Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 241 svör fundust
Hvort eru fleiri mínus- eða plústölur í talnakerfi okkar?
Fyrir hverja jákvæða tölu er alltaf hægt að finna eina neikvæða, nefnilega með því að setja mínus fyrir framan hana. Fyrir hverja neikvæða tölu má eins finna eina jákvæða, með því að taka mínusinn burt. Auk þess fær maður aldrei sömu neikvæðu töluna fyrir tvær mismunandi jákvæðar tölur og öfugt. Þannig er hægt að ...
Ef þú setur miða með 10 nöfnum í hatt, hverjar eru líkurnar að hver og einn dragi sitt nafn?
Svarið fer eftir því hvort sá sem dregur setur miðann aftur í hattinn þegar hann er búinn að draga eða ekki. Svarið finnst samt á svipaðan hátt í báðum tilvikum. Hér á eftir er gert ráð fyrir að nöfnin séu öll ólík, en ef einhver nafnanna eru þau sömu þá má líka nálgast verkefnið á þann hátt sem lýst er hér á eft...
Hvers konar gas er í SodaStream-hylkjunum?
Gashylkin sem eru notuð í SodaStream-tækjunum eru fyllt með koltvíoxíði sem einnig er kallað koltvíildi eða koldíoxíð. Koltvíoxíð er gas við staðalaðstæður (eina loftþyngd og 25°C). Þegar koltvíoxíði er hleypt í gegnum vatn gengur það í samband við vatnið á eftirfarandi hátt: \[CO_{2}+H_{2}O\rightleftharpoons H_{...
Hver eru rökin fyrir því að x í núllta veldi sé alltaf 1, sama hvað x stendur fyrir?
Reglurnar um veldisvísa í algebru eru byggðar upp skref fyrir skref með því að byrja til dæmis á því að skilgreina $x$ í öðru veldi: $x^2=x\cdot x$ (Lesið: $x$ í öðru veldi er sama sem $x$ sinnum $x$ eða $x$ margfaldað með sjálfu sér)Fyrir heilar plústölur $n$ skilgreinum við síðan $x^n=x\cdot...\cdot x$...
Hvort reiknar maður fermetra sem metri * metri eða lengd * breidd?
Í raun mætti hugsa sér að báðar aðferðirnar sem spyrjandi bendir á séu réttar. Hins vegar mun formúlan fyrir því að reikna út flatarmál, og þá fermetrafjölda ef því er að skipta, vera \(\text{lengd}\cdot \text{breidd}\). Til að hafa þetta allt sem einfaldast skulum við ímynda okkur ferkantað hús á einni hæð. ...
Hvers vegna er lausnarjafna annars stigs margliðu kölluð Jónas?
Í framhaldsskóla læra allir hvernig á að leysa annars stigs jöfnur eins og x2 - x + 1 = 0 með ýmsum aðferðum. Til dæmis er hægt að leysa þær með því að reyna á heppnina og stinga nokkrum tölum inn eða þátta jöfnuna í einfaldari liði sem hafa augljósar lausnir. Oft bregðast þessi ráð þó, eins og í jöfnunni hér að o...
Vita vísindamenn hvar stærsta risasvarthol alheimsins er og hversu stórt það er?
Það er erfitt að segja hvaða risasvarthol er það stærsta sem mælst hefur. Mismunandi aðferðum er beitt til að mæla massa svarthola og óvissan sem er fólgin í mælingum er mismikil. Stundum gefa jafnvel mismunandi mæliaðferðir misvísandi svör. En það er engu að síður ljóst að allra stærstu svartholin sem fundist haf...
Hver er munurinn á kúptu og hvelfdu falli, það er að segja hvernig snúa þau?
