Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru ragnarök? Hvernig verða þau og af hverju?

Gísli Sigurðsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Ragnarök, eða ragnarökkur, er hugtak sem notað er um heimsendi eins og honum er lýst í Konungsbókar- og Hauksbókargerðum Völuspár og Snorra Eddu. Þá munu takast á hin skapandi öfl í mynd goðanna og tortímingaröflin í líki jötna og óvætta.

Völuspá er grundvallarkvæði í Konungsbók þar sem kvæðið er sett fram sem inngangur að verkinu. Völuspá ber vott um heimssýn sem má rekja aftur til heiðni og geymir norræna gerð þeirrar upprunasögu sem flestar þjóðir segja í einhverri mynd. Lýsingar kvæðisins á myrkvun, jarðskjálftum, eldi og eyðingu tengjast einnig heimsslitahugmyndum ýmissa þjóða. Til dæmis má nefna hendinguna í Völuspá: „Sól tér sortna“ sem kallast á við lýsingu Biblíunnar á hinum mikla og ógurlega degi drottins: „Sólin mun snúast í myrkur“.

Eins og nafnið Völuspá bendir til er spáin lögð í munn völvu. Hún segir frá sköpun heimsins og friði í allsgnægtum hjá goðum uns þrjár þursameyjar koma og goðin taka til við að skapa dverga og síðan menn. Gullveig, sem nefnist Heiður hjá mönnum, kemur bæði til goða og manna, og af komu hennar hljótast illindi sem leiða til víga og vaxandi ófriðar þar til öll lögmál eru brotin. Þá lýsir völvan því hvernig hún öðlaðist með útisetu þá sýn sem fram kemur í spánni. Baldur hinn góði ás verður drepinn, óvinir ráðlausra goða eflast og galað verður til ragnaraka þar sem allt ferst í eldi, bæði heimur goða og manna. Í Völuspá eru ragnarök afleiðing hegðunar guða og manna. Þau koma í kjölfar illinda, víga, gjálífis og eiðrofa sem orsakast af græðginni. En jörðin rís upp í annað sinn og í þeirri veröld sem þá verður munu hinir flekklausu búa og yndis njóta.


Í ragnarökum losnar Fenrisúlfur úr fjötrum og „fer með gapanda munn og er hinn efri kjaftur við himni en hinn neðri við jörðu“ (Gylfaginning).

Völuspá er frægust allra goðakvæða og svipað kvæði hefur vísast verið til með norrænum þjóðum frá því löngu fyrir víkingaöld. Það sem vitað er með vissu um þá gerð sem Konungsbók geymir er þó aðeins að hún var rituð í þeirri mynd sem menn þekktu á Íslandi á síðari hluta 13. aldar. Þar er saga mannkyns tengd sögu goðanna — þótt frásögnin snúist að mestu um atburði úr goðheimi er ævinlega bent á álíkar athafnir manna; þeir hafa sömu forsendur fyrir gerðum sínum, fremja sömu glæpi og goðin og þeirra heimur ferst á sama hátt og goðheimur. Því er það að þótt sagan snúist um goðin þá er henni ætlað að varpa ljósi á mannlega hegðun. Slíkt er raunar hlutverk allra goðsagna þótt óvíða sé lögð á það jafn markviss áhersla og í Völuspá með sífelldum skírskotunum til mannheima.

Völuspá má skilja svo að haldi mennirnir áfram þeirri iðju sinni að drepa og ljúga muni brátt dynja yfir þau ósköp sem þar er lýst. Karlarnir eru ábyrgir fyrir því að hið góða ferst í líki Baldurs en konurnar, Frigg og Sigyn, fulltrúar ástar og friðar, syrgja orðinn hlut og geta ekkert að gert.

Lýsingin á ragnarökum afmarkast af stefinu „Geyr Garmur mjög“ og síðan „Geyr nú Garmur mjög“. Með því að endurtaka stefið að viðbættu „nú“ næst fram að þau tíðindi sem gerast í ragnarökum verða öll í senn. Hvert erindið rekur annað og áhrifin eru svipuð og í orrustuskeiðum í kvikmyndum þegar klippingar eru hraðar.

Að nokkrum hluta má líta á þær sögur af guðum og mönnum sem sagðar eru í kvæðunum í Konungsbók sem útfærslu á þeirri hugmynd að eftirsókn eftir gulli og völdum hafi ógurlegar afleiðingar. „Bræður munu berjast og að bönum verða, munu systrungar sifjum spilla, hart er í heimi, hórdómur mikill, skeggöld, skálmöld, skildir eru klofnir, vindöld, vargöld, áður veröld steypist mun engi maður öðrum þyrma“, hvort sem er í goðheimi eða mannheimi.

