Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 264 svör fundust
Eru eða hafa einhvern tímann verið til svartir ísbirnir?
Einu svörtu ísbirnirnir (Ursus maritimus) sem höfundi er kunnugt um, voru á viðvörunarskiltum á Svalbarða. Samkvæmt nýjustu fréttum eru þeir ísbirnir meira að segja orðnir hvítir! Eftir rannsóknum að dæma greindust ísbirnir frá brúnbjörnum (skógarbjörnum, Ursus arctos) fyrir rúmlega 100 þúsund árum á ísöld (ple...
Af hverju segir maður fjörutíu en ekki fjórtíu?
Í fornu máli voru tölurnar frá 30 til 90 myndaðar á þann hátt að við tölurnur 3, 4 og svo framvegis var skeytt orðinu tigr eða tugr (einnig ritað tegr, tøgr), það er þrír tiger, fiórir tiger og beygðust þá báðir liðir talnanna, til dæmis þrjá tigu, fióra tigu (þf.). Aðrar tölur, eins og fimm, sex, sjö og svo framv...
Halda neglur og hár áfram að vaxa eftir að líkaminn deyr?
Hár okkar og neglur eru gerðar úr svokölluðu hyrni eða keratíni sem er prótín. Hár og neglur eru því ekki úr lifandi frumum nema alveg við rótina. Þar af leiðandi eru hvorki æðar né taugar í nöglum eða hári. Neglur vaxa um það bil 0,1 mm á dag sem þýðir að á þremur til sex mánuðum verður til heil ný nögl. Hár okka...
Af hverju er fólk minna núna en í gamla daga?
Fólk er að meðaltali hærra í dag en það var fyrr á öldum en ekki minna, eins og spyrjandi telur. Það ræðst mikið til af því að í dag býr fólk almennt við mun betri aðstæður en áður fyrr, það fær betri næringu og heilsufar er betra. Raunar er meðalhæð stundum notuð sem mælikvarði á hversu góð lífsskilyrði þjóða eru...
Hver er munurinn á álfum og huldufólki?
Í Íslenskri orðabók hefur álfur tvær merkingar, annars vegar huldumaður og hins vegar heimskingi eða flón. Huldufólk er hins vegar útskýrt sem „álfar, e.k. mannverur (oftast ósýnilegar) taldar búa í hólum og björgum“. Af þessu má ráða að lítill munur sé á álfum og huldufólki þar sem bæði hugtökin eru útskýrð með h...
Af hverju hræðast menn að svartur köttur gangi í veg fyrir þá?
Talið er að heimiliskötturinn hafi komið til Evrópu einhvern tíma á járnöld en utan Evrópu á hann sér mun lengri sögu. Hlutverk kattarins í samfélagi við manninn hefur allt frá fyrstu tíð verið að verja uppskeru og híbýli fyrir nagdýrum auk þess sem kattarskinn voru lengi talin verðmæt. Það er einnig ævagömul trú ...
Hvers vegna voru hafðar galdrabrennur hér í gamla daga?
Svar þetta er skrifað með unga lesendur í hugaGaldrabrennurnar í gamla daga helguðust af því að fólk hugsaði of mikið um djöfulinn og það óttaðist að hann væri að ná tökum á mannfólkinu. Þetta sagði að minnsta kosti Brynjólfur Sveinsson, biskup í Skálholti, í bréfi sem hann skrifaði einum af prestum landsins árið ...
Hvað eru til margar hunda- og kattategundir í heiminum?
Hundar tilheyra hundaættinni (Canidae) sem inniheldur um það bil 35 tegundir í 10 ættkvíslum. Sem dæmi um tegundir ættarinnar má nefna úlfa (Canis lupus), sléttuúlfa (Canis latrans), rauðúlfa (Canis rufus), refi (Vulpes sp.) og hunda (Canis familiaris). Það er nefnilega aðeins til ein tegund af heimilishundum (Can...
Hvað er langt síðan jarðarbúar voru raunverulega helmingi færri en þeir eru í dag?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Heyrði einhvern í viðtalsþætti (um eitthvað allt annað) halda því blákalt fram að það væri ekki lengra síðan en á 10. áratug síðustu aldar sem jarðarbúar voru helmingi færri en í dag - Getur þetta virkilega staðist? Þegar þetta er skrifað, vorið 2020, er talið að jarðarbúar séu...
Hvað eru nútímahraun?
Nútímahraun eru öll þau hraun sem runnið hafa á Íslandi á jarðsögutímabilinu nútíma og ísaldarjökull hefur ekki gengið yfir. Núverandi jarðsögutímabil kallast kvarter og það skiptist í tvö önnur jarðsögutímabil. Eldra tímabilið nefnist pleistósen, eða ísöld á íslensku, en hið yngra hólósen, eða nútími á íslensku.[...
Af hverju eru páskarnir ekki alltaf á sama tíma?
Frumástæðan er sú að atburðirnir sem við tengjum páskum samkvæmt Nýja testamentinu eru þar miðaðir við samnefnda hátíð gyðinga. Í tímatali þeirra er hins vegar notað tunglár sem kallað er. Af því leiðir meðal annars að tiltekinn dagur í tilteknum mánuði getur færst fram og aftur um mánuð miðað við tímatal okkar. ...
Hver teiknaði myndirnar af gosunum, drottningunum og kóngunum á spilin?
Útlit spilastokka hefur þróast mjög þær aldir sem þeir hafa verið þekktir og notaðir í Evrópu og engum einum manni er hægt að eigna hönnun þeirra. Helstan má þó nefna Charles nokkurn Goodall – flest spil eru enn þann dag í dag byggð á hans hönnun, með mannspilum sem speglast um miðju svo á þeim vísar ekkert upp eð...
Hversu langan tíma tekur það nýtt hraun að verða að hörðum steini?
Hraun myndast við það að bráðin bergkvika storknar og er því storkuberg. Hrein efni eins og gull (Au), vatn (H2O) eða kísiloxíð (SiO2) storkna við eitt ákveðið hitastig, gullið við 1064°C, vatnið við 0°C og kísiloxíðið við 2269°C. Þetta merkir að ofan við 1064°C er gull bráðið, en storkið neðan við 1064°C. Ólík...
Hvar í heiminum er talið að mannkynið sé upprunnið?
Spurningin um hvar uppruna manna sé að leita hefur sótt á hugi margra vísindamanna á Vesturlöndum undanfarnar tvær aldir eða allt síðan farið var að efast um að frásögn Gamla testamentisins af sköpun mannsins væri fræðilega nákvæm. Á ofanverðri nítjándu öld fóru líffærafræðingar að átta sig á því að hægt væri a...
Hvort er umhverfisvænna, plast eða pappír? Hvers vegna?
Hér er einnig svarað spurningunni: Af hverju má henda pappakassa í sjóinn en ekki plastbrúsa? Þetta var allt búið til úr náttúrunni. Pappír er í grundvallaratriðum umhverfisvænni en plast og er skýringanna að leita í efnafræði. Pappír er gerður úr örfínum þráðum, yfirleitt úr sellulósa sem bundinn er saman með ve...