Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er drómasýki?

Heiða María Sigurðardóttir

Drómasýki (e. narcolepsy, einnig kölluð Gélineau-Redlich syndrome, Gélineau's disease, Gélineau's syndrome, hypnolepsy eða paroxymal sleep) er taugasjúkdómur sem veldur ýmsum furðulegum svefntruflunum.

Svefnflog

Eitt helsta einkenni drómasýki eru svefnflog (e. sleep attacks). Þegar drómasjúkt fólk fær svefnflog hellist allt í einu yfir það óstjórnleg syfja. Þetta veldur því að fólk sofnar, yfirleitt í um 2-5 mínútur, og vaknar svo aftur endurnært. Algengast er að fólk fái svefnflog í einsleitum og leiðinlegum aðstæðum, en það getur samt sem áður komið fyrir hvar og hvenær sem er. Auðvelt er að ímynda sér aðstæður þar sem afar neyðarlegt yrði að fá slíkt flog, svo sem í jarðarförum eða á meðan fólk nýtur ásta.

Algengast er að fólk fái svefnflog í einsleitum og leiðinlegum aðstæðum, en það getur samt sem áður komið fyrir hvar og hvenær sem er.

Slekjuköst

Annað einkenni drómasýki er slekjukast (e. cataplexy). Ef fólk fær slekjukast dettur það niður sem dautt væri og getur sig hvergi hreyft. Það er aftur á móti með fullri meðvitund. Í venjulegum REM-svefni (draumsvefni) lamast flestir vöðvar til að koma í veg fyrir að menn geri í raun og veru það sem þá dreymir. Það virðist sem þetta einkenni draumsvefns komi þarna á óheppilegum tíma.

Sterkar tilfinningar eða líkamleg áreynsla eru gjarnan forverar slekjukasts hjá drómasjúklingum. Svipað fyrirbæri, en mun vægara, finnst jafnvel hjá eðlilegu fólki. Til dæmis getur fólk orðið hálflamað af hlátri eða kiknað í hnjánum af ást. Alls óvíst er samt hvort þetta tvennt hafi sömu orsök og slekjukast drómasjúklinga.

Svefnrofalömun

Þriðja einkennið sem algengt er að fylgi drómasýki er svefnlömun eða svefnrofalömun (e. sleep paralysis). Nokkuð algengt er einnig að venjulegt fólk upplifi slíka lömun, án þess að neinn sjúkdómur sé þar að baki. Yfirleitt fylgir þetta óreglulegum svefnvenjum eða mikilli þreytu.

Svefnrofalömun felst í því að geta sig hvergi hreyft rétt áður en maður festir svefn eða skömmu eftir að maður vaknar. Meðan á þessu stendur er fólk með meðvitund, og því getur fundist ástandið mjög óþægilegt, sérstaklega þegar öndunarerfiðleikar fylgja eins og stundum gerist. Yfirleitt getur fólk þó hreyft augun, líklega vegna þess að draumsvefn einkennist af hröðum augnhreyfingum. Svefnrofalömun stendur venjulega ekki lengi, heldur varar oft aðeins í nokkrar mínútur. Yfirleitt er líka hægt að losa fólk við lömunina með því að snerta það eða tala til þess.

Svefnhöfgaofskynjanir

Stundum fylgja svefnrofalömun svokallaðar svefnhöfgaofskynjanir (e. hypnagogic hallucinations). Fólk getur til að mynda fundist það heyra brothljóð eða tónlist. Einnig getur fólk talið sig finna fyrir návist mannveru eða jafnvel séð hana. Höfundi þykir líklegt að svefnhöfgaofsjónir geti skýrt mörg tilvik þar sem fólk telur sig sjá drauga, álfa eða aðrar verur. Að auki er nokkuð algengt að fólk finni fyrir köfnunartilfinningu eða miklum þyngslum fyrir brjósti, eins og einhver setjist ofan á það. Skýringin á þessu öllu virðist vera að fólk dreymi í vöku. Draumarnir geta verið mjög raunverulegir og því er þetta oft afar óþægileg lífsreynsla. Meira um ofskynjanir er svo hægt að lesa í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni Hvað er ofskynjun og hvernig er hún framkölluð með efnum á borð við LSD?

