"Segðu það þá hinst ef þú ert hverjum konungi vitrari:Í Vafþrúðnismálum ber Óðinn spurninguna fram með þessum hætti:Hvað mælti Óðinn í eyra Baldri, áður hann væri á bál hafiður?"Heiðrekur konungur segir: "Það veistu einn, rög vættur." Og þá bregður Heiðrekur Tyrfingi og höggur til hans en Óðinn brást þá í valslíki og fló á brott.
54 "Fjöld eg fór, fjöld eg freistaðag, fjöld eg reynda regin. Hvað mælti Óðinn, áður á bál stigi, sjálfur í eyra syni?" Vafþrúðnir kvað: 55 "Ey manni það veit hvað þú í árdaga sagðir í eyra syni. Feigum munni mælta eg mína forna stafi og um ragnarök." Vafþrúðnir kvað: 56 "Nú eg við Óðin deildag mína orðspeki, þú ert æ vísastur vera."Ekki verður við okkur dauðlega fræðimenn sakast þótt við stöndum á gati andspænis þeirri spurningu sem hefur orðið jötnum og konungum að falli til forna. Heimildir: Eddukvæði. Gísli Sigurðsson sá um útgáfuna. Reykjavík: Mál og menning, 1998.