Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig stækka vöðvarnir?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað veldur stækkun á vöðvum?

Vöðvar eru úr sérhæfðum vöðvafrumum sem heita vöðvaþræðir og liggja endilangir í vöðvanum. Hver vöðvaþráður er gerður úr mörgum vöðvatrefjum.



Venjulegur vöxtur vefs felur í sér tvennt, annars vegar fjölgun frumna sem vefurinn er gerður úr og hins vegar stækkun þessara frumna. Þegar vöðvar stækka við þjálfun á sér ekki stað venjulegur vöxtur eins og þegar við stækkum, heldur er í raun um ofvöxt (e. hypertrophy) að ræða þar sem rúmmál vöðvans eykst fyrst og fremst vegna frumustækkunar en ekki frumufjölgunar.

Það sem gerist þegar vöðvi er þjálfaður er flókið ferli. Fyrstu mælanlegu áhrifin eru þau að hann fær meiri taugaörvun, það er taugaboð til hans aukast, sem leiðir til meiri samdráttar vöðvans. Eftir aðeins fárra daga þjálfun getur óþjálfaður einstaklingur orðið var við aukinn kraft vegna þess að hann er að „læra“ að nota vöðvann.

Eftir því sem gerðar eru meiri kröfur til vöðvans eru nýmyndunarferli hans stillt á ný. Nýmyndunarferlin eru þau ferli efnaskipta frumnanna sem fela í sér myndun nýrra efna, í þessu tilfelli vöðvaprótína. Þegar talað er um að stilla á ný er átt við að virkja þau gen sem geyma upplýsingar eða „uppskrift“ um myndun efnanna en „slökkva“ ef til vill á einhverjum öðrum genum sem geyma uppskriftir að efnum sem ekki er þörf fyrir á þeirri stundu. Í sameindaerfðafræði er í þessu sambandi talað um að kveikja á tjáningu (e. expression) tiltekinna gena en slökkva á tjáningu annarra.

Ekki er vitað nákvæmlega hvernig skrefin eru í þessu ferli en ljóst er að stilling virðist hefjast á kerfi seinni boðbera (e. second messengers) frumnanna (þar með talið fosfólípasa, prótínkinasa C, týrósínkínasa og fleiri efna) sem í kjölfarið örva gen sem virðast stýra myndun samdráttarprótína. Seinni eða annar boðberi er efni sem tekur við skilaboðum frá fyrsta boðbera sem er taugaboðefni, hormón eða annað boðefni og kemur þeim til skila til markfrumnanna en það eru þær frumur sem boðefni hafa áhrif á. Með skilaboðum er í raun átt við að fyrsti boðberi binst viðtaka á eða í markfrumu en sú tenging kemur af stað keðjuverkun sem endar með myndun eða virkjun annars boðbera.

Boðin komast síðan áleiðis þannig að prótínmyndun í vöðvanum breytist. Það geta liðið allt að tveir mánuðir áður en eiginlegur ofvöxtur hefst. Viðbótarsamdráttarprótínin sem myndast eru innlimuð í vöðvatrefjarnar. Takmörk virðast þó vera fyrir því hversu stórar þær geta orðið og það kemur að því að þær klofna eftir endilöngu. Þessir atburðir gerast innan hvers vöðvaþráðar og valda því að rúmmál vöðvans eykst. Vöðvastækkunin er því fyrst og fremst afleiðing vaxtar hverrar vöðvafrumu en ekki frumufjölgunar.

Margar rannsóknir hafa verið gerðar á ofvexti vöðva. Meðal þess sem hefur komið í ljós er að með þungalyftingum eykst hann. Þar koma togviðbrögð vöðvans við sögu. Eins og teygja sem er strekkt verður krafturinn á samdrætti vöðvans meiri eftir því sem álagið er meira.

Ennfremur hefur komið í ljós að þessi vöðvastækkun er óháð ýmsum hormónum sem eru nauðsynleg fyrir venjulegan vöxt, það er vaxtarhormóni frá heildingli, insúlíni og skjaldkirtilshormóni. Svo virðist sem vöðvinn sem er þjálfaður myndi sjálfstýrandi (e. autocrine) vaxtarþætti sem hafa áhrif á innri stoðgrind vöðvafrumnanna sjálfra. Þetta er stutt af þeirri staðreynd að við þjálfun verður eingöngu þjálfaði vöðvinn fyrir ofvexti, ekki allir vöðvarnir í til dæmis útlimnum sem þjálfaði vöðvinn er í.

Þeir sem vilja stækka vöðva sína með þjálfun verða að fara varlega og átta sig á því að alltaf er hætta á slysum. Mikilvægt er að hita ætíð vel upp áður en átök hefjast og fara eftir æfingaáætlun sem gerð hefur verið af aðila með þekkingu á þessu sviði. Einnig er mikilvægt að nota skynsemina og taka alltaf tillit til meiðsla og verkja ef slíkt er fyrir hendi.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

25.1.2005

Spyrjandi

Hörður Svavarsson
Gunnar Ingi Arnarson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvernig stækka vöðvarnir?“ Vísindavefurinn, 25. janúar 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4724.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2005, 25. janúar). Hvernig stækka vöðvarnir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4724

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvernig stækka vöðvarnir?“ Vísindavefurinn. 25. jan. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4724>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig stækka vöðvarnir?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvað veldur stækkun á vöðvum?

