- Prenta þarf nýja seðla.
- Verðmerkja þarf vörur upp á nýtt.
- Fólk þarf að venjast nýja verðinu og átta sig á að 10 evrur er meira fé en 1000 krónur.
- Sumir sölumenn laumast til að hækka verð um leið og það færist úr krónum í evrur.
- Ekki er lengur hægt að breyta gengi eigin gjaldmiðils til að laga kostnaðarstig að breyttum aðstæðum. Fræðimenn greinir að vísu á um skilvirkni gengisbreytinga til að leiðrétta kostnaðarstig, og alltént eru ekki allar hreyfingar á gengi til góðs - það sem kemur útflutningsatvinnuvegum vel felur til dæmis í sér kostnað fyrir innflytjendur og neytendur.
Langtímakostir sameiginlegrar myntar eru hins vegar þessir:
- Íslenska ríkið getur ekki lengur prentað peninga án samráðs við hin evrulöndin. Peningaprentun, umfram framleiðni í þjóðfélaginu, skapar ekki verðmæti heldur veldur hún verðbólgu og lækkandi gengi. Peningaprentun eigin gjaldmiðils var og er auðveld leið fyrir óprúttnar ríkisstjórnir til að greiða skuldir í eigin mynt.
- Gengisáhætta inn- og útflytjenda er úr sögunni í viðskiptum við evrusvæðið.
- Þóknanir og gengiskostnaður bankanna hverfur í viðskiptum við evrulöndin.
- Auðvelt er fyrir fólk að bera saman verð milli landa, sem hvetur innflytjendur til að hafa sama verð og í öðrum evrulöndum (athugið að innan ESB er frjálst flæði vöru og engir tollar, þannig að ESB-neytendur geta pantað vörur í pósti innan ESB án nokkurra formsatriða).
- Milliríkjaviðskipti aukast til langs tíma litið, og það er líklega langtum viðamesti kosturinn.
- Eiríkur Bergmann Einarsson og Jón Þór Sturluson, 2008: “Hvað með Evruna?” Háskólinn á Bifröst.
- Francis Breedon og Thórarinn G. Pétursson, 2004: “Out in the Cold?: Iceland’s Trade Performance Outside the EU”. Central Bank of Iceland, Economics Department, Working paper nr. 26.
- Magnús Bjarnason, 2010: “The Political Economy of Joining the European Union, Iceland’s Position at the Beginning of the 21st Century”. Vossiuspers UvA - Amsterdam University Press. Sjá sérstaklega 5. kafla.
- Mynd sótt á heimasíðu FÍB 18. júlí 2011