Samkvæmt sömu samtökum er æskileg hæð írskra úlfhunda 82-86 cm og þyngdin um 54,5 kg. Reynslan sýnir að úlfhundar verða að jafnaði hærri en stórdanir þó fjölmargir stórdanir geti náð geysilegri hæð. Hávöxnustu hundar sem sögur fara af eru einmitt stórdanir. Sá hæsti er hundur að nafni Gibson og mælist hann 107 cm á herðakamb. Að jafnaði og samkvæmt hundaræktarstuðlum eru stórdanir holdmeiri og þar af leiðandi þyngri. Þeir eru því yfirleitt stærri en írskir úlfhundar. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvaða hundar eru stærstir? eftir Jón Má Halldórsson
- Hver er minnsti hundur í heimi og af hverju er hann svona lítill? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvað eru til margar hunda- og kattategundir í heiminum? eftir Margréti Björk Sigurðardóttur
- Dog Reflections. Sótt 28.4.2009.
- Dog Breed Info Center. Sótt 28.4.2009.