Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan er orðatiltækið „í gríð og erg“ komið?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Kvenkynsorðið gríð merkir ‘ákafi, áfergja’ og er skylt orðinu gríður sem var í fornu skáldamáli notað sem tröllkonuheiti, meðal annars í kenningum. Með gríðar stóði, gríðar grástóði og gríðar fákum er til dæmis átt við úlfa í kveðskap.

Gríður hét einnig tröllkona sú sem Þór átti soninn Viðar með samkvæmt Snorra-Eddu. Gríðar- er algengur herðandi forliður um eitthvað mikið, til dæmis í gríðarstór, gríðarmikill, gríðarlegur.

Gríð eitt sér þekkist vel. Til dæmis er talað um að vinna í gríð, yrkja í gríð, drekka í gríð og svo framvegis og er merkingin ‘af kappi, í ákafa’. Orðasambandið í gríð og erg virðist ekki gamalt í málinu. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá því snemma á 20. öld. Heldur eldri eru í gríð og ergju, í gríð og ergi, í gríð og kergju og í erg og gríð. Kvenkynsorðið ergi merkir ‘geðvonska; ákafi’ og ergja ‘gremja; ákafi, ágirnd’ í nútímamáli en í fornu máli merkti ergi einnig ‘losti, bleyði, samkynhneigð (karla)’.

Gríð og ergi eða ergja merkja nánast hið sama en slíkt er ekki óalgengt í orðasamböndum og er notað til áherslu. Orðið erg kemur ekki fyrir sjálfstætt og er aðeins þekkt úr orðasambandinu. Í gríð og kergju er sennilega þannig til orðið að ergi eða ergja hefur ekki verið mönnum tamt og er þá gripið til orðs sem talið er geta skýrt sambandið. Kergja merkir ‘þrjóska, tregða’

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

22.3.2005

Spyrjandi

Pálína Samúelsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan er orðatiltækið „í gríð og erg“ komið?“ Vísindavefurinn, 22. mars 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4851.

Guðrún Kvaran. (2005, 22. mars). Hvaðan er orðatiltækið „í gríð og erg“ komið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4851

Guðrún Kvaran. „Hvaðan er orðatiltækið „í gríð og erg“ komið?“ Vísindavefurinn. 22. mar. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4851>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan er orðatiltækið „í gríð og erg“ komið?
Kvenkynsorðið gríð merkir ‘ákafi, áfergja’ og er skylt orðinu gríður sem var í fornu skáldamáli notað sem tröllkonuheiti, meðal annars í kenningum. Með gríðar stóði, gríðar grástóði og gríðar fákum er til dæmis átt við úlfa í kveðskap.

Gríður hét einnig tröllkona sú sem Þór átti soninn Viðar með samkvæmt Snorra-Eddu. Gríðar- er algengur herðandi forliður um eitthvað mikið, til dæmis í gríðarstór, gríðarmikill, gríðarlegur.

Gríð eitt sér þekkist vel. Til dæmis er talað um að vinna í gríð, yrkja í gríð, drekka í gríð og svo framvegis og er merkingin ‘af kappi, í ákafa’. Orðasambandið í gríð og erg virðist ekki gamalt í málinu. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá því snemma á 20. öld. Heldur eldri eru í gríð og ergju, í gríð og ergi, í gríð og kergju og í erg og gríð. Kvenkynsorðið ergi merkir ‘geðvonska; ákafi’ og ergja ‘gremja; ákafi, ágirnd’ í nútímamáli en í fornu máli merkti ergi einnig ‘losti, bleyði, samkynhneigð (karla)’.

Gríð og ergi eða ergja merkja nánast hið sama en slíkt er ekki óalgengt í orðasamböndum og er notað til áherslu. Orðið erg kemur ekki fyrir sjálfstætt og er aðeins þekkt úr orðasambandinu. Í gríð og kergju er sennilega þannig til orðið að ergi eða ergja hefur ekki verið mönnum tamt og er þá gripið til orðs sem talið er geta skýrt sambandið. Kergja merkir ‘þrjóska, tregða’...