa til kynna að konur hafi meiri tilhneigingu til samskynjunar en karlar. Ekki er þó víst að um raunverulegan mun sé að ræða, heldur gæti hann til að mynda skýrst af því að konur séu líklegri en karlar til að segja frá óvenjulegri skynreynslu eða að þær taki frekar eftir henni.

Samskynjun getur einnig komið til af neyslu ofskynjunarlyfja en þá er væntanlega um afmörkuð tilvik að ræða.

Samskynjun, eða öllu heldur tilhneigingin til hennar, telst ekki sjúkdómur þar sem hún virðist ekki há fólki á nokkurn hátt heldur er hún viðbót ofan á önnur skynhrif.

Heimildir, frekara lesefni og mynd

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

25.9.2002

Spyrjandi

Suzanne Bieshaar
Guðbjörg Anna Guðmundsdóttir

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvað er samskynjun, er t.d. hægt að finna bragð að orðum?“ Vísindavefurinn, 25. september 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2717.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2002, 25. september). Hvað er samskynjun, er t.d. hægt að finna bragð að orðum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2717

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvað er samskynjun, er t.d. hægt að finna bragð að orðum?“ Vísindavefurinn. 25. sep. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2717>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er samskynjun, er t.d. hægt að finna bragð að orðum?
Venjulega gerum við ráð fyrir að sjá liti með augunum, finna lykt með nefinu, bragð með munninum og svo framvegis. Mörkin þarna á milli eru yfirleitt talin skýr. Þegar þessi mörk eru rofin er talað um samskynjun (e. synesthesia, synaesthesia). Ef áreiti á eitt skynfæri leiðir til skynjunar sem einkennir annað skynfæri er um samskynjun að ræða. Jafnframt getur samskynjun átt sér stað þannig að áreiti af ákveðnu tagi valdi skynhrifum sem tengjast almennt annars konar áreiti þótt um sama skynfæri geti verið að ræða.

Eitt algengasta dæmið um samskynjun er að sjá bókstafi, tölustafi og orð í litum. Þegar við horfum á stafinn V sjáum við ákveðna lögun sem við tengjum þessum bókstaf og notum til að þekkja stafinn. Sumt fólk sér hins vegar líka ákveðinn lit, til dæmis grænan, sem það tengir stafnum V. Hann er þá í huga þess grænn bókstafur, væntanlega ásamt ýmsum öðrum stöfum.

Þessi skynhrif eru ekki kölluð fram viljandi af viðkomandi einstaklingum, heldur blasir litur bókstafsins við þeim á sama hátt og lögunin blasir við okkur hinum. Þannig hafa börn með tilhneigingu til samskynjunar oft ergt sig á því að tré- eða plastbókstafir, til dæmis þessir segulmögnuðu sem settir eru á kæliskáp, væru í “röngum” litum.

Rétt er að benda á að samskynjun virðist einstaklingsbundin; þannig ber til dæmis ekki öllum með litasamskynjun saman um það hvaða stafur hafi hvaða lit. Enn fremur virðast skynhrifin sjálf vera ólík; sumum finnst þannig að samskynjunarlitirnir séu í umhverfinu, til dæmis að rauð slikja umlyki tiltekinn bókstaf, á meðan öðrum finnst liturinn einungis vera í huga sér. Þó er þetta fólk yfirleitt samkvæmt sjálfu sér, til dæmis finnst því almennt að bókstafur hafi sama lit og hann hafði mörgum mánuðum fyrr.


Samskynjun getur til dæmis falist í því að finnast tónar hafa lit.

Auk þess að sjá stafi í litum getur fólk skynjað orð í litum þannig að sum orð eru blá orð, önnur gul og svo framvegis. Einnig er talið nokkuð algengt að fólk skynji daga vikunnar í tilteknum litum. Fleiri dæmi um samskynjun eru að sjá tóna eða tónlist í litum, finnast mánuðir ársins hafa rúmtak eða lögun og að finna bragð af orðum. James Wannerton frá Blackpool í Englandi segist til að mynda alltaf hafa fundið bragð af beikoni þegar hann hafði yfir þessa línu úr Faðirvorinu í skóla: “Fyrirgef oss vorar skuldir.”

Ekki er ljóst hve algeng samskynjun er og eru tölur um það á reiki. Talað hefur verið um allt frá einum af hverjum 100.000 upp í einn af hverjum fjórum. Ein ástæðan fyrir þessum mismun er líklega að notast er við viðmið um hvað teljist til samskynjunar og hvað ekki; í sumum rannsóknum er til að mynda einungis stuðst við sjálfsmat fólks, það er hvort fólk segist finna fyrir samskynjun eða ekki, á meðan hlutlægari mælikvarðar eru notaðir í öðrum rannsóknum. Þó getur nú talist almennt viðurkennt að samskynjun komi að minnsta kosti fyrir hjá einum af hverjum 2000 manns.

Hæfileikinn til samskynjunar er talinn arfgengur. Hann erfist mögulega um X-litning þótt það þyki ekki fullvíst. Sumar rannsóknir gefa til kynna að konur hafi meiri tilhneigingu til samskynjunar en karlar. Ekki er þó víst að um raunverulegan mun sé að ræða, heldur gæti hann til að mynda skýrst af því að konur séu líklegri en karlar til að segja frá óvenjulegri skynreynslu eða að þær taki frekar eftir henni.

Samskynjun getur einnig komið til af neyslu ofskynjunarlyfja en þá er væntanlega um afmörkuð tilvik að ræða.

Samskynjun, eða öllu heldur tilhneigingin til hennar, telst ekki sjúkdómur þar sem hún virðist ekki há fólki á nokkurn hátt heldur er hún viðbót ofan á önnur skynhrif.

Heimildir, frekara lesefni og mynd

...