Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 911 svör fundust
Hvaða hlutverki gegna þéringar og eru þær til í öllum tungumálum?
Orðið þéring er leitt af sögninni að þéra. Skýringin á sögninni er í Íslenskri orðabók (2002: 1808) þessi:nota þér (og samsvarandi eignarfornafn) ásamt fleirtölu hlutaðeigandi sagnar við einn viðmælanda í stað þú vegna þess að menn þekkjast lítið, í viðurkenningarskyni, eða til viðurkenningar á mismun í aldri, sam...
Er hægt að deyja úr hita?
Stutta svarið við þessari spurningu er já, það er hægt að deyja úr hita. Eðlilegur líkamshiti manna er nokkuð einstaklingsbundinn en í langflestum tilfellum er hann einhvers staðar á bilinu 36,0 - 37,6 °C hjá heilbrigðu fólki á aldrinum 18-40 ára. Líkamshitinn getur hækkað við áreynslu eða vegna hita í umhverfi...
Á hverju lifa hettumávsungar?
Hettumávurinn (Larus ridibundus) er minnstur þeirra máva sem verpa hér á landi. Hann er mjög algengur á láglendi og verpir í margskonar gróðurlendi, svo sem mólendi, en kýs þó helst að verpa í votlendi eins og mýrum eða við vötn og tjarnir. Hreiðrið er einhvers konar dyngja úr þurrum gróðri. Algengast er að he...
Hver fann upp fyrsta reiðhjólið?
Ekki er vitað um neitt farartæki sem líkist reiðhjólum fyrir árið 1700. Hjólið sem slíkt er þó ævaforn uppfinning en fornleifafræðingar telja að það hafi verið fundið upp einhvers staðar í Asíu fyrir nærri 10.000 árum. Hægt er að lesa meira um það í svari við spurningunni Súmerar fundu upp hjólið en hvenær var það...
Hver er þessi Vakthafandi Læknir sem alltaf er talað við og vitnað í þegar fjölmiðlamenn segja fréttir af slösuðu eða veiku fólki?
Það sem við teljum okkur vita vita um Vakthafandi Lækni (VL) er að hann á heima á Stökustað sem oft er minnst á í veðurfréttum. Nánar tiltekið eru hnit hans sem hér segir:Vakthafandi Læknir Séstvallagötu 13 999 Stökustað Sími 7913000, t-póstur rinkeal@idnafahtkav.orgEins og ráða má af tölvupóstfanginu kemur það...
Hvaðan kemur orðið ferming, pabbi minn sem býr í Svíþjóð er oft spurður að því?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Pabbi minn býr í Svíþjóð og hefur verið spurður hvaðan orðið ferming er komið, þar sem ferming er á flestum tungumálum confirmatio. Nafnorðið ferming er leitt með viðskeytinu –ing af sögninni að ferma 'staðfesta skírnarsáttmála eða trúarheit einhvers’. Það kom inn í máli...
Af hverju heita Landeyjar þessu nafni?
Nafnið á Landeyjum helgast af vatnsföllum sem um þær renna svo að þær eru sem eyjar. Þannig segir Eggert Ólafsson frá í ferðabók sinni og Bjarna Pálssonar frá 1752-57: Þar fyrir austan eru ósar Markarfljóts í þrennu lagi, sem ásamt öðrum vötnum og hafinu fyrir utan lykja um Landeyjar að mestu leyti. Stærsta eyjan...
Hvar bjuggu rómversku guðirnir? Voru þeir líka á Ólympsfjalli með grísku guðunum?
Rómversku guðirnir sem samsvöruðu Ólympsguðunum grísku bjuggu líka á Ólympsfjalli. Þannig er til dæmis rómverski guðinn Júpiter nefndur „faðir manna og guða [sem] situr á háum Ólympusi“, „konungur hins himneska Ólympusar“ og þar fram eftir götunum í íslenskri þýðingu á Eneasarkviðu eftir rómverska skáldið Virgil. ...
Er himinninn blár á Mars?
Á Mars er örþunnur lofthjúpur sem er að mestu leyti úr koltvíildi (95%, einnig kallað koldíoxíð og koltvísýringur), nitri (2,7%, einnig kallað köfnunarefni) og argoni (1,6%) en auk þess finnast önnur efni í minna magni. Vísbendingar um fljótandi vatn á yfirborðinu benda til þess að lofthjúpurinn hafi eitt sinn ver...
Hvernig er borgaraleg ferming?
Borgaraleg ferming er skilgreind á þennan hátt í Íslenskri orðabók: Hátíðleg athöfn sem ekki tengist kirkju eða kristni en er haldin fyrir börn á fermingaraldri (í kjölfar fræðslu um siðfræðileg og félagsleg efni).Hér skal lítið fjallað um hina kristnu fermingu og samanburð þar á milli en einungis bent á þetta sva...
Hvað þarf maður að gera ef maður vill flotta magavöðva?
Sá sem vill fá stælta og vel mótaða kviðvöðva þarf annars vegar að byggja upp vöðvana og hins vegar að losa sig við sem mesta fitu af maganum, ef hún er til staðar, því annars sjást vöðvarnir ekki. Til eru ýmsar mismunandi gerðir af kviðæfingum en margar þeirra er gott að framkvæma á æfingadýnu á gólfinu. Í tæ...
Hver eru eiginlega þessi „síðustu forvöð“?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver eru þessi "síðustu forvöð"? Hvaða forvöð er þá átt við? Hvaðan kemur orðatiltækið "síðustu forvöð" og hvað eru forvöð? Orðið forvað (hk.) merkir ‘vað undir sjávarhömrum sem aðeins er fært um fjöru’. Einnig er til orðið forvaði (kk.) í sömu merkingu og þekkist það v...
Af hverju eru flæmingjar bleikir?
Einhvers staðar segir 'þú ert það sem þú étur'. Þetta má vel heimfæra á flamingóa, eða flæmingja eins og þeir eru líka kallaðir á íslensku, því bleiki eða ljósrauði liturinn sem einkennir þá er tilkominn vegna fæðunnar sem þeir innbyrða. Í reynd eru flæmingjar ljósgráleitir þegar þeir koma úr eggi og fá ekki þenna...
Er hægt að hafa bessadýr sem gæludýr?
Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega: Já, það er vel hægt, til dæmis ef bessadýrið er haft í svonefndri petrískál sem annars er yfirleitt notuð til frumuræktunar. Bessadýr (Tardigrade) eru smávaxin dýr, um 1 mm á stærð og því vel sýnileg í víðsjá. Þau finnast ýmist í salt- eða ferskvatni en einnig í an...
Hvers vegna er ekki hægt að stöðva öldrun í fólki?
Spurning Atla var því sem næst eins og hér er tilgreint en spurning Hannesar og Margrétar var þessi: Hvað veldur því að líkaminn hrörnar, er ekki hægt að gera neitt til að breyta því? Hvers vegna getum við ekki lifað endalaust?Sami höfundur hefur áður svarað spurningunni Af hverju eldumst við? hér á Vísindavefnum....