Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju þefa hundar af rassinum á hvor öðrum þegar þeir hittast? Eru þeir að heilsast?

Jón Már Halldórsson

Lengi vel var talið að þegar hundar hittust og þefuðu af endaþarmi hvor annars væru þeir að heilsast. En líklega á þetta háttalag sér aðra og margþættari skýringu.

Hundar hafa tvo kirtla við endaþarmsopið. Þeir seyta efnasamböndum sem tengjast beint hormónastarfsemi hundanna. Lyktin sem berst frá kirtlunum veitir öðrum hundum upplýsingar um kynferði og kynferðisástand, heilbrigði og tilfinningaástand hundsins.



Hundar þefa af afturenda annarra hunda til þess að fá upplýsingar.

Ef hundur treystir ekki aðkomuhundi eftir að hafa þefað af endaþarmi hans, hefur hann fengið einhverjar upplýsingar sem honum finnst varhugaverðar. Hundaeigendur ættu að treysta hundinum sínum til að meta ástand og lundafar annarra hunda. Í því er hundurinn sjálfsagt mun færari en maðurinn. Ef hundi líkar ekki við annan hund hefur hann líklega góða ástæðu fyrir því.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: K-9 Solutions Dog Training. Sótt 19. 5. 2010.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.5.2010

Spyrjandi

Agnes Gísladóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju þefa hundar af rassinum á hvor öðrum þegar þeir hittast? Eru þeir að heilsast?“ Vísindavefurinn, 21. maí 2010, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56124.

Jón Már Halldórsson. (2010, 21. maí). Af hverju þefa hundar af rassinum á hvor öðrum þegar þeir hittast? Eru þeir að heilsast? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56124

Jón Már Halldórsson. „Af hverju þefa hundar af rassinum á hvor öðrum þegar þeir hittast? Eru þeir að heilsast?“ Vísindavefurinn. 21. maí. 2010. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56124>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju þefa hundar af rassinum á hvor öðrum þegar þeir hittast? Eru þeir að heilsast?
Lengi vel var talið að þegar hundar hittust og þefuðu af endaþarmi hvor annars væru þeir að heilsast. En líklega á þetta háttalag sér aðra og margþættari skýringu.

Hundar hafa tvo kirtla við endaþarmsopið. Þeir seyta efnasamböndum sem tengjast beint hormónastarfsemi hundanna. Lyktin sem berst frá kirtlunum veitir öðrum hundum upplýsingar um kynferði og kynferðisástand, heilbrigði og tilfinningaástand hundsins.



Hundar þefa af afturenda annarra hunda til þess að fá upplýsingar.

Ef hundur treystir ekki aðkomuhundi eftir að hafa þefað af endaþarmi hans, hefur hann fengið einhverjar upplýsingar sem honum finnst varhugaverðar. Hundaeigendur ættu að treysta hundinum sínum til að meta ástand og lundafar annarra hunda. Í því er hundurinn sjálfsagt mun færari en maðurinn. Ef hundi líkar ekki við annan hund hefur hann líklega góða ástæðu fyrir því.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: K-9 Solutions Dog Training. Sótt 19. 5. 2010....