- Stjórnir sem hafa hvorki Jón né Hannes.
- Stjórnir sem hafa bæði Jón og Hannes.
Tiltekin stjórn úr seinni flokknum er skipuð Jóni, Hannesi og þremur af hinum sextán mönnunum í hópnum. Þessa þrjá menn getum við valið á \[{16 \choose 3} = \frac{16!}{3! \cdot (16-3)!} = \frac{16!}{3! \cdot 13!} = 560\] vegu, sem þýðir að fjöldi stjórna í seinni flokknum er 560. Af síðustu tveimur efnisgreinum leiðir að 4.368 stjórnir eru í fyrri flokknum og 560 stjórnir eru í seinni flokknum. Heildarfjöldi mögulegra stjórna er þá \[4.368 + 560 = 4.928.\] Með öðrum orðum er hægt að velja fimm manna stjórn úr átján manna hópi, ef tveir þeirra gefa ekki kost á sér nema báðir séu valdir, á 4.928 vegu. Mynd:
- http://www.koreanma.com. Sótt 12.10.2011.