Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju segir maður fjörutíu en ekki fjórtíu?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Í fornu máli voru tölurnar frá 30 til 90 myndaðar á þann hátt að við tölurnur 3, 4 og svo framvegis var skeytt orðinu tigr eða tugr (einnig ritað tegr, tøgr), það er þrír tiger, fiórir tiger og beygðust þá báðir liðir talnanna, til dæmis þrjá tigu, fióra tigu (þf.). Aðrar tölur, eins og fimm, sex, sjö og svo framvegis, voru óbeygjanlegar í fornu máli eins og nú. Síðar breytast tölurnar þrír tiger og fiórir tiger þannig að fyrri liðurinn varð óbeygjanlegur. Þetta gerðist um 1300 við það að orðið tigr, tugr skipti um beygingarflokk. Um fyrri liðinn er það að segja að í tölunni 30 var notað þolfall í karlkyni, þrjá-, en talan 40 var skrifuð fjóru- með -ó- og bindistaf. Þegar kemur fram á 16. öld má sjá, til dæmis í Guðbrandsbiblíu, sem best hefur verið rannsökuð af 16. aldar ritum, að oftast virðist skrifað fjóru- en myndin fjøru- (= fjöru-) kemur þó fyrir. Á 14. og 15. old virðist sú mynd ekki notuð samkvæmt athugunum Björns Karels Þórólfssonar (1925:41) og sá háttur að rita fjöru- með -ö- (ritað ø) virðist því koma upp á 16. öld.

Um þróun orðsins tegr, tugr er það að segja að myndin -tigi kemur fram þegar í handritum frá 14. öld og óbeygjanleg töluorð eru orðin algeng á 15. öld. Á 13. öld varð önghljóðið -g- milli sérhljóðs og -i--j- í framburði, það er tigi var borið fram (og stundum skrifað) 'tíji'sem síðar breyttist í 'tíu' sennilega vegna þess að menn litu á tölurnar sem margfeldi af tölunni tíu og tíu þá sem þolfall (þrjá-tigi verður þrjá-tíji sem aftur verður þrjá-tíju í framburði). Sama gilti um fjörutíu. Tengihljóðið -u- í fjöru- var ýmist ritað -u- eða -i- fyrir 1600 en myndin fjöru- hefur verið ríkjandi síðustu aldir.

Heimildir:
  • Björn Karel Þórólfsson. 1925. Um íslenzkar orðmyndir á 14. og 15. öld og breytingar þeirra úr fornmálinu. Reykjavík.
  • Oskar Bandle. 1956. Die Sprache der Gudbrandsbiblia. Bibliotheca arnamagnæana. Vol. Xvii. København.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

2.9.2005

Spyrjandi

Óskar Óskarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju segir maður fjörutíu en ekki fjórtíu?“ Vísindavefurinn, 2. september 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5239.

Guðrún Kvaran. (2005, 2. september). Af hverju segir maður fjörutíu en ekki fjórtíu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5239

Guðrún Kvaran. „Af hverju segir maður fjörutíu en ekki fjórtíu?“ Vísindavefurinn. 2. sep. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5239>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju segir maður fjörutíu en ekki fjórtíu?
Í fornu máli voru tölurnar frá 30 til 90 myndaðar á þann hátt að við tölurnur 3, 4 og svo framvegis var skeytt orðinu tigr eða tugr (einnig ritað tegr, tøgr), það er þrír tiger, fiórir tiger og beygðust þá báðir liðir talnanna, til dæmis þrjá tigu, fióra tigu (þf.). Aðrar tölur, eins og fimm, sex, sjö og svo framvegis, voru óbeygjanlegar í fornu máli eins og nú. Síðar breytast tölurnar þrír tiger og fiórir tiger þannig að fyrri liðurinn varð óbeygjanlegur. Þetta gerðist um 1300 við það að orðið tigr, tugr skipti um beygingarflokk. Um fyrri liðinn er það að segja að í tölunni 30 var notað þolfall í karlkyni, þrjá-, en talan 40 var skrifuð fjóru- með -ó- og bindistaf. Þegar kemur fram á 16. öld má sjá, til dæmis í Guðbrandsbiblíu, sem best hefur verið rannsökuð af 16. aldar ritum, að oftast virðist skrifað fjóru- en myndin fjøru- (= fjöru-) kemur þó fyrir. Á 14. og 15. old virðist sú mynd ekki notuð samkvæmt athugunum Björns Karels Þórólfssonar (1925:41) og sá háttur að rita fjöru- með -ö- (ritað ø) virðist því koma upp á 16. öld.

Um þróun orðsins tegr, tugr er það að segja að myndin -tigi kemur fram þegar í handritum frá 14. öld og óbeygjanleg töluorð eru orðin algeng á 15. öld. Á 13. öld varð önghljóðið -g- milli sérhljóðs og -i--j- í framburði, það er tigi var borið fram (og stundum skrifað) 'tíji'sem síðar breyttist í 'tíu' sennilega vegna þess að menn litu á tölurnar sem margfeldi af tölunni tíu og tíu þá sem þolfall (þrjá-tigi verður þrjá-tíji sem aftur verður þrjá-tíju í framburði). Sama gilti um fjörutíu. Tengihljóðið -u- í fjöru- var ýmist ritað -u- eða -i- fyrir 1600 en myndin fjöru- hefur verið ríkjandi síðustu aldir.

Heimildir:
  • Björn Karel Þórólfsson. 1925. Um íslenzkar orðmyndir á 14. og 15. öld og breytingar þeirra úr fornmálinu. Reykjavík.
  • Oskar Bandle. 1956. Die Sprache der Gudbrandsbiblia. Bibliotheca arnamagnæana. Vol. Xvii. København.

...