Mörur eru skandinavískar goðsagnaverur sem taldar voru setjast á brjóst manna og valda martröðum. Hugsanlegt er að fólk sem upplifði þetta hafi í raun þjáðst af svefnhöfgaofskynjunum. Myndin er eftir Johann Heinrich Füssli

Orsakir drómasýki

Vitað er að drómasýki er mjög arfbundin, og nær öruggt er talið að hún orsakist af truflunum á REM-svefni fólks. Ýmis einkenni REM-svefns koma fram á óeðlilegum tímapunkti hjá fólki sem þjáist af sjúkdómnum. Ólíkt venjulegu fólki fara drómasjúklingar til að mynda strax í REM-svefn úr vöku í stað þess að svefninn byrji á öðru stigi, svokölluðum hægbylgjusvefni (e. slow-wave sleep).

Tilraunir sem ætlaðar eru til að komast að orsökum drómasýki eru yfirleitt ekki gerðar á mönnum þar sem oft er bæði erfitt og ósiðlegt að gera slíkar tilraunir. Sjúkdómurinn hefur aftur á móti verið nokkuð rannsakaður í hundum og músum. Svo virðist sem bæði drómasýki hunda og músa geti orsakast af genastökkbreytingu sem hefur áhrif á taugaviðtaka (e. receptor) fyrir taugapeptíðið (e. neuropeptide) órexín (e. orexin), einnig kallað hýpókretín (e. hypocretin). Taugapeptíð, eins og órexín, hafa langvarandi áhrif á virkni taugafrumna. Seinni rannsóknir gáfu þó vísbendingar um að algengast væri að drómasýki manna orsakist af því að ónæmiskerfi drómasjúklinga ráðist á taugafrumur sem seyta órexíni og skemmi þær, fremur en af því að sjúklingarnir hafi óeðilega órexín-viðtaka.

Heimildir:

Hér verður einnig svarað spurningunum:

  • Hvað getið þið sagt mér um svefnrofalömun? (spyrjandi: Viggó Tómasson)
  • Stundum vakna ég „inni í mér“, það er ég er alveg vakandi en get samt alls ekki hreyft mig. Hví gerist þetta? (spyrjandi: Haraldur Sigfússon)
  • Eru það draumar sem ég upplifi, eða getur heilinn vaknað og líkaminn haldið áfram að sofa á meðan? (spyrjandi: Gylfi Gunnar Gylfason)
  • Er hægt að dreyma í vöku? (spyrjandi: Valur Grettisson)

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

22.6.2005

Síðast uppfært

17.12.2020

Spyrjandi

Erna Þórðardóttir, Jón Jónsson, f. 1988

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað er drómasýki?“ Vísindavefurinn, 22. júní 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5072.

Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 22. júní). Hvað er drómasýki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5072

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað er drómasýki?“ Vísindavefurinn. 22. jún. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5072>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er drómasýki?
Drómasýki (e. narcolepsy, einnig kölluð Gélineau-Redlich syndrome, Gélineau's disease, Gélineau's syndrome, hypnolepsy eða paroxymal sleep) er taugasjúkdómur sem veldur ýmsum furðulegum svefntruflunum.

Svefnflog

Eitt helsta einkenni drómasýki eru svefnflog (e. sleep attacks). Þegar drómasjúkt fólk fær svefnflog hellist allt í einu yfir það óstjórnleg syfja. Þetta veldur því að fólk sofnar, yfirleitt í um 2-5 mínútur, og vaknar svo aftur endurnært. Algengast er að fólk fái svefnflog í einsleitum og leiðinlegum aðstæðum, en það getur samt sem áður komið fyrir hvar og hvenær sem er. Auðvelt er að ímynda sér aðstæður þar sem afar neyðarlegt yrði að fá slíkt flog, svo sem í jarðarförum eða á meðan fólk nýtur ásta.

Algengast er að fólk fái svefnflog í einsleitum og leiðinlegum aðstæðum, en það getur samt sem áður komið fyrir hvar og hvenær sem er.

Slekjuköst

Annað einkenni drómasýki er slekjukast (e. cataplexy). Ef fólk fær slekjukast dettur það niður sem dautt væri og getur sig hvergi hreyft. Það er aftur á móti með fullri meðvitund. Í venjulegum REM-svefni (draumsvefni) lamast flestir vöðvar til að koma í veg fyrir að menn geri í raun og veru það sem þá dreymir. Það virðist sem þetta einkenni draumsvefns komi þarna á óheppilegum tíma.

Sterkar tilfinningar eða líkamleg áreynsla eru gjarnan forverar slekjukasts hjá drómasjúklingum. Svipað fyrirbæri, en mun vægara, finnst jafnvel hjá eðlilegu fólki. Til dæmis getur fólk orðið hálflamað af hlátri eða kiknað í hnjánum af ást. Alls óvíst er samt hvort þetta tvennt hafi sömu orsök og slekjukast drómasjúklinga.