Hugmyndin um áhrif gullsins og græðginnar í mannheimi er síðan nánar útfærð í hetjukvæðunum í Konungsbók. Þar er sagt frá gullinu af Gnitaheiði sem Sigurður fáfnisbani komst yfir með því að drepa drekann Fáfni. Gullið kallaði mikla bölvun yfir Sigurð og fjölskyldu hans alla eins og Guðrún, ekkja hans, lýsir í síðasta kvæði bókarinnar, Hamdismálum: „Einstæð em eg orðin sem ösp í holti, fallin að frændum sem fura að kvisti“. Í lífi fjölskyldunnar hafa því orðið þau ragnarök sem Völuspá lýsir þótt hinn ytri heimur hafi ekki farist með sama hætti og í goðsögunni.

Frásögnin af ragnarökum er knúin áfram af mjög sterkum siðferðislegum boðskap. Nútíð Völuspár er því ekki síður lýsing á samtíð okkar og boðskapur kvæðisins er enn í fullu gildi, hvort sem menn vilja tengja hugmyndafræðina við heiðni eða kristin áhrif síðari alda. Víst er að í Hauksbókargerð Völuspár er meira gert úr lýsingu ragnaraka en í Konungsbók og má tengja það við kristin áhrif í þeirri gerð kvæðisins. Það breytir þó ekki því að hugmyndir um ragnarök eiga sér örugglega djúpar rætur með norrænum þjóðum. Slíkar hugmyndir hafa ekki kviknað vegna kristinna áhrifa þótt þær hafi ljóslega runnið saman við það sem menn lásu um heimsendasýn kristninnar eftir að þekking á Biblíunni barst til norðurálfu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

  • Eddukvæði. Gísli Sigurðsson sá um útgáfuna. Reykjavík: Mál og menning 1998.
  • Íslenska alfræðiorðabókin. Ritstjórar: Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir. Reykjavík: Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. 1990.
  • Rudolf Simek. Hugtök og heiti í norrænni goðafræði. Heimir Pálsson ritstýrði. Ingunn Ásdísardóttir þýddi. Reykjavík: Heimskringla, Háskólaforlag Máls og menningar 1993.
  • Mynd: Úr Löngu-Eddu, AM 738 4to, bl. 43v, pappírshandriti frá s.hl. 17. aldar. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.

Höfundur

rannsóknarprófessor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

4.1.2007

Spyrjandi

Ragnheiður Gísladóttir, f. 1985, Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir, f. 1988, Emma Ósk, f. 1990, Hjálmar Gylfason, f. 1989

Tilvísun

Gísli Sigurðsson. „Hvað eru ragnarök? Hvernig verða þau og af hverju?“ Vísindavefurinn, 4. janúar 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6453.

Gísli Sigurðsson. (2007, 4. janúar). Hvað eru ragnarök? Hvernig verða þau og af hverju? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6453

Gísli Sigurðsson. „Hvað eru ragnarök? Hvernig verða þau og af hverju?“ Vísindavefurinn. 4. jan. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6453>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru ragnarök? Hvernig verða þau og af hverju?
Ragnarök, eða ragnarökkur, er hugtak sem notað er um heimsendi eins og honum er lýst í Konungsbókar- og Hauksbókargerðum Völuspár og Snorra Eddu. Þá munu takast á hin skapandi öfl í mynd goðanna og tortímingaröflin í líki jötna og óvætta.

Völuspá er grundvallarkvæði í Konungsbók þar sem kvæðið er sett fram sem inngangur að verkinu. Völuspá ber vott um heimssýn sem má rekja aftur til heiðni og geymir norræna gerð þeirrar upprunasögu sem flestar þjóðir segja í einhverri mynd. Lýsingar kvæðisins á myrkvun, jarðskjálftum, eldi og eyðingu tengjast einnig heimsslitahugmyndum ýmissa þjóða. Til dæmis má nefna hendinguna í Völuspá: „Sól tér sortna“ sem kallast á við lýsingu Biblíunnar á hinum mikla og ógurlega degi drottins: „Sólin mun snúast í myrkur“.

Eins og nafnið Völuspá bendir til er spáin lögð í munn völvu. Hún segir frá sköpun heimsins og friði í allsgnægtum hjá goðum uns þrjár þursameyjar koma og goðin taka til við að skapa dverga og síðan menn. Gullveig, sem nefnist Heiður hjá mönnum, kemur bæði til goða og manna, og af komu hennar hljótast illindi sem leiða til víga og vaxandi ófriðar þar til öll lögmál eru brotin. Þá lýsir völvan því hvernig hún öðlaðist með útisetu þá sýn sem fram kemur í spánni. Baldur hinn góði ás verður drepinn, óvinir ráðlausra goða eflast og galað verður til ragnaraka þar sem allt ferst í eldi, bæði heimur goða og manna. Í Völuspá eru ragnarök afleiðing hegðunar guða og manna. Þau koma í kjölfar illinda, víga, gjálífis og eiðrofa sem orsakast af græðginni. En jörðin rís upp í annað sinn og í þeirri veröld sem þá verður munu hinir flekklausu búa og yndis njóta.


