Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þarf maður að gera ef maður vill flotta magavöðva?

Arna Bjarnadóttir og Ólafía Ósk Finnsdóttir

Sá sem vill fá stælta og vel mótaða kviðvöðva þarf annars vegar að byggja upp vöðvana og hins vegar að losa sig við sem mesta fitu af maganum, ef hún er til staðar, því annars sjást vöðvarnir ekki.

Til eru ýmsar mismunandi gerðir af kviðæfingum en margar þeirra er gott að framkvæma á æfingadýnu á gólfinu. Í tækjasölum líkamsræktarstöðva má oftast finna einhvers konar kviðæfingavélar. Sumar gerðir kviðæfinga valda miklu álagi á mjóbakið en þær er best að forðast. Þegar kviðvöðvarnir eru þjálfaðir þarf einnig að þjálfa bakvöðvana til að forðast neikvæð áhrif á líkamsstöðu.

Fjölmargar kenningar eru til um hvernig best sé að brenna fitu en aðalatriðið er að hitaeiningafjöldinn sé ekki of mikill. Passa má upp á það með hollu mataræði og hreyfingu. Ólíkt því sem sumir halda er ekki hægt að gera sérstakar æfingar til þess að brenna fitu af maganum þar sem fitubrennsla er ekki svæðisbundin.

Þjálfun kviðvöðva hefur ekki aðeins áhrif á útlitið. Sterkir og vel þjálfaðir kviðvöðvar hafa til dæmis jákvæð áhrif á líkamsstöðu og jafnvægi og geta komið í veg fyrir bakverki. Til þess að viðhalda stæltum og mótuðum kviðvöðvum þarf að halda áfram að þjálfa vöðvana svo þeir rýrni ekki, auk þess sem hlutfall líkamsfitu má ekki vera of hátt svo vöðvarnir sjáist.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2011.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

14.6.2011

Spyrjandi

Hreggviður Karl, f. 1993, Elsa Mjöll

Tilvísun

Arna Bjarnadóttir og Ólafía Ósk Finnsdóttir. „Hvað þarf maður að gera ef maður vill flotta magavöðva?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2011, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=23954.

Arna Bjarnadóttir og Ólafía Ósk Finnsdóttir. (2011, 14. júní). Hvað þarf maður að gera ef maður vill flotta magavöðva? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=23954

Arna Bjarnadóttir og Ólafía Ósk Finnsdóttir. „Hvað þarf maður að gera ef maður vill flotta magavöðva?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2011. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=23954>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þarf maður að gera ef maður vill flotta magavöðva?
Sá sem vill fá stælta og vel mótaða kviðvöðva þarf annars vegar að byggja upp vöðvana og hins vegar að losa sig við sem mesta fitu af maganum, ef hún er til staðar, því annars sjást vöðvarnir ekki.

Til eru ýmsar mismunandi gerðir af kviðæfingum en margar þeirra er gott að framkvæma á æfingadýnu á gólfinu. Í tækjasölum líkamsræktarstöðva má oftast finna einhvers konar kviðæfingavélar. Sumar gerðir kviðæfinga valda miklu álagi á mjóbakið en þær er best að forðast. Þegar kviðvöðvarnir eru þjálfaðir þarf einnig að þjálfa bakvöðvana til að forðast neikvæð áhrif á líkamsstöðu.

Fjölmargar kenningar eru til um hvernig best sé að brenna fitu en aðalatriðið er að hitaeiningafjöldinn sé ekki of mikill. Passa má upp á það með hollu mataræði og hreyfingu. Ólíkt því sem sumir halda er ekki hægt að gera sérstakar æfingar til þess að brenna fitu af maganum þar sem fitubrennsla er ekki svæðisbundin.

Þjálfun kviðvöðva hefur ekki aðeins áhrif á útlitið. Sterkir og vel þjálfaðir kviðvöðvar hafa til dæmis jákvæð áhrif á líkamsstöðu og jafnvægi og geta komið í veg fyrir bakverki. Til þess að viðhalda stæltum og mótuðum kviðvöðvum þarf að halda áfram að þjálfa vöðvana svo þeir rýrni ekki, auk þess sem hlutfall líkamsfitu má ekki vera of hátt svo vöðvarnir sjáist.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2011. ...