Til þess að allir viti hvað um er rætt skulum við líta á skilgreininguna á kúptum og hvelfdum föllum. Látum I vera bil í rauntölunum og f vera fall frá I í rauntölurnar. Þá er f sagt vera kúpt ef um öll x og y í I gildir að \[f(tx+(1-t)y)\leq tf(x)+(1-t)f(y)\] fyrir öll t milli 0 og 1. Kúpt fall á bili ásamt pu...
Á hve marga vegu er hægt að velja fimm manna stjórn úr átján manna hópi ef tveir þeirra gefa ekki kost á sér nema báðir séu valdir?
Mennina tvo, sem gefa ekki kost á sér nema báðir séu valdir, skulum við kalla Jón og Hannes. Þá getum við skipt öllum mögulegum stjórnum í tvo flokka: Stjórnir sem hafa hvorki Jón né Hannes. Stjórnir sem hafa bæði Jón og Hannes. Einfalt mál er að finna fjölda stjórna sem tilheyra hvorum flokki fyrir sig, sv...
Hvað eru 296 dollarar margar krónur?
Þegar þetta er skrifað á fyrstu dögum júlímánaðar árið 2012 er gengi Bandaríkjadals um 125 kr., það er fyrir 125 kr. fæst 1 Bandaríkjadalur, samkvæmt vef Seðlabanka Íslands. Áður hefur verið fjallað um hverju munurinn á kaup- og sölugengi gjaldmiðla sætir en þann 4. júlí árið 2012 var kaupgengi Bandaríkjadals 1...
Hversu hratt þarf mótorhjól að fara til að hafa sama skriðþunga og fólksbíll á 90 km hraða, ef bíllinn er 1200 kg og hjólið 200 kg?
Skriðþungi (e. momentum) hlutar er margfeldi af massa hans og hraða og lýsir hreyfingu hans. Skriðþunginn, p, er reiknaður með jöfnunni \[p=m\cdot v,\] þar sem m er massi hlutarins og v hraði hans. SI-mælieining skriðþunga er þess vegna kg$\cdot$m/s. Við getum notað þessa jöfnu til að reikna út skriðþungann í d...
Er hægt að teikna 19-hyrning með allar hliðar jafnlangar? Ef það er hægt, hvernig þá?
Hér að ofan má sjá mynd af 19-hyrningi sem hefur allar hliðar jafnlangar. Hann er teiknaður með því að búa til 19 jafnlöng strik og hafa jafnstórt horn milli hverra tveggja aðliggjandi strika. Engu máli skiptir hve margar hliðarnar (eða hornin) eru; það er alltaf hægt að teikna marghyrning sem hefur allar...
Er hægt að sanna að 0,999... = 1 með venjulegum reikningsaðferðum?
Spyrjandi setur spurningu sína upphaflega fram sem hér segir:Ég heyrði þessa skýringu á að 1 væri = 0,99.. óendanlega oft:\(x = 0,99...\) \(10x = 9,99...\) \(10x - x = 9\) eða \(9x = 9\) \(x = 1\)Er þetta rétt?Spurningin vísar í svar Jóns Kr. Arasonar við spurningunni Er talan 0,9999999... = 1? og er lesanda...
Eru fullhlaðnar rafhlöður þyngri en þær sem eru tómar?
Já, fullhlaðnar rafhlöður eru örlítið þyngri en tómar rafhlöður. Massamunurinn er svo lítill að nánast ógerlegt er að mæla hann en engu að síður er hann til staðar. Rafhlöður nýta efnahvörf til að umbreyta efnaorku í raforku en lesa má nánar um virkni rafhlaðna í svari Ágústs Kvaran við spurningunni Hvernig ver...
Eyðast demantar aldrei?
„Diamonds are forever“ segir í söng og bíómynd um ævintýri James Bond, en sumir telja að fyrirmynd hetjunnar hafi verið Vestur-Íslendingur.[1] Ekki er það alls kostar rétt að þeir geti verið eilífir, því enda þótt demantur sé allra efna harðastur og þoli hvers kyns hnjask og leysiefni, þá getur heitur eldur eytt h...