Í ragnarökum losnar Fenrisúlfur úr fjötrum og „fer með gapanda munn og er hinn efri kjaftur við himni en hinn neðri við jörðu“ (Gylfaginning).

Völuspá er frægust allra goðakvæða og svipað kvæði hefur vísast verið til með norrænum þjóðum frá því löngu fyrir víkingaöld. Það sem vitað er með vissu um þá gerð sem Konungsbók geymir er þó aðeins að hún var rituð í þeirri mynd sem menn þekktu á Íslandi á síðari hluta 13. aldar. Þar er saga mannkyns tengd sögu goðanna — þótt frásögnin snúist að mestu um atburði úr goðheimi er ævinlega bent á álíkar athafnir manna; þeir hafa sömu forsendur fyrir gerðum sínum, fremja sömu glæpi og goðin og þeirra heimur ferst á sama hátt og goðheimur. Því er það að þótt sagan snúist um goðin þá er henni ætlað að varpa ljósi á mannlega hegðun. Slíkt er raunar hlutverk allra goðsagna þótt óvíða sé lögð á það jafn markviss áhersla og í Völuspá með sífelldum skírskotunum til mannheima.

Völuspá má skilja svo að haldi mennirnir áfram þeirri iðju sinni að drepa og ljúga muni brátt dynja yfir þau ósköp sem þar er lýst. Karlarnir eru ábyrgir fyrir því að hið góða ferst í líki Baldurs en konurnar, Frigg og Sigyn, fulltrúar ástar og friðar, syrgja orðinn hlut og geta ekkert að gert.

Lýsingin á ragnarökum afmarkast af stefinu „Geyr Garmur mjög“ og síðan „Geyr nú Garmur mjög“. Með því að endurtaka stefið að viðbættu „nú“ næst fram að þau tíðindi sem gerast í ragnarökum verða öll í senn. Hvert erindið rekur annað og áhrifin eru svipuð og í orrustuskeiðum í kvikmyndum þegar klippingar eru hraðar.

Að nokkrum hluta má líta á þær sögur af guðum og mönnum sem sagðar eru í kvæðunum í Konungsbók sem útfærslu á þeirri hugmynd að eftirsókn eftir gulli og völdum hafi ógurlegar afleiðingar. „Bræður munu berjast og að bönum verða, munu systrungar sifjum spilla, hart er í heimi, hórdómur mikill, skeggöld, skálmöld, skildir eru klofnir, vindöld, vargöld, áður veröld steypist mun engi maður öðrum þyrma“, hvort sem er í goðheimi eða mannheimi.

Hugmyndin um áhrif gullsins og græðginnar í mannheimi er síðan nánar útfærð í hetjukvæðunum í Konungsbók. Þar er sagt frá gullinu af Gnitaheiði sem Sigurður fáfnisbani komst yfir með því að drepa drekann Fáfni. Gullið kallaði mikla bölvun yfir Sigurð og fjölskyldu hans alla eins og Guðrún, ekkja hans, lýsir í síðasta kvæði bókarinnar, Hamdismálum: „Einstæð em eg orðin sem ösp í holti, fallin að frændum sem fura að kvisti“. Í lífi fjölskyldunnar hafa því orðið þau ragnarök sem Völuspá lýsir þótt hinn ytri heimur hafi ekki farist með sama hætti og í goðsögunni.

Frásögnin af ragnarökum er knúin áfram af mjög sterkum siðferðislegum boðskap. Nútíð Völuspár er því ekki síður lýsing á samtíð okkar og boðskapur kvæðisins er enn í fullu gildi, hvort sem menn vilja tengja hugmyndafræðina við heiðni eða kristin áhrif síðari alda. Víst er að í Hauksbókargerð Völuspár er meira gert úr lýsingu ragnaraka en í Konungsbók og má tengja það við kristin áhrif í þeirri gerð kvæðisins. Það breytir þó ekki því að hugmyndir um ragnarök eiga sér örugglega djúpar rætur með norrænum þjóðum. Slíkar hugmyndir hafa ekki kviknað vegna kristinna áhrifa þótt þær hafi ljóslega runnið saman við það sem menn lásu um heimsendasýn kristninnar eftir að þekking á Biblíunni barst til norðurálfu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

  • Eddukvæði. Gísli Sigurðsson sá um útgáfuna. Reykjavík: Mál og menning 1998.
  • Íslenska alfræðiorðabókin. Ritstjórar: Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir. Reykjavík: Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. 1990.
  • Rudolf Simek. Hugtök og heiti í norrænni goðafræði. Heimir Pálsson ritstýrði. Ingunn Ásdísardóttir þýddi. Reykjavík: Heimskringla, Háskólaforlag Máls og menningar 1993.
  • Mynd: Úr Löngu-Eddu, AM 738 4to, bl. 43v, pappírshandriti frá s.hl. 17. aldar. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.
...