Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað þýðir orðtiltækið ‘að ganga ekki heill til skógar’?
Merking orðatiltækisins að ganga ekki heill til skógar er að ‘vera ekki við góða heilsu, eiga við meiðsl eða veikindi að stríða’. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er fengið úr Safni af íslenzkum orðskviðum eftir Guðmund Jónsson sem gefið var út árið 1830. Þar er orðatiltækið prentað: ,,Hann gengr ekki heill til ...
Hvað er að fúlsa við einhverju og hver er uppruni sagnorðsins?
Spurningin í heild hljóðaði svona:Hver er uppruni orðsins að „fúlsa“, venjulega segir maður að maður fúlsi við einhverju en má maður líka segja að einhver fúlsi yfir einhverju? Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru fáeinar heimildir um sögnina að fúlsa og alltaf með forsetningunni við (fúlsa við einhverju). E...
Hvers vegna hrýtur fólk?
Aðrar spurningar um hrotur sem Vísindavefnum hafa borist eru:Hvers vegna hrýtur maður og hvers vegna hrýtur maður ekki þegar maður er vakandi?Hvernig getur maður hætt að hrjóta? Er það algengara að karlmenn hrjóti?Eru einhverjir líkamlegir kvillar sem valda hrotum? Hrotur stafa af því að í svefni slaknar á vöðvu...
Hvað éta fiðrildi?
Hér er einnig svar við spurningunni:Hvernig er lífhringur fiðrilda yfir árið? Fiðrildi eru ættbálkur skordýra sem heitir á latínu Lepidoptera. Lepidoptera þýðir hreisturvængjur, sem vísar til þess að hár á vængjum hafa umbreyst í hreistur. Þetta verða allir varir við sem snerta fiðrildi. Skipta má fiðrildum í ...
Hvað eru mógrafir og til hvers voru þær grafnar?
Mógrafir, það er grafir sem myndast við mógröft, eru meðal algengustu fornleifa á Íslandi og sjást oft í mýrlendi. Úr þeim fékkst mór sem var mikilvægt eldsneyti hér á landi allt fram á 20. öld. Grafirnar láta oft lítið yfir sér en eru stórmerkilegar heimildir um eldsneytisnotkun Íslendinga áður fyrr. Flestar mógr...
Af hverju er talað um að hafa ekki grænan?
'Að hafa ekki grænan' er stytting á orðtakinu 'að hafa ekki grænan grun'. Merking þess er að hafa ekki hugmynd um eitthvað, að standa algjörlega á gati. Hér er enn ósvarað af hverju grunurinn er grænn. Guðrún Kvaran segir í svari sínu við spurningunni Hvaðan kemur græni liturinn í "einum grænum hvelli"? að græ...
Er hægt að gera ekki neitt?
Áður en við getum tekist á við þessa spurningu þurfum við að taka afstöðu til þess hvort það að gera ekki neitt megi leggja að jöfnu við að vera ekki að gera neitt. Á svipaðan hátt gætum við spurt hvort það að segja ekki neitt sé það sama og ekki að segja neitt. Sá sem þegir, hann er ekki að segja neitt. En er lík...
Hvernig er best að fá nóg af koltvísýringi í gróðurhúsi?
Unnt er að auka magn koltvísýrings (CO2) í andrúmslofti gróðurhúsa með því að gefa koltvísýring af kút eða með brennslu á gasi eða steinolíu. Hreinn koltvísýringur Við venjulegan þrýsting og hita er koltvísýringur lofttegund sem vegur 1,98 kg/m3. Unnt er að kaupa hann hreinan á 30 kílóa stálkútum. Í kútun...
Hvað eru til margar fisktegundir í heiminum?
Hér er gert ráð fyrir að spurningin taki einungis til núlifandi tegunda sem og til eru lýsingar á. Spurningunni er ekki unnt að svara nákvæmlega og kemur þar ýmislegt til. Til dæmis eru ekki allir vísindamenn sammála um hvað geti með réttu kallast tegund eða hvað sé afbrigði sömu tegundar. Því miður er það einnig ...
Getur fólk verið af millikyni?
Í stuttu máli er svarið já, því bæði er til fólk með útlitseinkenni beggja kynja og tvíkynja einstaklingar með fullþroskaða kynkirtla beggja kynja. Hins vegar er ekki víst að rétt sé að tala um millikyn heldur er frekar hægt að segja að vísindamenn séu að átta sig á því að mörkin sem við höfum hingað til dregið mi...
Hvað eru stokkahraun og finnast þau á Íslandi?
Stokkahraun myndast þegar ólseig og tölulega köld andesít-, dasít- eða ríólítkvika ýtist upp úr gosrás þar sem landi hallar nægilega til þess að hraunið skríði fram undan eigin þunga. Þyngdarálagið nær þannig að yfirvinna flotmörk hraunkvikunnar og brotpol hraunskorpunnar. Hægt er að líkja myndun stokkahrauna við ...
Hvaða Gvend grunaði ekki og hvaðan kemur orðatiltækið?
Merking orðatiltækisins grunaði ekki Gvend er ‛datt mér ekki í hug, ég átti von á þessu’. Það er ekki gamalt, virðist koma fram snemma á 20. öld. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals (1920–1924) er einnig nefnt grunaði ekki gamla Gvend en viðbótin gamla hefur ekki verið mjög algeng. Hugsanlega lig...
Hvaða bofs er átt við þegar menn heyra ekki bofs?
Upprunalega spurningin var: Hvaðan kemur orðtakið „að heyra ekki boffs” og hvað þýðir boffs? Orðið bofs er hljóðgervingur í merkingunni ‘gelt, gjamm’ sem og sögnin að bofsa ‘gelta, gjamma’. Sambandið ekki bofs ‘alls ekki neitt’ þekkist þegar í fornu máli en þá skrifað með p. Í Þórðar sögu hreðu stendur í 3...
Hafa háhyrningar verið veiddir til manneldis við Ísland?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hafa háhyrningar verið veiddir til manneldis við Ísland? Ef svo er þá hvaða árabil? Ástæða spurningar minnar er sú að amerísk vinkona stendur á því fastar en fótunum að hún hafi fengið háhyrning á Sjávargreifanum fyrir 7 árum síðan. Ég hef aldrei vitað til þess að háhyrningskvó...
Hvaðan kemur sá siður að láta börn sofa úti í vagni?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaðan kemur sá siður að láta börn sofa úti í vagni á fyrstu ævi árunum? Hafa rannsóknir verið gerðar á kostum þess og göllum? Höfundur þessa svars veit ekki til þess að gerðar hafi verið athuganir eða rannsóknir á kostum eða göllum útisvefns í vagni. Reynslan hefur hins vegar ...