Óðinn með hrafnana Hugin og Munin og úlfana Gera og Freka.
Óðinn er eineygður vegna þess að hann þurfti að láta annað auga sitt í skiptum fyrir teyg úr viskubrunninum Mímisbrunni. Augað liggur síðan í botni Mímisbrunns. Þegar Óðinn hafði sopið úr brunninum varð hann alvitur. Fleiri svör um tengd efni:
- Hverju hvíslaði Óðinn í eyra Baldurs?
- Hvað eru margir guðir í norrænu og grísku goðafræðinni?
- Hvað eru ragnarök? Hvernig verða þau og af hverju?
Þetta svar er eftir nemanda á námskeiði sem haldið var í júnímánuði 2007 á vegum Háskólaseturs Vestfjarða fyrir ungmenni á aldrinum 12-16 ára.