Vöðvar eru úr sérhæfðum vöðvafrumum sem heita vöðvaþræðir og liggja endilangir í vöðvanum. Hver vöðvaþráður er gerður úr mörgum vöðvatrefjum.



Venjulegur vöxtur vefs felur í sér tvennt, annars vegar fjölgun frumna sem vefurinn er gerður úr og hins vegar stækkun þessara frumna. Þegar vöðvar stækka við þjálfun á sér ekki stað venjulegur vöxtur eins og þegar við stækkum, heldur er í raun um ofvöxt (e. hypertrophy) að ræða þar sem rúmmál vöðvans eykst fyrst og fremst vegna frumustækkunar en ekki frumufjölgunar.

Það sem gerist þegar vöðvi er þjálfaður er flókið ferli. Fyrstu mælanlegu áhrifin eru þau að hann fær meiri taugaörvun, það er taugaboð til hans aukast, sem leiðir til meiri samdráttar vöðvans. Eftir aðeins fárra daga þjálfun getur óþjálfaður einstaklingur orðið var við aukinn kraft vegna þess að hann er að „læra“ að nota vöðvann.

Eftir því sem gerðar eru meiri kröfur til vöðvans eru nýmyndunarferli hans stillt á ný. Nýmyndunarferlin eru þau ferli efnaskipta frumnanna sem fela í sér myndun nýrra efna, í þessu tilfelli vöðvaprótína. Þegar talað er um að stilla á ný er átt við að virkja þau gen sem geyma upplýsingar eða „uppskrift“ um myndun efnanna en „slökkva“ ef til vill á einhverjum öðrum genum sem geyma uppskriftir að efnum sem ekki er þörf fyrir á þeirri stundu. Í sameindaerfðafræði er í þessu sambandi talað um að kveikja á tjáningu (e. expression) tiltekinna gena en slökkva á tjáningu annarra.

Ekki er vitað nákvæmlega hvernig skrefin eru í þessu ferli en ljóst er að stilling virðist hefjast á kerfi seinni boðbera (e. second messengers) frumnanna (þar með talið fosfólípasa, prótínkinasa C, týrósínkínasa og fleiri efna) sem í kjölfarið örva gen sem virðast stýra myndun samdráttarprótína. Seinni eða annar boðberi er efni sem tekur við skilaboðum frá fyrsta boðbera sem er taugaboðefni, hormón eða annað boðefni og kemur þeim til skila til markfrumnanna en það eru þær frumur sem boðefni hafa áhrif á. Með skilaboðum er í raun átt við að fyrsti boðberi binst viðtaka á eða í markfrumu en sú tenging kemur af stað keðjuverkun sem endar með myndun eða virkjun annars boðbera.

Boðin komast síðan áleiðis þannig að prótínmyndun í vöðvanum breytist. Það geta liðið allt að tveir mánuðir áður en eiginlegur ofvöxtur hefst. Viðbótarsamdráttarprótínin sem myndast eru innlimuð í vöðvatrefjarnar. Takmörk virðast þó vera fyrir því hversu stórar þær geta orðið og það kemur að því að þær klofna eftir endilöngu. Þessir atburðir gerast innan hvers vöðvaþráðar og valda því að rúmmál vöðvans eykst. Vöðvastækkunin er því fyrst og fremst afleiðing vaxtar hverrar vöðvafrumu en ekki frumufjölgunar.

Margar rannsóknir hafa verið gerðar á ofvexti vöðva. Meðal þess sem hefur komið í ljós er að með þungalyftingum eykst hann. Þar koma togviðbrögð vöðvans við sögu. Eins og teygja sem er strekkt verður krafturinn á samdrætti vöðvans meiri eftir því sem álagið er meira.

Ennfremur hefur komið í ljós að þessi vöðvastækkun er óháð ýmsum hormónum sem eru nauðsynleg fyrir venjulegan vöxt, það er vaxtarhormóni frá heildingli, insúlíni og skjaldkirtilshormóni. Svo virðist sem vöðvinn sem er þjálfaður myndi sjálfstýrandi (e. autocrine) vaxtarþætti sem hafa áhrif á innri stoðgrind vöðvafrumnanna sjálfra. Þetta er stutt af þeirri staðreynd að við þjálfun verður eingöngu þjálfaði vöðvinn fyrir ofvexti, ekki allir vöðvarnir í til dæmis útlimnum sem þjálfaði vöðvinn er í.

Þeir sem vilja stækka vöðva sína með þjálfun verða að fara varlega og átta sig á því að alltaf er hætta á slysum. Mikilvægt er að hita ætíð vel upp áður en átök hefjast og fara eftir æfingaáætlun sem gerð hefur verið af aðila með þekkingu á þessu sviði. Einnig er mikilvægt að nota skynsemina og taka alltaf tillit til meiðsla og verkja ef slíkt er fyrir hendi.

Heimildir og mynd:...