Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 207 svör fundust
Hvers vegna klæjar mann?
Kláði er tilfinning sem kemur fram á ákveðnu svæði á húðinni og vekur hjá fólki löngun til að klóra sér á þessu svæði. Kláði getur stafað af ýmsum orsökum, allt frá þurri húð til krabbameins. Helsta efnasambandið sem kemur við sögu þegar mann klæjar er histamín. Það myndast í svokölluðum mastfrumum undir húðin...
Svar: dvergagáta
Lausn: Lágvaxni maðurinn er of lítill til að ná upp í takkann sem sendir hann upp á 10. hæð í lyftunni. En þegar rignir hefur hann vitanlega regnhlíf með í för enda vill hann ekki verða rennandi blautur í rigningunni, eða jafnvel gengur í stígvélum eins og einnig kom fram í svörum lesenda. Þá notar hann auðvitað r...
Hver er tala Grahams?
Tala Grahams er efra mark á stærð lausnar á ákveðnu vandamáli í Ramsey-fræði. Sú fræði heitir eftir stofnanda sínum, Frank P. Ramsey (1903 - 1930), og leitast við að svara spurningum um hversu marga hluti við þurfum að hafa til að fá ákveðna reglu eða byggingu í heildarsafn þeirra. Sem einfalt dæmi um vandamál í R...
Hvaða rannsóknir hefur Margrét Sigrún Sigurðardóttir stundað?
Margrét Sigrún Sigurðardóttir er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Doktorsritgerð hennar fjallar um skipulag breska tónlistariðnaðarins en tónlistariðnaðurinn og skapandi greinar almennt hafa verið viðfangsefni Margrétar frá því hún skrifaði um Smekkleysu í meistararitgerð sinni við viðskiptafræðidei...
Hvað þýðir orðið hlóa sem kemur fyrir í Gylfaginningu?
Í Gylfaginningu segir: Körmt og Örmt og Kerlaugar tvær, þær skal Þór vaða dag hvern er hann dæma fer að aski Yggdrasils, því að Ásbrú brenn öll loga, heilug vötn hlóa. Helst er giskað á að hlóa þýði að eitthvað sjóði eða sé heitt en ‛vötn hlóa’ kemur fyrir ...
Af hverju segjum við skál! en ekki glas! þegar við lyftum glösum?
Orðið skál þekkist þegar í fornu máli um drykkjarílát. Í Snorra-Eddu segir til dæmis ,,voru þá teknar þær skálir er Þór var vanur að drekka úr“ og í Fornmannasögum er þetta dæmi: ,,þar með sendi hann honum eina skál fulla mjaðar og bað hann drekka mótsminni“ (stafsetningu breytt í báðum dæmum). Af nafnorðinu s...
Hvenær á að nota „mig“ og hvenær á að nota „mér“ með sagnorðum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvenær á að nota „mig“ og hvenær á að nota „mér“ með sagnorðum? (Til dæmis mig langar, mér finnst). Flest sagnorð taka með sér nafnorð eða fornöfn, eitt eða fleiri, til að tákna þátttakendur í þeirri athöfn, atburði eða aðgerð sem sögnin lýsir. Mjög oft stendur eitt þessara nafnor...
Hvað er drómasýki?
Drómasýki (e. narcolepsy, einnig kölluð Gélineau-Redlich syndrome, Gélineau's disease, Gélineau's syndrome, hypnolepsy eða paroxymal sleep) er taugasjúkdómur sem veldur ýmsum furðulegum svefntruflunum. Svefnflog Eitt helsta einkenni drómasýki eru svefnflog (e. sleep attacks). Þegar drómasjúkt fólk fær svefn...
Er hægt að sjá gróflega hversu miklar fjárhæðir myndu sparast fyrir íslenskt hagkerfi með upptöku evru?
Stutta svarið við spurningunni er JÁ, það er hægt að leggja skynsamlegt og rökstutt mat á ávinninginn af evruaðild Íslands. Óvissa í þess konar svörum er þó veruleg en hitt kemur á móti að unnt er að gera sér grein fyrir helstu rótum hennar. Í grófum dráttum má ætla að tveimur áratugum eftir inngöngu Íslands í ESB...
Eru rangar fullyrðingar verndaðar af málfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Er rangt mál verndað af málfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar? Væri t.d. hægt að refsa mér fyrir að segja að reykingar séu hollar, smokkar séu gagnslausir, mamma mín sé 150 ára, og Kringlan sé lokuð á miðvikudögum? Eða myndi það brjóta gegn stjórnarskránni? Skoðana- og tjánin...
Hversu margir eru smitaðir af HIV-veirunni í heiminum?
Í lok árs 2005 er talið að 40,3 milljón manna í heiminum hafi verið smituð af HIV-veirunni. Þar af eru 17,5 milljónir kvenna og 2,3 milljón barna undir 15 ára aldri. Á árinu 2005 bættust í hóp smitaðra alls 4,9 milljónir manna, þar af 700.000 börn. Á árinu 2005 er talið að 3,1 milljónir hafi látist úr eyðni, þar a...
Er betra fyrir tannheilsuna að neyta sykurskertra gosdrykkja í stað sykraða, þá í sambandi við tannátu?
Tannáta er það sama og tannskemmd. Tennur skemmast vegna þess að bakteríur í munni gerja sykurinn í matvælum sem við neytum og mynda sýru sem brýtur tönnina niður. Sykurlausir drykkir eru því betri fyrir tennurnar með tilliti til tannskemmda. Hins vegar er annar tannsjúkdómur sem er að ryðja sér til rúms og ne...
Er til einhver skógur frá landnámsöld á Íslandi?
Birki (Betula pubescens) er eina innlenda trjátegundin sem hefur myndað skóga á Íslandi á núverandi hlýskeiði, eða síðustu 10.000 árin. Það hefur verið áætlað að birkiskógar og kjarr hafi þakið meira en fjórðung landsins við landnám eða um 28.000 km2, áætlaða útbreiðslu má sjá á myndinni hér fyrir neðan. Áætluð ú...
Hvaðan er orðatiltækið „í gríð og erg“ komið?
Kvenkynsorðið gríð merkir ‘ákafi, áfergja’ og er skylt orðinu gríður sem var í fornu skáldamáli notað sem tröllkonuheiti, meðal annars í kenningum. Með gríðar stóði, gríðar grástóði og gríðar fákum er til dæmis átt við úlfa í kveðskap. Gríður hét einnig tröllkona sú sem Þór átti soninn Viðar með samkvæmt Sno...
Af hverju er Óðinn eineygður?
Óðinn er æðstur og elstur ása í Ásatrú. Hann er alfaðir ása. Kona Óðins nefnist Frigg og hún er ein af ásynjum Ásgarðs. Synir þeirra eru Þór, Týr, Baldur, Höður og Váli. Óðinn er sonur Bors og Bestlu. Þau áttu einnig Vilja og Vé en ásamt þeim skapaði Óðinn jörðina og himininn. Óðinn skapaði mannfólkið ásamt Hæ...