Það þarf reyndar ekki að fara aldir aftur í tímann til þess að sjá þessa breytingu heldur nægir að skoða áratugi. Sem dæmi má nefna að meðalhæð íslenskra karla hefur hækkað um 4,4 cm á 30 ára tímabili frá 1968-1998, úr 175,6 cm í 180,0. Á sama tíma hefur meðalhæð kvenna hækkað úr 162,8 cm í 167,0 cm, eða um 4,2 cm. Aukin velmegun og betri lífsskilyrði hefur haft ýmislegt fleira í för með sér og það ekki allt jákvætt. Fólk hefur til dæmis ekki bara lengst á undanförnum áratugum og öldum heldur hefur það líka þyngst. Nú er svo komið að offita er eitt af stóru heilbrigðisvandamálunum á Vesturlöndum og jafnvel er talað um farald. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hvernig virkar vaxtarhormón?
- Hver er líkamsvöxtur unglinga?
- Hvað er stærsti maður í heimi stór?
- Hvað var minnsti maður Íslands hár?
- Af hverju hafa íslensk börn fitnað svona mikið undanfarin ár? Er Ísland að ná Ameríku?
- Er offita arfgeng?
- Human height á Wikipedia. Skoðað 1. 4. 2008.
- Offita - Taktu hana alvarlega. Hjartavernd. Skoðað 1. 4. 2008.
- People. Sótt 8.4.2008.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.