Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 331 svör fundust
Af hverju stinga geitungar?
Geitungar, líkt og margar aðrar dýrategundir, eru búnir vopnum sem þeir beita bæði til fæðuöflunar og varnar. Þessi vopnabúnaður getur verið af ýmsum toga svo sem broddar eða eiturframleiðsla. Hjá geitungum eru það eingöngu kvendýrin sem geta stungið, það er drottningar og þernur, enda er broddurinn að uppruna til...
Af hverju þefa hundar af rassinum á hvor öðrum þegar þeir hittast? Eru þeir að heilsast?
Lengi vel var talið að þegar hundar hittust og þefuðu af endaþarmi hvor annars væru þeir að heilsast. En líklega á þetta háttalag sér aðra og margþættari skýringu. Hundar hafa tvo kirtla við endaþarmsopið. Þeir seyta efnasamböndum sem tengjast beint hormónastarfsemi hundanna. Lyktin sem berst frá kirtlunum veit...
Hvernig á að fallbeygja orðið Hagkaup?
Orðið kaup merkir ‛verslun, viðskipti’ og er venjulega notað í fleirtölu sem og í merkingunni ‛það að kaupa’. Gerð eru góð eða slæm kaup, maður getur átt í hagstæðum eða óhagstæðum kaupum við einhvern annan og þriðji maður getur til dæmis gengið inn í kaupin. Ekki er kominn festa á beygingu verslun...
Hvor er stærri, írski úlfhundurinn eða stórdani?
Bæði þessar hundakyn eru mjög hávaxin og líklega þau hávöxnustu sem þekkjast. Samkvæmt stöðlum Bandaríska hundaræktarsambandsins (American Kennel Club) er æskileg hæð yfir herðakamb á stórdanahundum um 81 cm og á tíkum 76 cm. Þyngd hundanna er um 80-85 kg. Hér sést írskur úlfhundur til vinstri og stórdani til h...
Hvað gerist ef kolkrabbi missir einn arm?
Kolkrabbar hafa ýmsa eiginleika sem nýtast þeim í að lifa af í sjónum. Þeir geta meðal annars losað sig við einn af átta örmum sínum til að villa um fyrir rándýri. Með tímanum vex armurinn svo aftur; kolkrabbarnir bíða því ekki varanlegan skaða af því að missa einn arm. Einna þekktastir eru kolkrabbarnir fyrir ...
Hvað getið þið sagt mér um grísku gyðjuna Ceres?
Hér er að nokkru leyti einnig svarað spurningu Karenar Pétursdóttur: Ceres var gyðja í rómverskri goðafræði, hvert var hlutverk hennar og hver eru hennar helstu einkenni? Ceres var rómversk gyðja, ítölsk að uppruna, og var einkum dýrkuð á Aventínusarhæð í Róm. Ceres var aðallega talin tengjast sköpunarmætti nátt...
Hverjar voru músunar og fyrir hvað stóðu þær?
Músunar voru skáldagyðjur í grískum goðsögum. Þær voru dætur Seifs og Mnemosynu, gyðju minnis. Þessar gyðjur vísinda og lista voru níu talsins: Kallíópa, Klíó, Erató, Evterpa, Melpómena, Polyhymnía, Terpsikora, Þalía og Úranía. Eins og sjá má hér að neðan var hver og ein þeirra fulltrúi ákveðins sviðs lista og vís...
Hvernig eru rafhlöður búnar til?
Rafhlöður eru hylki með rafskautum í raflausn. Með rafhlöðum er hægt að breyta efnaorku í raforku. Víða á Alnetinu og í bókum um vísindi er hægt að finna upplýsingar um það hvernig hægt er að búa til einfaldar rafhlöður, til dæmis úr sítrónu. Aðferðin er frekar einföld. Til þess að búa til rafhlöðuna þarf eina ...
Af hverju myndast öldur?
Öldur myndast á vatns- eða haffleti vegna vinda. Minnstu öldur rétt brjóta spegil vatnsflatarins og eru nefndar gráð en öldurnar vaxa, hækka og lengjast með auknum vindstyrk. Alda er bylgjuhreyfing. Einfaldri bylgju má lýsa með bylgjulengd, bylgjuhæð og sveifluvídd og hreyfingu hennar með sveiflutíma, T, sem...
Hverjar eru síðustu heimildir um galdraiðkun á Íslandi?
Heimildir um galdraiðkun á Íslandi eru ýmiss konar. Um þau galdramál sem háð voru fyrir dómstólum eru Alþingisbækur traustustu heimildirnar auk þeirra héraðsdómsskjala sem varðveist hafa (dóma- og þingbækur). Þar sem þeim heimildum sleppir hafa annálar, bréfabækur, prestastefnubækur og máldagar einnig reynst haldb...
Hvað eru hrævareldar og hvar er þeirra getið í innlendum og erlendum heimildum?
Hrævareldar eru flöktandi ljós sem sjást að næturlagi yfir mýrum. Yfirleitt er þá metangas að brenna en það myndast við sundrun jurtaleifa í mýrum. Engin ástæða er til að ætla annað en að fyrirbærið hafi verið þekkt frá alda öðli. Það er nefnt í gömlum íslenskum textum og til að mynda eru ensku orðin um fyrirbærið...
Hver er uppruni orðsins mannvitsbrekka og hvar kemur það fyrst fyrir?
Orðið mannvitsbrekka kemur fyrir í fornu máli. Í Landnámu hafa tvær konur viðurnefnið mannvitsbrekka. Þær voru Ástríður Móðólfsdóttir og Jórunn Ketilsdóttir flatnefs. Mannvit merkir 'speki, þekking' en hvað brekka merkir í þessu sambandi er óljóst. Giskað hefur verið á að um herðandi viðlið sé að ræða og að orðið ...
Hvaða heimildir eru til um Vatnsenda-Rósu og hvað er vitað um hana?
Lítið hefur verið skrifað um Rósu Guðmundsdóttur (1795-1855) sem oft er kölluð Vatnsenda-Rósa. Samtímaheimildir um búsetu hennar, störf og getu er einkum að finna í umsögnum presta, en þessar umsagnir eru þó heldur þurrar og ná á engan hátt að fanga persónuna sjálfa. Það er þó einnig skrifað nokkuð um Rósu í Natan...
Hvaðan kemur orðatiltækið að hvetja menn lögeggjan?
Orðasambandið að eggja e-n lögeggjan kemur þegar fyrir í fornu máli. Merkingin var að 'hvetja e-n mjög til að gera e-ð en fara þó að lögum'. Þekktasta dæmið mun vera úr Njáls sögu (98. kafla). "Eggjar móðir vor oss nú lögeggjan," sagði Skarphéðinn Njálsson þegar Bergþóra móðir hans hvatti hann til að fara að lögum...
Hver er uppruni orðsins krakki?
Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá því um miðja 18. öld og orðið finnst einnig í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík (AM 433 fol.) sem hann safnaði til á árunum 1734 og fram að því er hann lést 1779. Eldra dæmi er þó í orðabók Guðmundar Andréssonar sem út kom fyrst 1683 en var endurút...