Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1809 svör fundust
Hvaðan er orðið eykt komið? Hver er upprunaleg merking þess?
Hér er jafnframt svarað spurningu Björgvins Ármannssonar Hver er uppruni orðsins eykt? Hver er skyldleiki þess við önnur orð í íslensku eða öðrum málum? Orðið eykt er notað annars vegar um þrjár klukkustundir og hins vegar um tímann frá 3.30–4.30. Það finnst einnig í öðrum Norðurlandamálum, til dæmis nýnorsku ø...
Hver er munurinn á bókhaldslegum og hagfræðilegum hagnaði?
Munurinn á hagnaði eins og hann er tiltekinn í bókhaldi og reikningsskilum annars vegar og skilningi hagfræðinnar hins vegar getur falist í ýmsu. Í öllum tilfellum telst hagnaður vera tekjur umfram gjöld en nokkru getur munað á skilningi hagfræðinga á tekjum og/eða gjöldum og því sem rétt telst að færa í bókhaldi....
Hvers konar buxur eru hrognabuxur?
Flestir kannast vel við hrogn sem oftast er unnt að kaupa úr fiskborðinu í febrúarmánuði. Það eru eggin inni í sekknum sem nefnast hrogn áður en fiskurinn hefur gotið en eftir það kallast þau gota, gytja eða gýta. Sekkurinn utan um eggin er nefndur hrognabrækur eða hrognabuxur, enda minnir hann á buxur.Færri k...
Hvað þýðir orðið "fuð" samanber örnefnin Gunnufuð, Mangafuð og Fjósafuð á Goðalandi?
Orðið fuð merkir ‚kvensköp‘ en í þessum örnefnum er merkingin ‚(kletta)gjögur‘ (Ásgeir Blöndal Magnússon, 214). Þórður Tómasson í Skógum kallar Gunnufuð og Mangafuð bergskoru (Þórsmörk, 61). Á vef Útisvistar er að finna leiðarlýsingu inn á Goðaland. Þar segir: Hvannárgil skiptist innar í Norðurgil og Suður...
Hvaða sprakki er þetta þegar forsprakki er nefndur til sögunnar?
Upprunalega spurningin var: Hvers konar fyrirbæri er sprakki? Og ef til er eitthvað sem heitir forsprakki, liggur þá ekki beint við að álykta að einhvern tíma hafi verið til baksprakki? Orðið sprakki er einkum notað eitt sér í skáldamáli um röskleikakonu, kvenskörung. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er ...
Hvaða barði er í orðinu hjólbarði?
Orðið barði hefur fleiri en eina merkingu samkvæmt Íslenskri orðabók (2002 I:90). Það merkir í fyrsta lagi ‘skip með járnbarði; skjöldur’, í öðru lagi ‘beinhákarl, barðfiskur’, í þriðja lagi ‘illeppur með garðaprjóni og mislitum röndum’ og í fjórða lagi ‘slitgúm á hjóli farartækis’. Það er síðasta merkingin sem hé...
Eru lóðir undir hús virkilega nefndar eftir verkfæri til að mæla þyngd?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna eru lóðir (land undir hús) nefndar eftir, að því er virðist, verkfæri til að mæla þyngd. Hver er uppruni orðsins lóð sem land undir hús? Til gamans má nefna að spyrjandi vinnur við að afmarka jarðir, lönd og lóðir Íslands. Nafnorðið lóð er til í tveimur kynjum, ...
Hvað eru kirkjugrið og hafa þau eitthvað gildi á Íslandi nú á dögum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Nákvæmlega hvað eru "kirkjugrið" og hafa þau eitthvað gildi á Íslandi nú á dögum? Á miðöldum var miðstjórnarvald veikt í öllum ríkjum Evrópu, löggæslu var heldur ekki fyrir að fara og ekki var búið að framselja ríkisvaldinu einu umboð til að beita líkamlegu valdi ei...
Af hverju var bannað að borða hrossakjöt hér áður fyrr?
Um aldir var það almennt viðhorf í íslensku samfélagi að algjört bann væri við því að leggja sér hrossakjöt til munns. Þetta bann var tengt túlkun á Biblíunni, sem fól í sér að einungis mætti borða kjöt af klaufdýrum. Bannið við hrossakjötsáti var fornt en neysla þess var meðal annars notuð til að greina á milli h...
Hver er uppruni orðsins víkingur? Gæti verið að þessi „stétt“ fornmanna hafi komið frá Vík í Noregi?
Í held sinni hljóðar spurningin svona:Ég hef hvergi rekist á þá skýringu að starfsheitið „víkingur“ kunni að vera tilkomið vegna þess að upprunalega hafi þessi „stétt“ fornmanna komið frá, eða þeir lagt upp frá Vík í Noregi. Er mögulegt að þetta kunni að vera skýringin? Um uppruna orðanna víkingur og verknaðarh...
Af hverju hafa Danir verið kallaðir Baunar?
Hér er einnig svarað spurningu Jóns Viðars Baldurssonar og Arnars Skjaldarsonar, sama efnis. Ekki er alveg ljóst hvers vegna Íslendingar völdu niðrunarorðin Bauni eða Baunverjar um Dani en helst er sú notkun tengd innflutningi á baunum til landsins frá Danmörku. Til dæmis tengir Ásgeir Blöndal Magnússon saman b...
Hvað er fóvella, sem Fóvelluvötn á Sandskeiði draga nafn sitt af?
Fóvella er gamalt orð yfir fugl sem nú til dags er kallaður hávella (Clangula hyemalis). Hávellan er af andaætt og verpir á Íslandi. Einnig eru til orðmyndirnar fóella og fóerla. Í seinni myndinni er liðurinn -erla ummótaður til samræmis við fuglsheitið erla. Heimildir: Íslensk orðabók, 3. útg., ritst...
Hvert er algengasta orðið í íslenskri tungu?
Samkvæmt Íslenskri orðtíðnibók eru tíu algengustu orðin í íslensku þessi:ogvera (so.)aðíáþaðhannégsemhafa Hægt er að lesa meira um tíðni orða og bókstafa í svari við spurningunni Hver er tíðni bókstafa í íslensku ritmáli? Eins eigum við svar við spurningunni Hvaða orð er oftast notað í heiminum? og svo væri gagnl...
Hvað inniheldur fræ?
Fræ samanstendur að jafnaði af þremur hlutum: kími, fræhvítu og fræskurni. Kímið er einhvers konar fósturhluti plöntunnar og vísir að plöntu framtíðarinnar því að við kjöraðstæður verður spírun. Hér á landi virkjar aukinn lofthiti, sem hitar jarðveginn, og aukning á ljóslotu spírun. Þá vex eitt kímblað úr fóstrinu...
Hvað hafa maurar marga fætur?
Eitt augljósasta einkenni skordýra, sem greinir þau frá öðrum smádýrum, er að þau hafa sex fætur og þrískiptan búk sem greinist í höfuð, frambol og afturbol. Köngulær eru til dæmis ekki skordýr. Þær hafa átta fætur og tvískiptan líkama og tilheyra undirfylkingu klóskera. Maurar hafa sex fætur eins og önnur skord...