Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:13 • Sest 13:33 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:31 • Síðdegis: 23:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:12 • Síðdegis: 16:52 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:13 • Sest 13:33 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:31 • Síðdegis: 23:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:12 • Síðdegis: 16:52 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er átt við þegar fólk segir farðu norður og niður?

Guðrún Kvaran

Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvað er átt við með þegar fólk segir farðu norður og niður og hvaðan kemur þetta orð?

Orðasambandið að fara norður og niður í merkingunni ‘fara til fjandans’ er vel þekkt um aldir. Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 17. öld úr Flateyjarrímu Magnúsar Ólafssonar í Laufási. Þar segir:

Ekki þagði álma viður
yfir vegi,
leiðina sagði norður og niður
um náhvals teigi.

Náhvalurinn er tannhvalur og flækingur við Ísland. Álma viður er mannkenning.

Norður er í átt myrkurs og ísa og eins og allir vita býr fjandinn í logandi víti. Leiðin til fjandans var því fyrst ógnarköld en síðan tóku við logandi eldar. Betra þótti í mínu ungdæmi að segja „farðu norður og niður“ en segja „farðu til fjandans“. Þá var verið að blóta sem ekki þótti gott.

Heimild:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

9.12.2024

Spyrjandi

Arnar Elvarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er átt við þegar fólk segir farðu norður og niður?“ Vísindavefurinn, 9. desember 2024, sótt 21. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86933.

Guðrún Kvaran. (2024, 9. desember). Hvað er átt við þegar fólk segir farðu norður og niður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86933

Guðrún Kvaran. „Hvað er átt við þegar fólk segir farðu norður og niður?“ Vísindavefurinn. 9. des. 2024. Vefsíða. 21. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86933>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er átt við þegar fólk segir farðu norður og niður?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvað er átt við með þegar fólk segir farðu norður og niður og hvaðan kemur þetta orð?

Orðasambandið að fara norður og niður í merkingunni ‘fara til fjandans’ er vel þekkt um aldir. Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 17. öld úr Flateyjarrímu Magnúsar Ólafssonar í Laufási. Þar segir:

Ekki þagði álma viður
yfir vegi,
leiðina sagði norður og niður
um náhvals teigi.

Náhvalurinn er tannhvalur og flækingur við Ísland. Álma viður er mannkenning.

Norður er í átt myrkurs og ísa og eins og allir vita býr fjandinn í logandi víti. Leiðin til fjandans var því fyrst ógnarköld en síðan tóku við logandi eldar. Betra þótti í mínu ungdæmi að segja „farðu norður og niður“ en segja „farðu til fjandans“. Þá var verið að blóta sem ekki þótti gott.

Heimild:

Mynd:

...