Svefnrofalömun

Þriðja einkennið sem algengt er að fylgi drómasýki er svefnlömun eða svefnrofalömun (e. sleep paralysis). Nokkuð algengt er einnig að venjulegt fólk upplifi slíka lömun, án þess að neinn sjúkdómur sé þar að baki. Yfirleitt fylgir þetta óreglulegum svefnvenjum eða mikilli þreytu.

Svefnrofalömun felst í því að geta sig hvergi hreyft rétt áður en maður festir svefn eða skömmu eftir að maður vaknar. Meðan á þessu stendur er fólk með meðvitund, og því getur fundist ástandið mjög óþægilegt, sérstaklega þegar öndunarerfiðleikar fylgja eins og stundum gerist. Yfirleitt getur fólk þó hreyft augun, líklega vegna þess að draumsvefn einkennist af hröðum augnhreyfingum. Svefnrofalömun stendur venjulega ekki lengi, heldur varar oft aðeins í nokkrar mínútur. Yfirleitt er líka hægt að losa fólk við lömunina með því að snerta það eða tala til þess.

Svefnhöfgaofskynjanir

Stundum fylgja svefnrofalömun svokallaðar svefnhöfgaofskynjanir (e. hypnagogic hallucinations). Fólk getur til að mynda fundist það heyra brothljóð eða tónlist. Einnig getur fólk talið sig finna fyrir návist mannveru eða jafnvel séð hana. Höfundi þykir líklegt að svefnhöfgaofsjónir geti skýrt mörg tilvik þar sem fólk telur sig sjá drauga, álfa eða aðrar verur. Að auki er nokkuð algengt að fólk finni fyrir köfnunartilfinningu eða miklum þyngslum fyrir brjósti, eins og einhver setjist ofan á það. Skýringin á þessu öllu virðist vera að fólk dreymi í vöku. Draumarnir geta verið mjög raunverulegir og því er þetta oft afar óþægileg lífsreynsla. Meira um ofskynjanir er svo hægt að lesa í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni Hvað er ofskynjun og hvernig er hún framkölluð með efnum á borð við LSD?

Mörur eru skandinavískar goðsagnaverur sem taldar voru setjast á brjóst manna og valda martröðum. Hugsanlegt er að fólk sem upplifði þetta hafi í raun þjáðst af svefnhöfgaofskynjunum. Myndin er eftir Johann Heinrich Füssli

Orsakir drómasýki

Vitað er að drómasýki er mjög arfbundin, og nær öruggt er talið að hún orsakist af truflunum á REM-svefni fólks. Ýmis einkenni REM-svefns koma fram á óeðlilegum tímapunkti hjá fólki sem þjáist af sjúkdómnum. Ólíkt venjulegu fólki fara drómasjúklingar til að mynda strax í REM-svefn úr vöku í stað þess að svefninn byrji á öðru stigi, svokölluðum hægbylgjusvefni (e. slow-wave sleep).

Tilraunir sem ætlaðar eru til að komast að orsökum drómasýki eru yfirleitt ekki gerðar á mönnum þar sem oft er bæði erfitt og ósiðlegt að gera slíkar tilraunir. Sjúkdómurinn hefur aftur á móti verið nokkuð rannsakaður í hundum og músum. Svo virðist sem bæði drómasýki hunda og músa geti orsakast af genastökkbreytingu sem hefur áhrif á taugaviðtaka (e. receptor) fyrir taugapeptíðið (e. neuropeptide) órexín (e. orexin), einnig kallað hýpókretín (e. hypocretin). Taugapeptíð, eins og órexín, hafa langvarandi áhrif á virkni taugafrumna. Seinni rannsóknir gáfu þó vísbendingar um að algengast væri að drómasýki manna orsakist af því að ónæmiskerfi drómasjúklinga ráðist á taugafrumur sem seyta órexíni og skemmi þær, fremur en af því að sjúklingarnir hafi óeðilega órexín-viðtaka.

Heimildir:

Hér verður einnig svarað spurningunum:

  • Hvað getið þið sagt mér um svefnrofalömun? (spyrjandi: Viggó Tómasson)
  • Stundum vakna ég „inni í mér“, það er ég er alveg vakandi en get samt alls ekki hreyft mig. Hví gerist þetta? (spyrjandi: Haraldur Sigfússon)
  • Eru það draumar sem ég upplifi, eða getur heilinn vaknað og líkaminn haldið áfram að sofa á meðan? (spyrjandi: Gylfi Gunnar Gylfason)
  • Er hægt að dreyma í vöku? (spyrjandi: Valur Grettisson)

...